Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.01.2008, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 13.01.2008, Qupperneq 28
HOLLT & GOTT ÞRÍR LYSTUGIR AÐALRÉTTIR 8 matur MATARÆÐI FYLLING: 4 meðalstórar kartöflur (250 g) 1 lítil sæt kartafla (200 g) 2 gulrætur (150 g) 150 g spergilkál 1/2 rauð paprika 30 g bankabygg frá Móður jörð 200 g rjómaostur 50 g enskur cheddar- ostur 150 g ferskt spínat 2 stilkar fersk steinselja 1/4 múskathneta salt á hnífsoddi pipar á hnífsoddi 1 kúffull tsk. kókosolía 1 lítið vatnsglas Skrælið sætu kartöfluna og gulræturnar ef þarf. Grænmetið skorið í bita, nema spínatið. Léttsteikt í kókosolíunni. Stráið salti yfir. Hellið vatni á pönnuna og bætið rjómaosti út í. Þegar hann hefur bráðnað, bætið við cheddar-ostinum og spínatinu. Rífið múskat- hnetuna með grófu rifjárni, klippið steinselj- una út í og stráið pipar yfir. Takið pönnuna af hitanum og gerið deigið. DEIG: 200 g gróft spelti 100 g mjúkt smjör 1/2 dl kalt vatn salt á hnífsoddi Setjið spelt í skál og stráið salti yfir. Myljið smjörið yfir og blandið varlega saman með fingrunum. Hellið vatninu út í og þjappið deiginu varlega í góða kúlu – ALLS EKKI hnoða eða þjappa of mikið. Stráið dálitlu spelti á borðið, fletjið út deigið og setjið í gott bökuform. Ekki má gleyma að stinga 10-12 göt á botninn með gaffli. Setjið fyllinguna í deigið, rífið ost yfir og bakið við 200 gráður á yfir- og undirhita í 30 mín. FRÖNSK DRESSING: 1 tsk. sterkt sinnep Tæplega 1 tappi balsamik-edik eða rauðvínsedik 1 tsk. hunang 1/2 dl ólívuolía Salt á hnífsoddi Hrærið öllu vel saman með gaffli, nema olíunni. Bætið olíunni rólega saman við og hrærið vel um leið. SALAT: Fersk spínatblöð Íssalat Ristuð sólblómafræ, furuhnetur og/eða graskersfræ Allt hráefnið sem Helena notar er lífrænt. Rétturinn UPPÁHALDS GRÆNMETISBAKAN MEÐ SALATI Helena Stefánsdóttir, kvikmyndaleikstjóri og eigandi lífræna kaffihússins Hljómalindar, hefur verið grænmetisæta í tuttugu og fimm ár. Ayurveda-mataræðið teng- ist tantra-jóga sem Helena hefur stundað í sex ár. „Ég borða ekki kjöt, fisk, egg, lauk, hvítlauk eða sveppi og neyti ekki áfengis. Þessar tegundir draga úr áhrifum hugleiðslu og hafa slæm áhrif á mína andlegu heilsu. Laukurinn hefur ákveðin áhrif á miðtaugakerfið sem fer ekki vel við andlega ástundun á borð við jóga. Hvítlauk nota ég hins vegar sem lyf en ekki í mat,“ segir Helena sem smám saman missti áhugann á kjöti. „Þetta var ekkert siðferðislegt á þeim tíma en er það að vissu leyti í dag. Þegar ég fór að stunda jóga breyttist matar- æðið í kjölfarið og það gerð- ist nánast sjálfkrafa,“ segir Helena og bætir við að fleiri í fjölskyldunni borði eins. „Maðurinn minn og yngsta dóttir eru á sama mataræði. Síðan á ég tvo unglinga sem borða það sem þeim sýnist og það er fullur skilningur á því,“ segir Helena, en báðir foreldrar hennar eru græn- metisætur. „Ég er ekki alin upp sem grænmetis- æta, en ég og pabbi erum oft með svipað- ar pælingar og hann er kominn á sama fæði og ég. Mamma er bara venjuleg græn- metisæta,“ segir Hel- ena sem býður lesendum upp á dýrindis böku með salati. „Ég bjó í Frakklandi í fimm ár og þar lærði ég að gera ýmsar bökur og salöt. Þær eru í miklu uppáhaldi í fjöl- skyldunni og eru á matseðl- inum nokkrum sinnum í mán- uði. Hins vegar eru oft laukur og egg í þessum frönsku bökum en ég sleppi því bara og hef líka spelti í stað hveitis,“ útskýrir Hel- ena sem á það