Fréttablaðið - 13.01.2008, Side 80

Fréttablaðið - 13.01.2008, Side 80
ATVINNA 13. janúar 2008 SUNNUDAGUR36 Háskólinn á Bifröst óskar eftir að ráða markaðsstjóra í fullt starf. Starfið felst í að stýra almannatengslum skólans, annast kynningu, vinna náið með ritstjóra vefs skólans og öðrum stjórnendum og annast samskipti við fjöl- miðla. Einnig er æskilegt að markaðsstjóri geti kennt markaðsfræði á háskólastigi. Umsækjendur verða að hafa góða menntun, m.a. háskólagráðu og umtalsverða reynslu. Búseta á Bifröst, Borgarnesi eða nærsveitum er áskilin. Starfið heyrir beint undir rektor skólans. Umsóknir um menntun og fyrri störf sendist á: Ágúst Einarsson, rektor, Háskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi Merkt: Markaðsstjóri Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar. Háskólinn á Bifröst verður 90 ára á þessu ári. Starfsemi skólans hefur verið í örri þróun síðustu ár og fyrirséð áframhaldandi framþróun í starfsemi hans og tengslum innanlands og utan. Háskólinn á Bifröst býður nú upp á 3 línur til BS/BA náms og 7 línur í meistaranámi auk þess að bjóða fjölbreytt undirbúnings- og stjórnunarnám. Nemendur skólans eru nú um 1.100. Íbúar á Bifröst eru um 750. Markaðsstjóri Gerður Sjöfn Ólafsdóttir kynntist fyrst táknmáli á leikskóla sonar síns fyrir fimmtán árum. Eitt leiddi af öðru og í dag starfar hún á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og -skertra sem táknmálstúlkur. „Ég kynntist fyrst tákn- máli í leikskóla sonar míns fyrir rúmlega fimmtán árum. Hann var á bland- aðri deild þar sem voru bæði heyrandi og heyrnar- laus börn. Það fór svolítið í taugarnar á mér að geta ekki talað við öll börnin svo ég fór að kynna mér tákn- málið. Í kjölfarið leiddi eitt af öðru og síðan endaði ég bara sem táknmáls- túlkur,“ segir Gerður Sjöfn Ólafsdóttir, sem hefur starfað við fagið í rúm- lega tíu ár hjá Samskipta- miðstöð heyrnarlausra og heyrnar skertra við Há- teigsveg í Reykjavík. Fagið er aðeins kennt við Háskóla Íslands og er að sögn Gerðar Sjafnar þriggja ára BA-nám. „Við þurfum að læra táknmálið algjörlega frá grunni og fæst okkar kunna nokkuð í málinu þegar við byrjum. Þetta er eigið mál og því eins og að setjast á skóla- bekk í háskóla og læra til dæmis ensku án þess að kunna orð í málinu,“ segir Gerður Sjöfn og nefnir sjálft táknmálið, auk menn- ingu og sögu heyrnarlausra, málfræði og siðfræði sem dæmi um greinar sem farið er í gegnum í náminu. „Starfið mitt gengur út á að túlka á milli íslenska tákn- málsins og íslenskunnar í grófum dráttum. Verkefnin eru svo óteljandi að það er næstum betra að nefna það sem við komum ekki að,“ segir Gerður Sjöfn hlæj- andi og fæst þó til að nefna nokkur dæmi um þjónustu sem táknmálstúlkar veita. „Stærstur hluti af okkar starfi á veturna er túlkun í skólum. Það er þá í mennta- skólum og háskólum ásamt ýmsum starfstengdum námskeiðum. Síðan túlkum við í heilbrigðiskerfinu hjá læknum og sérfræðingum, við félagslegar athafnir í daglegu lífi þar sem má nefna húsfundi, á bílasöl- um og hjá lögfræðingum. Auk þess má nefna athafnir á borð við giftingar, skírnir, fermingar og jarðarfarir,“ útskýrir Gerður Sjöfn. „Við erum mjög fá sem túlkum á Íslandi og því ekki um sér- fræðinga að ræða á ákveðn- um sviðum, þrátt fyrir að það sé ákveðin tilhneig- ing til þess að sumir hafi meiri reynslu í ákveðnum efnum,“ segir Gerður, en hjá Samskiptamiðstöðinni starfa fjórtán túlkar, þó ekki allir í fullu starfi. Samfélag heyrnarlausra og táknmálstalandi telur hins vegar um tvö hundruð og fimmtíu manns að sögn Gerðar Sjafnar. Gerður Sjöfn segir að ástæðan fyrir því að hún ákvað að gerast táknmálstúlkur ekki vera sú að hún eigi heyrnarlausan í fjölskyldunni og segir það eiga við um fæsta. „Ástæð- urnar fyrir því að fólk leitar í fagið eru sennilega jafn margar og túlkarnir sjálf- ir,“ útskýrir Gerður Sjöfn sem segir það skemmtileg- asta við starfið vera fjöl- breytileikinn. „Við kynn- umst gríðarlega mörgum hliðum mannlífsins og fáum að líta inn í gættir sem eru luktar öðrum. Síðan getur líka verið erfitt að vera blandaður inn í erfið einka- mál. Sérstaklega þegar börn eiga í hlut en þess má einn- ig geta að við erum bund- in þagnarskyldu og trúnað- urinn er grunnur að okkar starfi. En stærstur hluti starfsins er mjög skemmti- legur og spennandi og ég get eindregið mælt með því að gerast táknmálstúlkur,“ segir Gerður Sjöfn. rh@frettabladid.is Trúnaður algjör grundvöllur Gerður Sjöfn Ólafsdóttir túlkar á milli íslenska táknmálsins og íslensk- unnar við flest tilefni. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN 28
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.