Fréttablaðið - 26.01.2008, Side 16

Fréttablaðið - 26.01.2008, Side 16
 26. janúar 2008 LAUGARDAGUR Grétar Rafn Steinsson varð á dögunum nýjasti íslenski knattspyrnumaðurinn í ensku úrvalsdeild- inni, vinsælustu deild í heimi. Grétar Rafn hefur unnið sig upp jafnt og þétt frá því að vera ungur leikmaður á Siglufirði í að spila í að margra mati bestu og skemmtilegustu deild í heimi. Að baki árangri Grétars Rafns hefur legið gríðarleg vinna og metnaður sem hann hefur lagt í það að verða atvinnumaður í knattspyrnu í hæsta gæðaflokki. Grétari Rafni er lýst sem algjörum sómaná- unga sem láti vel til sín taka í góðgerðarmálum og láti öllum líða vel í kringum sig. Grétar Rafn er þekktur sprelligosi utan vallar og á það til að hrekkja liðsfélaga sína með óútreiknan- legum brögðum. Í einu af nokkrum aprílgöbb- um Grétars Rafns tók hann sig til og opnaði öryggisskáp sem hafði að geyma bíllykla leikmanna AZ Alkmaar og ruglaði bíllyklunum og setti á nýjar lyklakippur. Grétar Rafn forðaði sér svo af vettvangi og skildi leikmennina eftir í tómu rugli þannig að hver og einn þurfti að hafa uppi á sínum lyklum og lyklakippum til þess að komast sinnar leiðar. Í annað skipti naut hann aðstoðar annars leikmanns við að lyfta blýþungum bekk sem var á æfingasvæðinu og færa hann í veg fyrir bíl eins leikmanns AZ Alkmaar, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þó að stutt sé í brosið og grínið utan vallar er allt annað uppi á teningnum innan vallar hjá Grétari Rafni. Þar stekkur honum ekki bros og einbeiting og óþreytandi sigurvilji taka öll völd. Fyrrver- andi þjálfari Grétars Rafns lýsir honum sem virkilega fínum strák með gríðarlegan vilja og mikinn metnað. Hann hafi ekki endilega verið besti knattspyrnumaðurinn þó svo að hann hafi vissulega haft marga kosti til að bera sem leikmaður. Fyrst og fremst hafi ósérhlífnin og metnaðurinn samt gert honum kleift að ná þeim árangri sem hann hefur náð og opnað dyrnar fyrir honum að komast þangað sem hann er kominn á sínum ferli. Keppnisskap og metnaður Grétars Rafns einskorðast ekki við knattspyrnuvöllinn þar sem fyrrverandi kennari hans lýsir honum sem mjög námsfúsum og sannkölluðum fyrir- myndarnemanda. Hann hafi til að mynda hafnað tilboði um að gerast atvinnumaður í Noregi á meðan hann var í framhaldsskóla á Íslandi og borið það fyrir sig að hann vildi klára námið fyrst. Grétar Rafn hefur ekki látið mikið mótlæti stöðva sig og eitt besta dæmið um það er þegar hann sleit krossband í hné 24. júlí 2003. Grétar Rafn sneri aftur rétt rúmu hálfu ári síðar og sautján mánuðum eftir að hann meiddist var hann orðinn atvinnumaður í Sviss. Þekkt er sagan af tveimur öðrum knattspyrnumönn- um sem fóru í sams konar aðgerð á sama tíma sem voru rétt byrjaðir að stíga í fótinn þegar Grétar Rafn var búinn að reima á sig knatt- spyrnuskóna og farinn út á völl. Grétar Rafn æfði þrisvar á dag, var alltaf inni í tækjasal og kom sér á mettíma í gegnum ein erfiðustu meiðsli sem íþrótta- maður getur orðið fyrir. Þeir sem fengu að skoða æfingapró- grammið hans spurðu hann bara hreint út hvort hann væri klikkaður. Enginn uppgjafar- tónn eða væl heyrðist í Grétari Rafni því hann ætlaði sér alltaf að verða fótboltamaður og þegar hann var sextán ára var hann staðráðinn í að komast út sem atvinnumaður. Hann vissi að hann þyrfti að fórna miklu til þess og æfði því alltaf meira en hinir. Þegar Grétar kom fyrst upp á Skaga fór hann þangað upp á eigin spýtur og bjó meðal annars í bílskúr í eitt og hálft ár, en það hefðu fáir látið bjóða sér. Hann var ákveðinn í að sanna sig hjá ÍA og þetta var eitt skref í átt að stærri draumum. Grétar Rafn átti alltaf draum um að spila í ensku úrvalsdeildinni og hann rættist nú í þessum mánuði þegar hann gekk til liðs við enska úrvalsdeildarlið- ið Bolton. Hann er þó sjálfur Leedsari en ekki kom til greina að fara þangað, þar sem Leeds er í C-deild. Grétar Rafn veit hvað hann vill en hefur jafnframt skynsemina til þess að gera sér grein fyrir því hvernig hann kemst þangað. Það var draumur hans að komast til Englands en þeir sem þekkja til stráksins eru sannfærð- ir um að hann eigi eftir að láta fleiri drauma sína rætast og ná enn lengra. Karakter Grétars Rafns inni á velli fer ekki á milli mála og hann er mikill leiðtogi á velli. Grétar Rafn þótti alltaf góður í fótbolta en það var fullt af strákum sem voru svipaðir að getu. Hann hafði hins vegar ódrepandi vilja og metnað til þess að fara í gegnum ótrúlega erfiðar og miklar æfingar til þess að komast í eina eftirsótt- ustu knattspyrnudeild í heimi. Fyrst og