Fréttablaðið - 13.01.2008, Side 96
12 matur
MATARSLETTUR héðan og
þaðan finnst engum aðlað-
andi. Til þess að máltíðin og
matarupplifun fullorðinna og
barna sé góð er nauðsynlegt
að hafa eldhúsið hreint. Þar á
meðal ísskápinn. Einnig borg-
ar sig að vera með ílát undir
afganga og matvörur sem er
búið að taka úr upprunalegum
umbúðum eða vel innpakkað
í álpappír og eða plastfilmu.
Það kemur í veg fyrir að aðrar
matvörur taka í sig lykt og
bragð frá öðrum mat. Góður
jógúrthristingur missir ein-
hvernveginn sjarmann þegar hann er farinn að taka
í sig bragð frá siginni ýsu síðan í gær.
NAUÐSYNLEGT ER AÐ ÞVO VEL allt græn-
meti áður en það fer á diskinn. Þeir sem
ekki nenna að skafa og skræla gul-
rætur og rófur með hníf geta
nú farið í hanska og
skrúbbað mold og óhrein-
indi burt milli hand-
anna. Kartöfluhansk-
ar úr Duka í Kringlunni
kosta 490 krónur.
MEÐ ÞVÍ AÐ GUFU-
SJÓÐA MAT hald-
ast öll þau næringar-
efni og vítamín í matn-
um sem annars tapast
út í soðvatnið. Einfalt er að
setja vatn í pott og raða svo græn-
meti og fiskbitum á gufusigti sem fer yfir pott-
inn svo maturinn soðnar í gufunni. Byggt og búið
Kringlunni 1.436 krónur.
NÆRINGARFRÆÐINGAR ráðleggja fólki að
borða minnst fimm skammta af ávöxtum
og grænmeti á dag og með þess-
um eplahníf er fljótlegt
að skera niður eplið og
losna við kjarnann um
leið. Duka Kringlunni 2.250
krónur.
6 cl eplasafi
2 cl sítrónusír-
óp
Áfengislaus
hefðardrykkur
KOKTEILLINN
HEFÐARDRYKKUR
Fallegur áfengislaus fordrykkur sem hægt er að dreypa á með
góðri samvisku.
Glasið fyllt upp með engiferöli.
Borið fram í kampavínsglasi. Mynta
og epli til skrauts. Uppskriftin er
frá Alexandre Pintorocha á Hótel
101 á Hverfisgötu í Reykjavík.
Þegar verið er að blanda hristinga er um að gera að nota hugmyndaflugið. Notast má við frosna ávexti, grænmeti, safa,
mjólkurvörur eða hrísmjólk, möndlumjólk,
sojamjólk, mysuprótín, ýmsar olíur eins og
hörfræolíu og kókosolíu og fleira. Í raun má
blanda hverju sem er en mikilvægt er þó að
huga að samsetningunni og næringarinni-
haldi.
Helga Mogensen hjá Manni lifandi mælir
með frosnum berjum, grænum salötum og
kryddjurtum og nefnir að gott sé að nota
spínat í þessa drykki þar sem það er stútfullt
af járni, kalki og A- og
C-vítamínum. Einnig
gefur hún uppskrift að
mangóhristingi en
mangóávöxturinn býr
yfir meltingarensím-
um. Hafa má drykk-
ina í einfaldara lagi
en þó gómsæta. Hjá eEnergía í Smáralind
er boðið upp á ýmiss konar skyrdrykki og
orkudrykki og fengum við tvær upp-
skriftir þaðan sem allir ættu að geta
útbúið. - hs
HOLLT
&GOTT!
1 2
3
1. Energía+ drykkurinn er fullur af
orku.
2. Spínat- og mangóhristingur frá
Manni Lifandi.
3. Dansari er meðal annars með
melónu - og ástaraldinsskyri.
UPPSKRIFTIR FRÁ
GUÐNÝJU HJÁ
ENERGIA Í SMÁRALIND
UPPSKRIFTIR FRÁ HELGU
MOGENSEN HJÁ MANNI
LIFANDI
SPÍNATHRISTINGUR
½ poki spínat
4 perur eða frosinn
banani
Smá lífrænn eplasafi
Allt sett í blandara og
blandað vel saman. Til að
fá sætari drykk er gott að
setja 1-2 döðlur saman
við.
Til að hafa hann örlítið
grænni má setja handfylli
af steinselju. Einnig má
gera drykkinn matarmeiri
með því að setja mysu-
prótein saman við.
MANGÓHRISTINGUR
SEM HENTAR VEL
BÖRNUM
1-2 dl möndlumjólk eða
hrísmjólk
Væn lúka af frosnum
mangó.
Blanda vel saman saman
og mýkja með því að setja
hálfan banana saman við.
Þessi er ferskur og afar
bragðgóður.
ENERGIA+ :
2 stórar skeiðar jarðarberjaskyr
½ banani
nokkur jarðarber
¼ magic
Allt sett í blandara og hrært vel.
DANSARI:
2 stórar skeiðar melónu- og ástar-
aldinsskyr
u.þ.b. ½ appelsína
Sett í blandara og hrært vel.
margt smátt HEILSA
MEÐ HRISTINGI
Kosturinn við heilsudrykki og hristinga er að þeir eru einfaldir,
fljótlegir og sneisafullir af næringarefnum.