Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 8
8 8. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR Auglýsingasími – Mest lesið ALÞINGI Á undanförnum árum hafa safnast upp 30 þúsund læknabréf á Landspítalanum sem enn á eftir að skrá inn í sjúkraskrár. Eftir kynningu Landspítalans á verkinu bárust í það tólf tilboð, sum frá heilbrigðisstofnunum úti um land. Ekki hefur verið ákveðið hver hlýtur verkið. Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður VG, var í gær harðorður í garð sjálfstæðismanna í umræðum um einkarekstur og útvistun á starfsemi Landspítala. Sagði hann flokkinn þröngva heilbrigðisstofnunum út í einka- rekstur með sveltistefnu í fjár- veitingum og pólitískum hand- löngurum. Nefndi hann að meðal þeirra sem ásældust ritun sjúkra- skráa væri fyrirtæki í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ. Þá kvaðst Ögmundur þekkja dæmi þess að lækningaforstjórar hefðu beitt áhrifum og völdum til að vinna einkavæðingunni framgang. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra andmælti Ögmundi harðlega. Sagði hann skrökva og dylgja. Guðlaugur sagði rekstur Land- spítalans í höndum stjórnenda hans og þeirra að ákveða hvernig færslu sjúkraskráa væri háttað. Sagði hann jafnframt að gæði og öryggi skránna gæti mögulega batnað með útvistun. Ásta R. Jóhannesdóttir, Sam- fylkingunni, sagði öryggi sjúk- linga byggjast á að skráning læknabréfa sé reglubundin en safnist ekki upp. Kvaðst hún hafa upplýsingar um að persónuvernd- ar væri mjög vel gætt og að útvist- unarverkefnið væri tilraun til 6-8 mánaða. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti sig andvígan áformunum og taldi upp- lýsingar um sjúklinga ekki eiga erindi út fyrir spítalann. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagðist á hinn bóginn ekki and- vígur útvistun en gæta þyrfti að kostnaði og trausti. Þuríður Backman, VG, sagði að skoða þyrfti reynsluna af þeim verkum sem þegar hefur verið útvistað. Ásta Möller, Sjálfstæðisflokki, sagði einkarekstur í heilbrigðis- þjónustu vera til hagsbóta fyrir bæði almenning og ríkissjóð. bjorn@frettabladid.is Útvistun leiðir ekki til uppsagna læknaritara Tólf vilja annast tölvuinnslátt um 30 þúsund læknabréfa í verktöku. 70 manns hafa ekki undan. Ögmundur Jónasson segir sjálfstæðismenn hygla vildarvinum við útvistun verkefna í heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir það dylgjur. AFGANISTAN, AP Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands, þau Condoleezza Rice og David Mili- band, komu óvænt til Afganistans í gær og héldu rakleiðis til Kanda- har, borgarinnar í suðurhluta landsins þar sem talibanastjórnin hafði áður höfuðstöðvar sínar. Rice sagði ástandið í Afganistan hafa skánað töluvert, þótt enn væri það erfitt: „Ef við berum saman Afganistan árið 2001 og svo eins og það er nú, þá hefur breytingin til hins betra verið stórmerkileg.“ Meðan Rice var í Afganistan í gær var Robert Gates, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, hins vegar staddur á fundi varnarmála- ráðherra Atlantshafsbandalags- ríkjanna í Vilníus, höfuðborg Litháens. Hann lagði þar hart að fundar- mönnum að senda fleiri hermenn til Afganistans, því NATO-liðið þar væri ekki nógu fjölmennt til að ráða við þau erfiðu verkefni sem þar er við að glíma. Yfirmenn NATO hafa lengi reynt, en með litlum árangri, að fá evrópsku aðildarríkin til að fjölga í liði sínu þar. Á vegum NATO eru nú 42 þúsund hermenn í Afganistan, en þriðjung- ur þeirra kemur frá Bandaríkjun- um. Að auki eru nærri 13 þúsund bandarískir hermenn í Afganistan að berjast þar gegn hryðjuverka- starfsemi. - gb Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands í Afganistan: Rice segir ástandið nú skárra RICE OG MILIBAND Hittust í London á miðvikudag og brugðu sér til Afganist- ans í gær. NORDICPHOTOS/AFP ÁHYGGJUFULLAR ÚT AF EIGIN HÖGUM Læknaritarar fjölmenntu á þingpalla til að hlusta á umræðurnar og vegna plássleysis þurftu sumir frá að hverfa. Fram kom í málflutningi stjórnarliða að engum yrði sagt upp þótt verkefni yrðu færð út fyrir veggi Landspítalans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BÓKMENNTIR „Við erum búin að opna budduna og erum að telja hvort við eigum pening,“ segir Snæbjörn Arngrímsson, hjá bóka- útgáfunni Bjarti. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að Samkeppniseftirlitið hefur gert að skilyrði fyrir stofnun og rekstri bókaútgáfunnar Forlagsins að hún komi ekki að útgáfu Íslenskrar orðabókar og heildarverka Hall- dórs Laxness. Snæbjörn segir útgáfu orðabók- arinnar mjög stórt og sérhæft verk- efni, sem krefjist mikillar orku og sérþekkingar. „Við verðum að íhuga það ræki- lega hvort við erum tilbúin í slík átök,“ segir hann. Slíkt sé ómögu- legt án styrkja frá yfirvöldum. Guðný, dóttir Halldórs Laxness, segir úrskurð Samkeppniseftirlits- ins eðlilegan. „Það er ekki hægt að hafa bara eitt forlag og einn dósa- kaupmann. Það er allt of mikil fákeppni hérna og eins og sam- keppni nái bara ekki inn í skallann á Íslendingum. Það verður að gera eitthvað þegar svo er og ekki hægt að grenja yfir því þegar það lendir á manni sjálfum,“ segir hún, spurð hvort erfingjar Halldórs sýti að mega ekki semja við Forlagið. Úrskurðurinn hafi komið á góðum tíma því útgáfusamningur- inn renni hvort eð er út í júlí. - kóþ Dóttir Halldórs Laxness er sátt við úrskurð Samkeppniseftirlitsins: Bjartur telur nú peningana HALLDÓR LAXNESS OG FRÚ AUÐUR Enn er líf og fjör í kringum minningu og ævi- starf Halldórs Laxness, bæði hér á landi og erlendis. Útlit er fyrir að svo verði um ókomna tíð. MYND/ÚR SAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.