Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 26.01.2008, Qupperneq 8
 26. janúar 2008 LAUGARDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Mikil óánægja ríkir hjá sveitarstjórn- armönnum og formanni verkalýðsfélagsins á Akranesi vegna uppsagna HB Granda þar í bæ. Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, segist blása á þær skýringar stjórnar- manna HB Granda að þetta sé gert í hagræðingar- skyni og séu viðbrögð við skerðingu aflaheimilda. „Ef þeir eru að hugsa um að hagræða þá er hægt að benda þeim á það að það liggja mikil verðmæti í lóðareign- um þeirra í Reykjavík en ákjósanlegar aðstæður séu til vinnslu hér á Akranesi, svo ef þeir vilja hagræða þá ættu þeir frekar að efla uppbygginguna hér.“ Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar í Norðurlandskjördæmi vestra, segir að athuga beri hvort fyrirtækjum sem sinna ekki samfélagslegri ábyrgð í þrengingum sem hljótast af kvótaskerðing- unni beri að fá þann kvóta til baka sem þau urðu af við skerðinguna. „Nú er verið að skera niður þriðjung af kvóta fyrirtækja til þriggja ára og menn hafa alltaf gengið út frá því að fyrirtækin fengju þennan kvóta til baka þegar aðstæður leyfa að auka heimildir aftur. En ég hef athugasemdir við þetta því ef fyrirtæki taka ekki á vandamálinu með ríkisvaldinu og reyna ekki að þreyja þorrann og halda fólki í vinnu þá hlýtur að vakna sú spurning hvort það sé eðlilegt að þau fyrirtæki ættu að fá kvótann til baka.“ Hann segir útlit fyrir að flest fiskvinnslufyrirtæki í landinu hugi ekki nægilega að starfsfólki og sveitarfélögum í hagræðingaraðgerðum sínum. „Það stóð til hjá okkur að flytja alla fiskvinnslu til Akraness,“ segir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda. „Hins vegar voru þær áætlanir sem gerðu ráð fyrir starfsemi okkar á Akranesi styttra á veg komnar en við töldum og svo settum við fram ákveðnar óskir um það hvernig við fengjum að skilja við eignirnar í Reykjavík en það var ekki gengið að því svo þetta gekk ekki eftir. Við erum alls ekki að reyna að hnýta enda á útgerðarsögu á Akranesi eins og skilja má af mönnum þar.“ Hann sagðist bíða með að svara Guðbjarti þar til hann hefði fengið nánari útskýringar. jse@frettabladid.is Átök vegna upp- sagna á Akranesi Ólga ríkir á Akranesi vegna uppsagna 45 starfsmanna hjá HB Granda þar í bæ. Þingmaður veltir því fyrir sér hvort fyrirtæki sem ekki stígi ölduna í þrenging- unum beri að fá þann kvóta sem það hafi orðið af við kvótaskerðingu. FRÁ AKRANESI Sveitarstjórnarmenn og formaður verkalýðsfé- lagsins segja veg útgerðar þar hafa legið beina leið niður á við frá því HB og Grandi sameinuðust árið 2004. A T A R N A – K M I / F ÍT Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is blettakerfi 8 kg. 15 mín. hraðkerfi 60 mín. kraftþvottakerfi Snertihnappar A+ Í dag frá kl. 12-16 bjóðum við þér að taka í glænýjan vél- sleða eins og þeir gerast bestir! Við verðum við Bolöldu, keppnisbraut í motokross gegnt Litlu kaffi stofunni. Hvernig væri svo að líta við í verslun okkar á Kletthálsi 13 og gera frábær kaup í notuðum sleða eða glænýjum sleða af 2007 árgerð? Frábær tilboð á nokkrum sleðum 2007 árgerð. Opið á laugardag 10-16. Sprengitilboð á Kletthálsinum Mótormax-dagurinn laugardaginn 26. janúar Þátttakendur framvísi ökuskírteini á staðnum. Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400www.motormax.is Breyting frá áður auglýstri staðsetningu: Við verðum við Bolöldu, keppnisbraut í motokross gegnt Litlu kaffi stofunni frá 12-16 Á ótrúlegu tilboði núna Aðeins 999.000 kr. Ski-Doo MX Z X-RS 600 SDI 4 STK Fyrsta sleðaferðin þín er frí! MATREIÐSLUBÓK NÖNNU Verð áður 8.490kr 5.990kr. LÖGREGLUMÁL Þrír íslenskir karl- menn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á stóru fíkni- efnasmyglmáli sem kom upp um miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lagði Tollgæslan á Suður- nesjum hald á tæp fimm kíló af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni sem komu með hraðsend- ingu til landsins frá Þýskalandi, sem er mesta magn sem tollgæsl- an hér á landi hefur fundið við eftirlit með hraðsendingum. Lögregla handtók í fyrradag og daginn þar áður fimm einstakl- inga vegna málsins, að sögn Eyj- ólfs Ágústs Kristjánssonar, full- trúa lögreglu- og tollstjóra á Suðurnesjum. Einn mannanna var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í fyrradag, tveir voru sömuleiðis úrskurðaðir í viku gæslu í gær, en hinum fjórða og fimmta var sleppt að loknum yfirheyrslum. Mennirnir eru milli tvítugs og þrítugs. Þeir eru af höfuðborgarsvæðinu og Suður- nesjum. Sumir þeirra hafa komið við sögu lögreglu áður vegna fíkniefnamála. Rannsókn málsins hefur verið í náinni samvinnu lögreglunnar á Suðurnesjum og fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Hún hefur verið mjög viðamikil og meðal annars teygt anga sína til Þýskalands. Henni miðar vel, að sögn Eyjólfs. - jss GRAFARHOLT Lögreglan handtók fólkið í Grafarholti. Þrír karlar sitja í gæsluvarðhaldi vegna hraðsendingar á miklu magni fíkniefna: Létu senda eiturlyf með pósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.