Fréttablaðið - 13.01.2008, Side 26

Fréttablaðið - 13.01.2008, Side 26
6 matur Í E L D H Ú S K R Ó K N U M MARGIR KJÓSA AÐ MÆLA OFAN Í SIG rétta skammta yfir daginn og fara nákvæmlega eftir uppskriftum og þá þarf góða vog. Þessa má fá í Búsáhöldum í Kringlunni fyrir 2.090 krónur. HOLLAST ER AÐ BORÐA SEM MINNST af unnum matvælum en búa til matinn frá grunni heima í eldhúsi. Hægt er að búa til gott pasta með þessari handsnúnu pastavél en hún fæst í Búsáhöldum í Kringlunni fyrir 3.975 krónur. ÞAÐ ER OFT EKKI FLÓKIÐ ÁHALD sem auðveldar matargerðina. Mað þessum litla skrælara má meðal annars skræla, rífa niður ost, krækja úr kjarna með oddinum á hliðinni eða snúa honum við og nota bogadregið skaftið til að skafa niðu melónu eða kjöt. Fæst í Duka á 490 krónur. Stundum er sagt að fólk þurfi að borða sig niður eftir jólin og víst er að margir sakna þess sárt að geta ekki lengur seilst í smákökur og konfekt þegar garn- irnar gaula sína biðjandi sinfóníu milli mála. Millibiti er reyndar besta mál ef hann er borðaður í hófi og valinn af skynsemi, en kostar vitaskuld eilítið meiri fyrir- höfn en snöggt tak á snakkpoka og lakkrísbitum úr hillum verslana. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslu- meistari og annar eiganda veit- ingahússins Á næstu grösum, var svo indæl að koma galvösk til hjálpar þeim sem vilja borða hollt á milli mála, en hér hefur hún útbúið gómsæta ofurloku sem svíkur engan sælkerann og tvær matarmiklar ídýfur sem troðfylla kroppinn af hollustu um leið og þær bragðast betur en besta sæl- gæti. Dóra Svavarsdóttir ræður ríkjum Á næstu grösum. Hún er ekki í vandræðum með að útbúa hollan millibita og gefur hér lesendum kost á hollum millimálakosti sem fljótlegt er að útbúa og unaðslegt að njóta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM OFURLOKAN Girnileg ofurloka til að kjamsa á þegar komið er heim úr vinnu eða í skóla daginn eftir. 1 stk. heilt brauð 1 stk. eggaldin 1 stk. kúrbítur 2 stk. rauð paprika 1 stk. græn paprika 1 stk. rauðlaukur 150 g ostur að eigin vali 2 msk. saxað basil, ferskt Salt, pipar og tímjan Grænmetið er skorið í sneiðar, penslað með ólífuolíu, kryddað með salti, pipar og tímjan, og bakað í ofni. Athugið að eggaldin þarf lengstan bökunartíma (12-15 mínútur) við 180°C, en annað grænmeti um 7 mínútur. Skerið toppinn af brauðinu og rífið innan úr því brauðið. Raðið grænmeti og osti innan í brauðið og setjið toppinn aftur á. Best er að vefja brauðinu inn í plastfilmu og láta standa yfir nótt, og því kjörið að nota afgangs- grænmeti frá því úr kvöldmatnum í réttinn. HUMMUS Veitir unaðslegar munn- gælur með grófu brauði, hrökkkexi og niðurskornu grænmeti. ½ kg soðnar kjúklingabaunir ½ dl tahini 2 stk. hvítlauksgeirar 1 msk. balsamik-edik 50 g sólþurrkaðir tómatar Sítrónusafi Steinselja Salt Pipar Chili Vatn Allt maukað saman í mat- vinnsluvél. Magn vatns og krydds fer eftir smekk hvers og eins. Leyfðu hugmyndafluginu að njóta sín og maukaðu allt sem þér dettur í hug með hummus. Hummus geymist í fimm daga í góðum kæli. LÁRPERUSÆLA Guðdómlegt með gnótt niðurskorinna ávaxta og grænmetis, og segir nammip- úkanum stríð á hendur. 1 stk. lárpera 1 msk. ferskt dill 1 stk. hvítlauksgeiri 1 stk. lime Salt og pipar eftir smekk 100 g kotasæla Maukið lárperu, dill og hvítlauk saman í matvinnsluvél. Kreistið safann úr einni lime og kryddið eftir smekk. Hrærið saman við kotasælu og njótið með niðurskorinni agúrku, rófubitum eða papriku. Lárperusæla geymist í fjóra daga í kæli. BITINN MILLI MÁLA HUNGRI GEGN Síðdegið er hættulegur tími fyrir sælkera, sem og kvöldin. Þá verður mörgum órótt ef ekki leynist súkkulaði og aðrar syndir í skápum. Huggun 1 2 3 1. Ofurlokan er full af girnilegu og hollu áleggi. 2. Lárperusælan er guðdómleg með gnótt ávaxta og grænmetis. 3. Hummus er gott með grófu brauði, hrökkkexi og niðurskornu grænmeti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.