Tíminn - 18.09.1981, Qupperneq 17

Tíminn - 18.09.1981, Qupperneq 17
Föstudagur 18. september 1981 17 Afmælishátíð hjá handknatt- leiksdeild Vals: Kunsevo í heim- sókn Liðið keppir 6 leiki ■ Nú á sunnudaginn er væntan- legt hingað til lands sovéska handknattleiksliðið KUNSEVO, sem kemur i keppnisför hingað til lands i boði handknattleiks- deildar Vals. Heimsóknin er einn liður i margþættum hátiðarhöld- um Valsara vegna 70 ára afmælisins á þessu ári. Valsmenn eru nýlega komnir úr 9 daga keppnisferðalagi til Sovét- rikjanna og milligöngu um þessar gagnkvæmu heimsóknir hafði þjálfari þeirra Vaismanna Boris Akbashev, en hann þjálfaði Kunsevo um árabil. Rússneska liðið hefur mörgum þekktum leikmönnum á að skipa og má þar m.a. nefna Vladimir Belov, fyrirliöa liðsins, svo og sovéska landsliðsins, en hann hefur yfir 60 landsleiki að baki. Vinstri handar skyttan, Vlatimir Manulenco, sem leikur sem hornamaður er einnig þekktur landsliðsmaður. Þrátt fyrir vel- gengni er Kunsevo ungt lið, þvi það var ekki stofnað fyrr en 1962 og gerðist Boris þá þegar þjálfari þeirra og þjálfaði þá þar til hann kom til Vals s.l. sumar, eða i 18 ár. Liðið hefur þrisvar sinnum orðið sovéskur meista'ri, 1966, 1967, og 1969 og i 2. sæti hefur það hafnað þrisvar sinnum, 1968, 1970 Og 1972. Liðið mun leika 6 leiki á meðan það dvelur hér, frá 21. til 27. september. Tveir leikir fara fram á Akureyri, við Þór og K.A. en þangað fer liðið i boði Þórs. Þess má geta að þegar Valur lék gegn liðinu nú á dögunum, þá tapaði Valur með aðeins einu marki — 18-17, en fyrr i leiknum höfðu Rússarnir komist i 9-2. Sögðu Valsmenn að það hefði verið eins og Rússarnir bæru óþarflega mikia virðingu fyrir liði þvi sem var undir stjórn fyrrver- andi þjálfara þeirra, Boris. Telja þeir að liðið muni frekar sýna á sér klærnar hér, nú þegar það þekki inn á Valsmennina. Dagskráin á meðan á dvölinni stendur verður eftirfarandi: M. 21. sept. Þróttur — Kunsevo kl. 20 Laugardalshöll. Þ. 22. sept. Þór, Akureyri — Kunsevo kl. 20 Skemman. M. 23. sept. KA., Akureyri — Kunsevo kl. 20 Skemman. F. 24. sept. H.S.l. úrval — Kunsevo kl. 20 Laugardalshöll. L. 26. sept. FH — Kunsevo kl. 14 Hafnarfjörður. S. 27. sept. Valur —Kunsevo kl. 20 Laugardalshöll. Það má geta þess hér að meistaraflokk Vikings, var boðið sem núverandi íslandsmeistur- um að leika einn leikinn, en Bogdan þjálfari þeirra sá sér ekki fært aö þiggja það boö og taldi að það myndi raska planinu varð- andi Reykjavikurmótið. —AB Jack Taylor fundar meö dómurum ■ Jack Taylor. breski dómarinn. sem er eftirlitsdómari hér á landi með Evrópuleikjum Fram og Vikings, verður með fund með islenskum knattspyrnudómurum nú i kvöld. Fundurinn hefst kl. 20.30 og veröur hann haldinn i Leifsbúð að Hótel Loftleiðum. Knattspyrnudómarar eru kvattir til þess að mæta á þennan fund. —AB ■ Diðrik markvörður Vikinga liggur nér marflatur, en hann mátti fjórum sinnum i leiknum horfa á eftir boltanum I netið úr hlið- stæðum stellingum, án þess að fá vörnum við komið. Timamynd — Ella. ■ Sedov, þjálfari Vikinga: „Franska liðið lék frábæra knatt- spyrnu. Ég varð ekki fyrir von- brigðum með mina menn, Frakkarnir eru einfaldlega mun betri og þessi leikur var góður skóli fyrir Vikingana. Leikurinn i Frakklandi á