til að eyða dágóðum tíma í eldhúsinu. „Grænmetisfæði er fyrir löngu orðið mér eðlilegt svo ég er kannski ekki í neinni tilraunastarfsemi. En það kemur fyrir að ég eyði dágóð- um tíma í eldhúsinu, þetta fer svolítið eftir tímabilum í lífi mínu,“ segir Helena sem eldar ýmsa baunarétti, tófú, grænmeti ásamt pastarétt- um en segist þó alls ekki vera eingöngu í holl- ustunni. „Ég nota langoftast lífrænt hráefni. Samt leyfi ég mér alveg nammi og fransk- ar eins og aðrir og er langt í frá full- komin þegar kemur að mataræðinu,“ segir Helena brosandi. - rh Ayurvedískt Bökur eru í miklu uppáhaldi á heimili Helenu þar sem gott franskt salat tónar grænmeti og speltbotn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þórður Ólafsson smiður hefur verið grænmetis-æta í tæplega fimm ár og er mun orkumeiri fyrir vikið. „Ég byrjaði að stunda jóga og gerðist grænmetisæta í kjölfarið. Síðan datt jógaiðk- unin upp fyrir en síðan þá hef ég hvorki fengið lyst á kjöti né fiski,“ segir Þórður Ólafs- son smiður. Hann hefur safnað að sér ýmsum grænmetisréttum til að auka fjölbreytni í fæðinu og meðal annars farið á mat- reiðslunámskeið hjá Sollu í Grænum kosti. „Uppistaðan í mínu fæði er mjög fjölbreytt. Ég borða mikið af mjólkur- vörum auk þess sem brauð- matur kemur líka við sögu. Í kvöldmat elda ég til dæmis pasta eða baunarétti, auk þess sem mér finnst fljótlegt og gott að fá mér grænmetis- búrítos, eða grænmetisbuff. Upp á síðkastið hef ég síðan verið að elda þetta grænmetis- lasanja sem ég bauð upp á núna,“ útskýrir Þórður, sem segist vera eina grænmetis- ætan í fjölskyldunni. „Kær- astan mín hefur neyðst til að fara aðeins út í þetta þegar við eldum saman. Stundum eldar hún líka kjöt,“ segir Þórður sem segist þó borða steik um jólin. „Hnetusteikin með jólameðlæti er í mestu uppáhaldi hjá mér, en ég borða hana samt bara til hátíðabrigða,“ segir Þórður sem fær oft spurningu um hvort hann sé ekki oft slapp- ur. Sannleikurinn sé hins vegar allur annar. „Ég er mun orkumeiri eftir að ég gerðist grænmetisæta svo það er ástæðan fyrir því að ég er grænmetisæta auk þess sem hún er að einhverju leyti siðferðisleg,“ segir Þórður og bætir við hlæjandi: „Síðan eru nokkrir sem halda að ég borði eingöngu grænmeti og hafa þá spurt hvort eigi að skutla mér á umferðareyju í hádegismat, en sem betur fer er mikið af góðum og hollum mat í boði svo ég slepp við það.“ - rh BOÐIÐ SKUTL á umferðareyju í hádeginu Grænmetislasanja er gjarnan á borðum Þórðar Ólafssonar sem hefur verið grænmetisæta síðastliðin fimm ár. 1 pakki spelt-lasanja 1 dós kókosmjólk 1 þokkalegt oststykki(einhver bragðsterkur), magn eftir smekk til dæmis nokkrar ostsneiðar af venjuleg- um osti líka. 10-12 stk. tómatar Smá ólívuolía 2 stk. hvítlauksrif 1 búnt fersk basilíka Salt og pipar eftir smekk Kókosmjólk og bragðsterkur ostur (til dæmis geitaostur) í matvinnsluvél og hrært vel saman. Hvítlauksrifin skorin smátt og hrært saman við olíuna, basilíkuna, saltið og piparinn. Smá olíu í botninn á eldföstu móti og byrja síðan að fylla í þessari röð: Þunnt lag af kókosgumsinu, síðan lasanja-plötur, og lag af tómötum (skornir í skífur). Dreifið smá af olíuhrærunni með basilíkunni og byrjið upp á nýtt. Setjið ostsneiðarnar efst. Bakist við 200° í 25 mín., með álpappír yfir og síðan í aðrar 7 mínútur án SPELT-LASANJA MEÐ KÓKOSMJÓLK Speltlasanja með kókosmjólk. A A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.