Fréttablaðið - 13.01.2008, Síða 107

Fréttablaðið - 13.01.2008, Síða 107
SUNNUDAGUR 13. janúar 2008 27 Dakota Blue Richards ólst upp við sjávarsíðuna í bresku hippaborginni Brighton hjá einstæðri móður en föð- ur sinn hefur hún ekki hitt síðan hún var sex ára gömul. Þar kynntist hún fyrst ævintýraheimi Gyllta áttavit- ans, sögum eftir verðlaunahöfundinn Philip Pullman, en Dakota fer nú með aðalhlutverkið í samnefndri kvik- mynd leikstjórans Chris Weitz sem sýnd er í íslenskum bíóhúsum. Þóra Karítas náði tali af barnastjörnunni í London. „Ég hafði lesið allar bækurnar í þríleik Philip Pullman með mömmu. Svo fórum við í Þjóðleikhúsið í London og sáum leikhúsupp- færslu af verkinu og ég sagði við mömmu að mig langaði til að vera Lýra. Ég vildi ekkert sérstaklega verða leikkona en mig langaði bara að vera þessi stelpa,” segir hin skelegga Dakota en draumurinn rættist þegar ráðist var í að gera kvikmynd upp úr bókunum og opnar prufur voru auglýstar víðs vegar um Bretland. Dakota var valin úr hópi tíu þúsund tólf ára stelpna. „Vinkona mömmu vissi að mér var annt um bækurnar og lét mömmu vita að það stæði til að halda opnar prufur. Við þurftum að ferðast til Cambridge í prufuna en mamma var búinn að segja að ef það myndi rigna þennan dag þá færum við ekki. Sem betur var engin rigning,“ segir Dakota og hlær. „Mamma sagði mér líka að greiða ekki á mér hárið því þá yrði ég svolítið úfin og öðruvísi en hinar stelpurnar. Svo mætti ég þarna og þurfti að hanga í biðröð með þúsundum stelpna úti í ísjökulkulda og ég hugsaði með mér að ég ætti engan möguleika. Ég hafði ekki einu sinni fengið hlutverkið sem mig langaði til að leika í skólaleikritinu heima.“ Elskar ævintýramyndir Eftir að hafa farið í gegnum prufurnar hvernig var þá upplifunin af því að eyða mörgum mánuðum í búa til þessa risastóru mynd? „Orð geta ekki lýst því hvernig það er að fá að leika hlutverk sem þig hefur alltaf dreymt um að leika. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera þegar leikstjórinn hringdi í mömmu og bauð mér hlutverkið svo ég hoppaði bara út um allt og öskraði. Ég naut alls við gerð myndarinnar því að Lýra er svo frábær karakter eins og allar persónurnar í bókum Pullmans. Allt sem hún fær að gera er svo spennandi og ótrúlega skemmtilegt. Til dæmis að fara á bak ísbirni og berjast við alla strákana. Ég kann líka vel við þann eiginleika Lýru að hún er uppreisnargjörn en undir niðri er hún samt mjög tryggur vinur vina sinna og ferðast á heimsenda til að bjarga þeim.“ Ertu mikið fyrir að horfa á ævintýra- myndir? „Ég elska ævin- týramyndir því þegar þú horfir á þær upplifirðu æðisleg- ustu, mest töfrandi hluti sem hægt er að hugsa sér en um leið skelfilega og hræðilega hluti en allt í öruggu skjóli kvikmyndahússins.“ Fékk áritanir frá stjörnunum Þar sem Gyllti áttavitinn er fyrsta bíómynd Dakota liggur beint við að spyrja hvort hún hafi þegið ráð frá meðleikurun- um sem eru ekki af verri endanum en auk Dakota fara Daniel Craig, Eva Green og Nicole Kidman með veigamikil hlutverk. „Ég varð mér út um harð- spjalds eintak af bókinni um Gyllta áttavitann og fékk alla til að gefa mér eiginhandaráritun síðasta daginn. Nicole skrifaði: Vertu sjálfri þér trú, og ég held það sé mjög mikilvægt því ef þú gerir það ekki gæti allt farið á versta veg. Svo gáfu þau mér minn eigin gyllta áttavita í gjöf síðasta tökudaginn.