Fréttablaðið - 15.01.2008, Side 11

Fréttablaðið - 15.01.2008, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. janúar 2008 FJARSKIPTI Póst- og fjarskipta- stofnun hefur úthlutað Símanum tilraunaleyfi fyrir langdrægt 3G farsímakerfi. Helstu kostir kerfisins, umfram hefðbundin langdræg GSM-kerfi, eru að það dregur allt að 50 prósentum lengra auk þess sem mögulegur gagna- hraði er allt að þúsundfaldur. Kerfið nýtir UMTS-staðlaða 900 MHz tíðni, þá sömu og hefðbundin GSM-kerfi nota, í stað 2.100 MHz tíðni en útbreiðslueiginleikar lægri tíðni eru almennt betri. Tilraunaverkefni Símans er í samvinnu við Ericsson og áætlað er að hefja tilraunir á Suðurlandi í þessari viku. - ovd Tilraunaverkefni Símans: Meiri gagna- hraði í 3G STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþingis segir það ekki standast lög að fela fisfélagi að halda utan um skráningu flugfisa ásamt Flugmálastjórn. Eigandi fisflugu kvartaði undan því að Flugmálastjórn gerði honum að skrá vél sína hjá Fisfélagi Reykjavíkur, sem hann vildi alls ekki vera meðlimur í. Eftir að umboðsmaður hóf athugun gaf ráðuneytið val um hvort menn skráðu fis hjá félaginu eða hjá Flugmálastjórn. Umboðsmaður segir þetta hins vegar ekki heldur standast. Flugmálastjórn eigi að halda íslenska loftfaraskrá og geti ekki falið einkafélagi að annast skrána. - gar Umboðsmaður Alþingis: Ríkið annist sjálft fisaskrá FIS Einkafélög eiga ekki að annast skráningu fisa. ÁTAKIÐ Stillum hitann hóflega, sem er samstarfsverkefni Orkuveitu Reykjavíkur, Forvarna- húss Sjóvár, byggingafulltrúans í Reykjavík og lýtalækningadeildar Landspítala – Háskólasjúkrahúss og var ýtt úr vör síðastliðið vor, hefur þegar borið árangur með fækkun brunaslysa af völdum heits vatns. Þetta er einróma mat þeirra sem taka á móti fórnar- lömbum brunaslysa á Landspítala – Háskólasjúkrahúsi. Áfram er unnið að átakinu með eflingu fræðslu iðnaðarmanna og almennings og auknu aðgengi að tæknilegum úrlausnum í lagna- búnaði. - vþ Átak ber árangur: Slysum fækkar á milli ára HÉRAÐSBÚAR! TIL HAMINGJU Hugsaðu um heilsuna! Svalandi, próteinríkur og fitulaus Frískandi, hollur og léttur drykkur í dós Gamla góða Óskajógúrtin – bara léttari Silkimjúkt, próteinríkt og fitulaust Fitusnauðar og mildar ab-vörur – dagleg neysla stuðlar að bættri heilsu og vellíðan

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.