Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 73
FÖSTUDAGUR 8. febrúar 2008 41 Danstónlistarmaðurinn DMX Krew spilar á tvennum tónleikum hérlendis dagana 15. og 16. febrúar í tilefni af tíu ára afmæli Hr. Örlygs. Fyrri tónleikarnir verða á Organ og hinir síðari verða á Sjallanum á Akureyri. DMX, sem er á mála hjá útgáfufyrirtæki Aphex Twin, Rephlex, kom hingað fyrst fyrir um tíu árum og spilaði þá á eftirminnilegu klúbbakvöldi á skemmtistaðnum Café Thomsen. Á tónleikunum sem eru fram undan spila með honum Terror- disco og 90´s-drottningin Ki Ki Ow. Forsala miða er hafin á midi. is þar sem miðaverð er 1.000 krónur. DMX Krew með tónleika DMX KREW DMX spilar á tvennum tón- leikum hérlendis í næstu viku. Eurobandið leggur land undir fót um helgina og heldur til Akureyr- ar, þar sem það býður til barna- balls í Vélsmiðjunni. „Við hvetjum allar Silvíur Nætur og Eika Hauks á Akureyri til að mæta. Krakkarnir eru rosalega vel með á nótunum þegar kemur að Eurovision og syngja hástöfum með,“ segir Friðrik Ómar, sem er framvörður sveitarinnar ásamt Regínu Ósk. Eurobandið hefur vakið athygli út fyrir landsteinana fyrir að spila eingöngu Eurovisionlög, og eru nokkur böll í Skandinavíu á dagskrá sveitarinnar fyrir árið. Aðgangur á barnaballið er ókeypis, en síðar um kvöldið mun Eurobandið leika fyrir dansi fullorðna fólksins fram á nótt. Barnvænt Euroband BJÓÐA BÖRNUM Í DANS Eurobandið spilar á Akureyri um helgina og heldur sérstakt barnaball. Rúmum fjórum árum eftir dauða gamanleikarans Johns Ritter hafa ættingjar hans ákveðið að höfða mál gegn læknunum sem með- höndluðu hann. Telja ættingjarnir að Ritter hefði lifað ef læknarnir tveir hefðu komið auga á hjarta- galla hans í stað þess að telja að hann hefði fengið hjartaáfall. Samkvæmt málshöfðuninni juku viðbrögð læknanna líkurnar á að Ritter myndi deyja í stað þess að draga úr þeim. Lögfræðingar læknanna segja að hjartagalli sem Ritter hafði líki eftir hjartaáfalli og því hafi þeir ekki gert neitt rangt. Ekkja Ritters og fjögur börn hans hafa þegar fengið um 900 milljónir í skaðabætur vegna dauða leikarans, þar á meðal frá sjúkrahúsinu þar sem hann lá. Ættingjar höfða mál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.