“ Nicole Kidman fer á kostum í kvikmyndinni sem hin hörkulega fröken Coulter. Varstu ekkert hrædd við hana? „Ég verð að viðurkenna að ég var hrædd til að byrja með. Hún leikur þetta svo vel að það er mjög auðvelt að vera hræddur við hana. Sérstaklega vegna þess að í þeim atriðum sem hún er sérstaklega ill þá breytist hún gjörsam- lega þegar takan hefst. Hún svissar bara frá því að vera Nicole sem ég þekki í fríkið fröken Coulter. Það var mjög ógnvekjandi sérstaklega fyrst um sinn en svo fattaði ég bara að það hjálpaði mér við að leika hræðsluvið- brögð Lýru enn betur.“ Hvað kom þér á óvart við gerð kvikmyndarinnar? „Að þurfa að leika á móti grænum skjá. Það var mjög erfitt því ég hafði enga reynslu af neinu slíku áður. Þegar þú leikur ertu vanalega að bregðast við því sem mótleikarinn gefur þér. Þeir segja sínar línur og þú bregst við og segir þína línu og þannig vinnið þið saman en þegar þú leikur á móti grænum skjá er ekkert til að bregðast við svo þú verður að ímynda þér allt.“ En hvað lærðirðu og hvaða ráð myndir þú gefa næstu leikurum sem byrja að leika á þínum aldri? „Ég myndi segja að maður ætti að njóta alls. Ef þú nýtur þess ekki ættirðu ekki að vera að gera þetta. Ef þú vilt byrja að leika verðurðu að fara í prufur og ef þú færð höfnun þá má ekki halda að maður sé lélegur heldur alltaf vera ánægður með það hversu langt maður hefur komist og vera stoltur af sjálfum sér.“ Var dauðhrædd við Nicole Kidman RÍSANDI STJARNA Dakota Blue Richards leikur aðalhlut- verkið í Gyllta áttavitanum sem nú er sýnd í kvikmynda- húsum. Hún er aðeins þrettán ára en þykir sýna góða takta. Lindsay Lohan er komin með nýjan mann í sigtið. Ekki er langt síðan fregnir bárust af ástarævintýr- um leikkonunnar á Ítalíu, þar sem hún dvaldist yfir áramótin, en Lohan hefur ekki verið lengi að leggja þau að baki. Perezhilton.com greinir frá því að Lohan hafi sést með leikaranum Adrien Grenier í Los Angeles í vikunni. Þau virtust vera á rómantísku og rólegu stefnumóti, á Polo Lounge á Beverly Hills-hótelinu. „Engir papparass- ar,“ segir heimildar- maður síðunnar. „Þar sem samband þeirra er nýtt vilja þau halda því út af fyrir sig,“ bætir hann við. Fyrst sást til parsins saman þegar Lindsay heim- sótti íbúð Greniers í New York í desember. Grenier fer með aðalhlutverkið í þáttaröðinni Entourage, þar sem hann leikur leikarann Vincent Chase. Sögusagn- ir um samband hans og Paris Hilton komust á kreik síðastliðið haust, eftir að þau sáust saman við nokkur tækifæri. Þau vísuðu bæði þeim sögum alfarið á bug. Lindsay með nýjan mann upp á arminn NÝR MAÐUR Lindsay Lohan skemmti sér vel á Ítalíu yfir áramótin, en hefur nú nýjan mann í sigtinu. Vince Vaughn segir í viðtali við tímaritið Parade að hann og Jenni- fer Aniston talist ennþá reglulega við. „Vinátta mín og Jennifer er svo frábær. Enn í dag tala ég mikið og oft við