Tíminn - 18.09.1981, Qupperneq 10

Tíminn - 18.09.1981, Qupperneq 10
Nauðsynleg verkfæri fyrir hvert heimili ■ öll aökeypt vinna er dýr i dag og einnig er oft erfitt að fá fag- menn til að vinna verk, ef eitt- hvað fer aflaga i húsinu eða ibúð- inni. Fólk getur sjálft gert margt af þeim viögerðum á húsum sin- um, sem nauðsynlegar eru, enda er það lika mjög algengt að fólk vinni slikt sjálft. En þá er nauðsynlegt að eiga góö verkfæri. Verkfærin sem sjást hér á myndinni er gott fyrir hvert heimili að eiga. Með þeim er hægt að gera við 80—90% af þvi, sem lagfæra þarf á venjuleg- um heimilum. Það er lika sjálf- sagt að kaupa ekki ódýrustu verkfærin, þvi aö yfirleitt eru þau dýrari vandaðri og endast þvi betur. Eftirfarandi verkfæri ætti hvert heimili að eiga: 3mismuandi skrúfjárn, tengur, skiptilykil , rörtöng, 2 þjalir, spaða, hamar, „drullusokk”, hefil, borvél og sagir. Siðan er hægt að bæta við fleiri verkfærum eftir þvi, sem færni viðkomandi eykst i viðgerðunum. Þá er gott að bæta viö fleiri skrúf- járnum af ýmsum stærðum og einnig venjulegri sög. Einnig hallamæli og sporjárnum. öll verkfærin á að geyma i sér- stökum verkfærakassa, helst með hólfum, þannig að verkfærin geti verið hvert á sinum stað. Ef nóg pláss er, er best að geyma verk- færin fest upp á vegg. Þá er auð- veldara að finna þau og minni hætta á að þau týnist. Réttað í Kaldárrétt og Fossvallarétt á sunnudag ■ Næstkomandi sunnudag 20. september verður réttað i tveimur réttum i nágrenni Reykjavikur, Kaldárrétt við Hafnarfjörð fyrir hádegi og Foss- vallarrétt við Lækjarbotna, eftir hádegi. Mánudaginn 21. september fyrir hádegi verður réttað i Hafravatnsre'tt i Mosfellssveit. Þingvallarétt i Þingvallasveit, Þórkötlustaðarétt við Grindavik og eftir hádegi i Húsmúlarétt við Kolviðarhól og Nesjavallarétt i Grafningi. Þriðjudaginn 22. sept. fyrir há- degi verður réttað i Kjósarrétt i Kjós og um hádegi i Kollafjarðar- rétt i Kjalarneshreppi. Miðvikudaginn 23. september, fyrir hádegi, verður réttað i Sel- vogsrétt i Selvogi og Vatnsleysu- strandarrétt á Vatnsleysuströnd og Selflatarétt i Grafningi. Fimmtudag 24. september tyrir og eftir hádegi verður réttað i ölfusréttum viö Hveragerði. Kjöthleifur með tómötum 500 grömm hakkað nautakjöt 150 g hakkaö flesk (beikon) 1 litill laukur, smátt skorinn salt og pipar og fleira krydd eftir smekk 100 g brauðrasp 2 matsk. Worcester sósa 6 matsk. mjólk 1 þeytt egg 1 tómatur, skorinn i báta. Lambakjötsréttur 800 g súpukjöt, 800 g kartöflur 1 stór laukur 2 lambanýru salt og pipar 1 kjúlkingasoðteningur leystur upp i 2 1/2 dl af heitu vatni örlitiö brætt smjörliki. Ofninn er hitaöur i 175 gráður. Hreinsið kjötið og skerið fituna i burtu. Skerið kartöflurnar i sneiðar. Skerið laukinn i þunnar sneiðar. Hreinsið nýrum. Setjið siðan helminginn af kartöflunum Siðasta hálftimann er lokið tekið af til að kartöflurnar verði fallega bakaðar. Karrý kjöt með hrisgrjónum. 600 g nautakjöt salt og pipar smjörliki til að steikja úr 1 laukur 1 epli 30 g hveiti 1 matsk. karrý 30 g rúsinur 1 tsk. sýróp 1 súputeningur 7 dl vatn 250 g hrisgrjón Kjötið er skorið i litla bita og kryddað með salti og pipar. Smjörlikið er brætt á pönnu og kjötið steikt. Takið kjötið af pönnunni og steikið laukinn og eplið við lágan hita. Hrærið út i hveitið og karrý- ið. Bætið siðan kjötinu á pönnuna aftur og þá rúsinunum og sýróp- inu. Leysið súputeninginn upp i vatninu og bætið á pönnuna. Látið þetta svo sjóða þangað til kjötið er meyrt. Borið fram með soðn- um hrisgrjónum og sitrónubát- um. ■ Kjöthleifur með tómötum. Hitiö ofninn viö meðalhita. Hrærið saman nautakjöti, fleski, lauk, 1 tsk. af salti, örlitlum pip- ar, kryddi, raspi, mjólk, sósunni og egginu. Setjið deigið i formið og bakiö i 1 klst. Skreytt með tómatinum og péturselju. I ofnfast mót, siöan lambakjötið, þá lauk og nýrun og siðast það sem eftir er af kartöflunum. Kryddið hvert lag. Siöanerkjúklingasoðið sett yfir og brætt smjörliki sett yfir kartöflurnar. Lok er siðan sett yfir eöa álpappir og bakað i 2 klst. Nautakjöt með kartöflukökum. 600 g nautakjöt, salt og pipar, smjörliki, (40 gr.) 1 stór laukur 1 súputeningur, 4 1/2 dl heitt vatn, 700 g kartöflur, 2 matsk. hveiti, 1 þeytt egg. Hitiö ofninn i 175 gráður. Skerið kjötið i litla bita. Kryddið með salti og pipar. Bræðið smjörlikið á pönnu. Steikið siðan laukinn og siðan kjötið. Þá er kjötið látiö i vel smurt eldfast form. Yfir er hellt soðinu af súputeningnum. ■ Karrý kjöt með hrisgrjónum. Lok sett yfir formiö og kjötiö steikt, þar til það er oröið meyrt. Á meðan eru kartöflukökurnar búnar til. Afhýöið hráar kartöfl- urnar og skerið þær i bita. Sjóöið þær og þegar þær eru soðnar er vatniö látið renna vel af þeim og þær stappaðar og marðar i gegnum sigti. Hrærið svo hveitið saman viö þær og mótið 10 litla þrihyrninga. Setjið svo kartöflu- þrihyrningana ofan á kjötið i forminu (sjá mynd) og setjiö þeytt egg yfir þá. Bakið i 20 minútur. Borið fram með græn- meti. ■ Nahtakjöt meö kartöflukökum. Eldhúskrókur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.