Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 58
26 8. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1924 Nevada varð fyrsta ríki Bandaríkjanna til að taka mann af lífi með gasi. 1925 Halaveðrið. Tveir togarar farast á Halamiðum, Leif- ur heppni og Robert son. Með þeim farast 68 menn. Einnig ferst vél- bátur með sex mönnum. Fimm manns verða úti. 1980 Ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsen tekur við völd- um og situr í þrjú ár. Að stjórninni stóðu Alþýðu- bandalag, Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðis- flokkur. 1998 Fyrsti íshokkíleikur kvenna á Ólympíuleikum fer fram. Finnland sigrar Svíþjóð 6-0. 2005 Ísrael og Palestína sam- þykkja vopnahlé. JAMES DEAN FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1931. „Láttu þig dreyma eins og að þú munir lifa að eilífu. Lifðu eins og þú munir deyja á morgun.“ James Dean var bandarískur kvikmyndaleikari og er hvað best þekktur fyrir leik sinn í myndinni Rebel Without a Cause, þar sem hann leikur vandræðapiltinn Jim Stark. Á stuttum ferli lék Dean á móti leikurum á borð við Buddy Holly, Bruce Lee og Marilyn Mon- roe. Hann lést af slysförum árið 1955, 24 ára að aldri. Þennan dag árið 1971 tók Nasdaq-kauphöllin til starfa. Nasdaq, sem er skammstöfun fyrir National Association of Securities Dealers Auto- matic Quotation, er önnur af tveimur af helstu kauphöllum Bandaríkj- anna. Ríflega fjögur þús- und fyrirtæki eru skráð á Nasdaq og þar fara fleiri viðskipti fram en í nokkr- um öðrum kauphöllum í Bandaríkjunum. Samkvæmt Vísinda- vef Háskóla Íslands eru reiknaðar út ýmsar hluta- bréfavísitölur fyrir bréf sem eru skráð á Nasdaq, til dæmis svokölluð Nasdaq Composite-vísitala sem byggir á verði hlutabréfa allra þeirra fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni. Kauphallir eru í grunninn frekar einföld fyrirbrigði eða vettvangur þar sem kaup- endur og seljendur verð- bréfa eiga viðskipti. Nasdaq varð fyrsta kauphöllin til að taka upp rafræn viðskipti en kauphöllin tók við af OTC- kerfinu svokallaða (over-the- counter) en þá hittist fólk til að eiga viðskipti upp á gamla mátann, það er augliti til auglitis. ÞETTA GERÐIST: 8. FEBRÚAR 1971 Nasdaq tekur til starfa Ragnar Michelsen hefur verið einn af máttarstólpum Breiðholts síðast- liðna þrjá áratugi. Hann hefur rekið Blómabúð Michelsen í Hólagarði í 27 ár og er vel þekktur meðal Breiðholts- búa. „Fólkið lítur á mig sem mublu hér í Hólunum. Það hefur leitað til mín í gleði og sorg og þá jafnt ungir sem aldnir,“ segir Ragnar en ungling- arnir í hverfinu hafa löngum sótt til hans og átt athvarf í búðinni. „Litlu krakkarnir kalla mig stundum afa og það er mjög vinalegt.“ Ragnar segir að sér hafi farnast sérstaklega vel í Breiðholtinu. „Ég hef fylgst með uppbyggingu hverfis- ins og uppgangi og séð tvær kynslóð- ir vaxa úr grasi,“ lýsir hann. Nú hefur hann hins vegar ákveðið að selja búð- ina sökum heilsubrests. Það eru tvær Breiðholtsmeyjar sem munu taka við en þær eru uppaldar í hverfinu og þekkja viðskiptavini Ragnars vel. „Ég veit að þær munu halda nafni mínu á lofti,“ segir Ragnar en versl- unin mun framvegis heita Englar og rósir. „Ég mun líka vera þeim innan handar og sjá um útfararskreytingar en ég er sérlærður í því fagi og í ár eru einmitt fimmtíu ár síðan ég gerði mína fyrstu kistuskreytingu,“ rifjar Ragnar upp. „Ég var þá fjórtán ára og faðir minn, Paul V. Michelsen, var að vinna á Bessastöðum hjá Sveini Björnssyni forseta. Hann hringdi í mig á föstudegi og spurði hvort ég gæti klárað skreytingu úti í Kot- strandarkirkju. Ég sagði að það væri nú lítið mál og held ég að þetta hafi bara verið reglulega falleg skreyt- ing hjá mér.