hana. Ég tengist Jen á ósvikinn, sannan hátt. Og ég met hana mjög mikils,“ segir leikar- inn. Hann og Aniston áttu í ástar- sambandi eftir að þau kynntust við tökur á myndinni The Break- Up. Þau hættu saman í desember árið 2006, og hafa bæði verið frek- ar þögul um sambandið. „Fólk sem lifir venjulegu lífi fer á stefnumót, og stundum gengur sambandið upp og stundum ekki. Við fáum bara meiri athygli af því að við erum þekkt. Ég reyni alltaf að tala ekki um samböndin mín, og hafa vinnuna að aðalumfjöllunar- efni. Ég hef ekki talað mikið um þessa hluti, því það er ekki það sem ég vil vera þekktur fyrir,“ segir Vince. Enn vinur Aniston Stella McCartney eignaðist þriðja barn sitt í síðustu viku. Hún á fyrir tvö börn með eiginmanni sínum, útgefandanum Alasdhair Willis, Miller Alasdhair James, tveggja ára, og Baily Linda Olwyn, eins árs. Soninn sem þau eignuðust nú á dögunum hafa hjónin nefnt Beckett Robert Lee. Talsmaður tískuhönnuðarins segir að bæði móðir og barni heilsist vel. Stella var í vinnu nánast alla meðgöngu sínu, og hyggst snúa aftur til vinnu eftir nokkrar vikur. Haust- og vetrarlína hennar fyrir árin 2008/2009 verður sýnd á tískuvikunni í París í næsta mánuði. Hún er sem kunnugt er dóttir bítilsins Sir Pauls McCartney og Lindu Eastman heitinnar. Þriðja barn Stellu fætt BECKETT KOMINN Í HEIMINN Stella McCartney eignaðist soninn Beckett í síðustu viku. ÓSVIKIN TENGING Vince Vaughn segist enn tengjast Jennifer Aniston ósvikn- um böndum og er ennþá í miklu sambandi við þessa fyrrverandi kærustu sína. LONIER? Lohan og Grenier hafa umgeng- ist hvort annað frá því í desember og sáust á rómantísku stefnumóti í síðustu viku. N O RD IC PH O TO S/ G ET TY ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 3 94 28 1 /0 8 VERÐ FRÁ 67.000 KR.* Á MANN Í TVÍBÝLI Björgvin Halldórsson, ásamt stórhljómsveit sinni og strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Konunglegu óperunnar í Kaupmannahöfn, kemur fram með mörgum af fremstu dægurlagasöngvurum og hljóðfæraleikurum Íslands á stórtónleikum í Cirkusbygningen í Kaupmannahöfn, sumardaginn fyrsta, 24. apríl 2008. Gestasöngvarar: Stefán Hilmarsson, Svala Björgvins, Sigga Beinteins, Eyjólfur Kristjánsson, Regína Ósk o.fl. Tónleikarnir verða undir borðhaldi og síðan er dansleikur til kl. 2:00 þar sem Björgvin og hljómsveit hans, ásamt gestasöngvurum, halda uppi stuðinu. + Nánari upplýsingar á www.icelandair.is *Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar, gisting á Hotel Du Nord og miði á tónleika og dansleik ásamt 3ja rétta kvöldverði (frá kl. 19:30 til 22:00) í Cirkusbygningen 24. apríl. Hægt er að velja um gistingu á fleiri hótelum í Kaupmannahöfn og í allt að 4 nætur. Í boði eru flugferðir til Kaupmanna- hafnar 23. eða 24. apríl og frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur 25., 26. eða 27. apríl. Eingöngu bókanlegt á netinu! Takmarkað sætaframboð! Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir ICELANDAIR Í SAMSTARFI VIÐ WWW.KOBEN.IS KYNNA: BO Í KÖBEN Í APRÍL 2008 UNDIR STJÓRN ÞÓRIS BALDURSSONAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.