eftir að verða okkur geysierfiður, en við munum reyna að leika vel. Hjá Frökkunum, sem voru reyndar allir frábærir fannst mér Bracci vera bestur.” Jóhannes Bárðarson: „Þetta var mjög erfiður leikur. Þetta eru allt flinkir menn og liðið er mjög jafnt. Mér þótti no. 5, Tresor vera bestur. úrslitin voru verri en ég hafði imyndaðmér að þau yrðu — ég hafði gert mér i hugarlund svona 2 — 0 tap hjá okkur. Annars finnst mér þetta vera besta félagslið sem hingað hefur komið.” Aðalsteinn Aðalsteinsson: „Þetta var virkilega gaman. Þessir menn eru algjörir snillingar. Maður bjóst við svona úrslitum — ég var búinn að spá svona 4 til 5 — 0 fyrir þá. Ég held að ég hefði getað gert betur en ég gerði, en er þó ekkert mjög óá- nægður.” Ómar Torfason: „Ég er ekki nógu ánægður með okkar hlut, þetta var svona miðlungsleikur hjá okkur. Ég bjóst ekki við þeim svona rosalega sterkum, og ég held að þeir komist langt i þessari keppni. Ég hef ekki trú á að við fáum verri útreið i Frakklandi en við fengum nú, þvi viö hljótum að læra af þvi að spila við þá og kynnast þvi hvernig þeir spila og getum þá byggt næsta leik okkar við þá á þeim lærdómi.” D.Couccou, framkvæmdastjóri Bordeaux: „Þetta var góður leikur hjá okkur. Munurinn á at- vinnumönnum og áhugamönnum kom glögglega i ijós i þessum leik. Annars finnst mér Vikingur vera gott lið, en Bordeaux er bara miklu betra. Já, auðvitað stefn- um við að sigri i þessari keppni. Við eigum góða möguleika, þvi lið okkar er sterkara en það var i kvöld, þvi okkur vantaði Tigana sem er snillingur.” Marius Tresor: „Við vorum mun betri, en Vikingar sem eru með ungt og óreynt lið. Þeir verða góðir eftir svona 2 ár. Mér fannstno. 9. Lárus Guömundsson vera bestur. Hann hafði mikla yfirferð og var alltaf fyrstur á staðinn. Aðalsteinn þótti mér lika góður.” Bracci: „Ég vissi hvernig islensk knattspyrna er, þvi ég lék hér 1974. Þó finnst mér vera um framför að ræða hjá ykkur siðan þá. Mér fannst þetta ekkert sér- staklega góður leikur hjá mér, ég hefoft verið miklu betri. En þetta var gaman og sigur er jú alltaf sigur.” —AB Sjá einnig íþróttir á bls. 23 Hann hefur leikiö 8 landsleiki fyrir Bretlands hönd. Alþjódlegt badmintonmót ■ 1 tilefni sjötiu ára afmælis Vals gengst badmintondeild Vals fyrir opnu, alþjóðlegu badmin- tonmóti, Afmælismóti Vals. Þátt- takendur i þessu móti veröa ekki af lakari endanum, þvi auk allra snjöllustu badmintonleikara okkar Islendinga, verða niu erlendir þátttakendur. Þeir koma frá Danmörku, Englandi og Skot- landi, en eins og menn vita, þá eru Englendingar meö marga góða badmintonmenn, og Danir eru meðal sterkustu badminton- þjóða veraldar. Dönsku stúlkurnar, sem til landsins koma, eru nýbakaöir Evrópumeistarar i tviliðaleik og i Danmörku eru þær i öðru sæti á styrkleikalistanum. Skosku gest- irnir eru efstir á styrkleikalist- anum i sinu heimalandi og Eng- lendingarnir eru einnig mjög hátt skrifaðir i sinu heimalandi. Það verður þvi badminton á heimsmælikvarða, sem boðið verður upp á i Laugardalshöllinni um helgina. Keppni á morgun hefst kl. 14, en á sunnudaginn hefst hún kl. 10 árdegis. ■ Helen Torke, 16 ára gömul, Evrópumeistari unglinga I ein- liðaleik 1981. ) ■ Stephen Baddeley er aðeins 19 ára gamall Breti, en þykir samt sem áður einn