fremst er það gríðarlegur sjálfsagi og dugnaður sem hefur komið honum svona langt. Einbeitingin og dugnaðurinn hafa gert Grétar að fagnmanni fram í fingurgóma. Það er þetta einstaka hugarfar sem hefur komið honum svona langt og það þóttust menn sjá frá fyrstu tíð að þessi strákur yrði einhvern tímann góður. Grétar Rafn er fyrirmynd ungra knattspyrnumanna sem dreymir um að ná langt í boltanum en verða jafnframt að átta sig á því að það krefst mikillar vinnu og getu að halda sínu striki þótt ýmislegt bjáti á. MAÐUR VIKUNNAR Með klikkað keppnisskap og gríðarlegan metnað GRÉTAR RAFN STEINSSON ÆVIÁGRIP Grétar Rafn Steinsson er fæddur 9. janúar 1982 á Siglufirði þar sem hann ólst upp og átti heima þar til hann fluttist til Akra- ness og gekk í raðir Skagamanna í júlí 1998, þá rúmlega sextán ára gamall. Foreldrar hans eru Steinn Elmar Árnason smiður og Guðlaug I. Guðmundsdóttir sem vinnur í banka. Grétar Rafn er millibarn því hann á bæði eldri systur, Fanneyju, sem er þremur árum eldri og svo yngri systur, Sigurbjörgu Hildi, sem er sex árum yngri. Grétar gekk í Grunnskólann á Siglufirði og síðan í Fjölbrautaskóla Vesturlands þaðan sem hann útskrifaðist sem stúdent. Grétar Rafn giftist á síðasta ári Manúelu Ósk Harðar- dóttur sem er einu ári yngri en hann og hann á einn fósturson, Jóhann Grétar Árnason. Grétar Rafn hóf knattspyrnuiðkun sína með KS á Siglufirði þar sem að hann hóf að leika með meistaraflokki í 3. deildinni 1997 og var þá C-deildarmeistari með liðinu. Grétar Rafn fór til ÍA sumarið eftir og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Skagamönnum vorið 2000. Sumarið eftir spilaði Grétar lykil- hlutverk þegar Skagamenn urðu óvænt Íslandsmeistarar. Grétar Rafn skoraði sex mörk í 18 leikjum en það mikilvægasta var örugglega sigurmarkið sem hann skoraði á á lokamínútu leiks liðsins við Fram í 15. umferð. Grétar Rafn lék alls 76 leiki með Skagamönnum í efstu deild. Grétar Rafn fór út í atvinnumennsku í ársbyrjun 2005 og samdi við svissneska liðið Young Boys. Grétar Rafn vann sér fljótt sæti í byrjunarliðinu og áður en árið var liðið hafði hann verið seldur til AZ Alkmaar. Grétar Rafn var lykilmaður í liði AZ þau rúmlega tvö tímabil sem hann lék með liðinu en enska úrvalsdeildarlið- ið Bolton keypti hann síðan frá AZ fyrr í þessum mánuði. Grétar Rafn hefur ekki unnið stóran titil síðan hann yfirgaf Skagann en var ótrúlega nálægt því á síðasta tímabili með AZ, þegar liðið missti klaufalega af hollenska meistaratitlinum á lokasprettinum og tapaði síðan í vítaspyrnukeppni í bikarúr- slitaleiknum. Grétar Rafn hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu síð- ustu ár, hann lék sinn fyrsta landsleik vorið 2002 og hefur alls leikið 24 A-landsleiki og skorað í þeim 3 mörk. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Grétar Rafn Steinsson skoraði í sínum fyrsta landsleik aðeins 17 mínútum eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður. En það var ekki gegn hverjum sem var heldur skoraði Grétar Rafn markið gegn Brasilíumönnum í Brasilíu eftir að hafa sýnt sannkallaða sambatakta þegar hann einlék í gegnum brasilísku vörnina. Þetta er eina markið sem Ísland hefur skorað gegn fimmföldum heimsmeisturum Brasilíumanna. Brasilía vann leikinn 6-1 og meðal markaskorara þeirra voru Kaká, Gilberto Silva og Edilson. Miðlun Skeifa n söluskr ifstofur16 www.r emax. is Einn ö flugas ti faste ignave fur lan dsins Allar fastei gnasö lur eru sjálfst ætt re knar o g í ein kaeign Fasteig nablað 150. T ölublað - 6. ár gangur - 20. J anúar 2 008 bls. 20ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINS KÓPAVOGSBÆR Arnarsmári: 564 5380 • LeikskólakennararÁlfatún: 564 6266 • Deildarstjóri – afleysing í ½ ár • LeikskólakennararBaugur, NÝR LEIKSKÓLI: 570 4350 • LeikskólakennararDalur: 554 5740 • Stuðningur/leikskólakennari/leiðbeinandi • Matráður frá 1. febrúar 2008Efstihjalli: 554 6150 • LeikskólakennararFagrabrekka: 554 2560 • LeikskólakennariFífusalir: 570 4200 • Deildarstjóri • LeikskólakennararHvarf: 570 4900 • LeikskólakennararNúpur: 554 7020 • LeikskólakennararRjúpnahæð: 570 4240 • LeikskólakennararUrðarhóll – Heilsuleikskóli: 554 7789 • Leikskólakennarar Nánari upplýsingar á:www.kopavogur.is og www.job.is NÝJUSTU ÁFANGASTAÐIRNIR, SKÍÐI Í LECH, SVÖLUSTU HÓTELIN O [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög NÝIR ÁFANGASTAÐIR Á NÝJU ÁRI BORG HINS EILÍFA VORS COCHABAMBA Í BÓLIVÍULEYNISTAÐIR Í PARÍS, BOSTON & SAN FRANCISCO ÖÐRUVÍSI FERÐALÖG OG HVERNIG Á AÐ SKIPULEGGJA ÞAU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.