Fréttablaðið - 15.01.2008, Page 15

Fréttablaðið - 15.01.2008, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 15. janúar 2008 FJÖLMIÐLAMÁL Anna Kristín Jónsdóttir, verkefnastjóri í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, hyggst samkvæmt heimildum brátt láta af því starfi. Mun hún snúa aftur til starfa hjá Ríkisútvarpinu og munu lands- menn heyra í Önnu Kristínu á Morgunvaktinni á Rás 1. Valgerður Jóhannsdóttir, varafréttastjóri Sjónvarpsins, gerir ráð fyrir að sækja um stöðuna sem þá losnar. „En það er náttúrlega ekkert öruggt í þeim efnum þegar maður sækir um starf. Ég verð hér áfram næstu tvo mánuðina og svo verð ég með annan fótinn uppi í háskóla,“ segir Valgerður, sem verið hefur stundakennari í fjölmiðlanáminu. - ovd Blaða- og fréttamannanám: Anna Kristín aftur í útvarp ANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Hættir sem verkefnastjóri í HÍ. STYRKUR Sparisjóðurinn veitti átta félagasamtökum, sem starfa á sviði barna og unglinga með geðraskanir, samtals 21 milljón króna. Félögin fengu að meðaltali rúmlega 2,5 milljónir króna í sinn hlut. Peningarnir söfnuðust í styrktarátaki Sparisjóðsins „Þú gefur styrk“ en því lauk á aðfangadag jóla. Til að taka þátt í átakinu þurftu viðskiptavinir Sparisjóðsins ekki að kosta neinu til, heldur aðeins að velja eitt af verkefnunum átta og gaf Spari- sjóðurinn jafnharðan þúsund krónur til þess verkefnis. Viðskiptavinir voru þó hvattir til að bæta við viðbótarframlagi. Hæstan styrk hlaut ADHD- félagið, 4,1 milljón sem verður varið til fræðslu, kynningar og námskeiðahalds á landsbyggð- inni. - kdk Söfnun Sparisjóðsins: Styrkti ung- menni með geðraskanir 21 MILLJÓN SAFNAÐIST Sparisjóðurinn stóð fyrir söfnun sem lauk á aðfangadag jóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TRÚMÁL Í tilefni Evrópuárs jafnra tækifæra hefur félagsmálaráðu- neytið nú gefið út trúarbragða- dagatal 2008. Hér á landi hefur verið unnið að tuttugu mismun- andi verkefnum í tilefni Evrópu- ársins og er tilgangur þeirra að vekja athygli á rétti hvers einstaklings til jafnra tækifæra í lífinu og að það sé hagur samfé- lagsins í heild að virðing sé borin fyrir fjölbreytileikanum. Í dagatalinu er getið 150 hátíðisdaga og fjölmargra trúarbragða. Verður því dreift endurgjaldslaust í skóla, öldrunar- heimili og á fjölmenningarlega vinnustaði en einnig má nálgast það á slóðinni www.island.is - ovd Trúarbragðadagatal 2008: Ólíkar hátíðir í sama dagatalinu NÝTTU ÞÉR STIGHÆKKANDI VEXTI LÁTTU PENINGANA ÞÍNA VINNA STIGHÆKKANDI VEXTIR ÖRUGG OG GÓÐ ÁVÖXTUN VEXTIR GREIDDIR MÁNAÐARLEGA HELSTU KOSTIR VAXTAÞREPS: Kynntu þér málið á www.glitnir.is, í næsta útibúi eða í þjónustuveri í síma 440 4000 Vaxtaþrep er sparnaðarreikningur sem býður upp á háa og örugga ávöxtun. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 7 – 2 1 0 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.