efnilegasti badmintonleikari Bretiands. Bordeaux fór létt meðVfikinga í gær Sigraði 4:0, og sýndi ógleymanlega knattspyrnutakta og mörk ■ Þeir voru allt of fáir islensku áhorfendurnir á leik Vikings og Bordeaux i gær, þvi þar gat að lita ógleymanlega knattspyrnu hjá Frökkunum, og var það mál manna á vellinum i gær að Borde- aux væri albesta félagslið sem hingað hefði komið. Frakkarnir unnu verðskuld- aðan sigur, skoruðu 4 mörk, hvert öbru fallegra og fengu ekkert á sig. Leikur þessi var svo sannar- lega leikur kattarins að músinni, þvi lipurð Frakkanna og knatt- meðferð var slik, að Islands- meistararnir okkar, Vikingarnir virtust helst vera eins og tré- hestar, eða eitthvað þaðan af minna lipurt. Frakkarnir könnuðu aðstæður fyrstu minúturnar og fóru sér hægt, en eftir það var pressan á Vikingsmarkiðsvo til stöðug. Það kom sér vel fyrir Vikingana að hafa hörkutól svo baráttuglatt i vörninni sem Jóhannes Bárðar- son var, þvi hann bjargaði með hörku sinni mörgum hættulegum færum. Fyrsta mark Frakkanna kom á 16. minútu, þegar Fernandez skaut af ca. 25 metra færi — bolt- inn stakkst i jörðina rétt fyrir framan markið og skaust þaðan i möskvana án þess að Diörik kæmi vib nokkrum vörnum. Frakkarnir héldu áfram að leika Vikingana sundur og saman og var það sama um hvers konar keppni var að ræða, hlaup, baráttu um boltann, eöa annað, alls staðar voru yfirburðir þeirra augljósir. Ad leikslokum Annað mark Frakkanna kom á 33. minútu, þegar hinn stórsnjalli Marius Tresor skaut, allt að þvi úr kyrrstöðu, siikum þrumufleyg að auga festi varla á boltanum og hannsteinlá i marki Vikinga niðri i hægra horninu. Þetta var undra- vert skot, þvi það var eins og Tresor þyrfti bókstaflega ekkert svigrúm til þess að skjóta svona skoti. Enn eitt undurfaílegt mark fengu áhorfendur að sjá frá Frökkunum áður en blásið var til hálfleiks. Þá fengu þeir frispark á 40. minútu, Lacombe gaf boltann inn i teiginn, þar sem Gemmerich var hárrétt staðsettur. Tók hann boltann viðstöðulaust á loíti og þrumaði honum i markið. Ahorf- endastúkan i Laugardalnum stóð á öndinni og islenskir áhorfendur sýndu Frökkunum að þeir kunna mannasiði a.m.k. öðru hverju og klöppuðu Frökkunum óspart lof i lófa. Vikingarnir mættu heldur sprækari til seinni hálfleiksins, en samt sem áður var allan timann við ofurefli að etja. Þeir náðu þó að pressa talsvert á Frakkana um nokkurra minútna skeið en alltaf vantaði herslumuninn á að þeir gætu rekið endahnútinn á sóknir sinar. Frakkarnir sýndu sem fyrr fallega knattspyrnu og uppskáru i samræmi við það, þvi á 65. minútu átti Lacombe hörkuskot frá vitateig og boltinn small i net- inu. Lyktir leiksins urðu þvi 4-0. Franska liðið i heild var frá- bært. Það var greinilega liðs- heildin sem sat i íyrirrúmi. Það er varla hægt að gera upp á milli einstakra leikmanna, en þó skal minnst á menn eins og Tresor, Lacombe, Bracci, að ógleymdum markverðinum Pantelic. Það væri ósanngjarnt að fara að bera leikmenn Vikings og Bordeaux saman, þvi miðaö við Frakkana, þá voru allir Viking- arnir lélegir. Ekki verður Diðrik sakaður um mörkin. Aöalsteinn Aðalsteinsson, mikið efni, sýndi mikla baráttu, svo og Jóhannes. Þá var yfirferð Lárusar góð. —AB

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.