“ Ragnar segist getinn í blóma, fæddur í blóma, hafa starfað í blóma og að hann ætli sér að deyja í blóma. Hann sleit barnsskónum í Blómaskála Michelsen í Hveragerði, sem faðir hans rak, og fylgdi föður sínum ungur að árum í heimahús til að skreyta kistur. „Ég var því vanur að sjá lík þegar ég fór utan til Dan- merkur að læra fjórtán ára gamall. Ég lenti í Kaupmannahöfn um hádegi og klukkan hálf tvö var ég kominn upp í líkhús en húsbóndi minn og læri- meistari sá á þeim tíma um 82 prósent af útfararþjónustu Stór-Kaupmanna- hafnarsvæðisins. Hann sagði best að byrja á því versta og ætlaði líklega að hræða mig en það tókst ekki því ég var vanur að heiman,“ útskýrir Ragnar. Hann hefur síðan sérhæft sig í útfararskreytingum og auk þess starfað sem líksnyrtir. Ragnar segist þakklátur Breið- hyltingum og öðrum viðskiptavinum sínum alla velvild í sinn garð í gegn- um árin og mun áfram vera viðriðinn fagið þótt hann hafi nú sagt skilið við reksturinn. vera@frettabladid.is RAGNAR MICHELSEN: SELUR BLÓMABÚÐ SÍNA Í BREIÐHOLTI EFTIR 27 ÁR Umkringdur blómum alla tíð UMKRINGDUR BLÓMUM Ragnar hefur starfað sem blómaskreytingamaður í fimmtíu ár og eru jafn mörg ár síðan hann gerði sína fyrstu kistuskreytingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Lilja Jóelsdóttir frá Siglufirði, lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 6. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Marteinn Þór Kristjánsson Ásta Óla Halldórsdóttir Jóel Kristjánsson Helga Sigurrós Bergsdóttir Bryndís Hrönn Kristjánsdóttir Þórólfur Tómasson Kristján Haraldur Kristjánsson Margrét Þorvaldsdóttir Guðni Kristjánsson Kristbjörg Kemp Jónína Hafdís Kristjánsdóttir Guðmundur Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Sigrid Österby Dunhaga 15, Reykjavík. Atli Konráðsson Anne Berit Valnes Sif Konráðsdóttir Ólafur Valsson Huld Konráðsdóttir Sigurður Tómas Magnússon Ari Konráðsson Þóra Guðmundsdóttir Andri Konráðsson og barnabörn. 85 ára afmæli Í tilefni af 85 ára afmæli mínu tek ég á móti gestum í Ekru þann 9. febrúar frá kl. 15.00 - 19.00 Listmunir, kaffi og skemmtilegheit. Allir velkomnir Unnur Kristjánsdóttir frá Lambleiksstöðum Ástkær eiginkona mín, systir okkar, móðir, tengdamóðir, amma, langamma, langa- langamma, Anna Egilsdóttir frá Ísafirði lést þann 30. janúar sl. á Landspítalanum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda Griffith James Scobie Elskulegur faðir minn og bróðir okkar, Kristinn Kristjánsson Miklubraut 88, er látinn. Vilberg Kristinsson Ása Kristjánsdóttir Margrét Kristjánsdóttir Ingibjörg Kristjánsdóttir Símon Kristjánsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, Guðrúnar Jónsdóttur Dvalarheimilinu Hlíð, áður Ránargötu 27, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Hlíð fyrir góða umönnun og vináttu við hina látnu. María Elínborg Ingvadóttir Herdís Ingvadóttir Jón Grétar Ingvason Hjördís Arnardóttir Bjarni Rafn Ingvason Rósa Þ. Þorsteinsdóttir Áslaug Nanna Ingvadóttir Ingvi Júlíus Ingvason Unnur Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, Benedikt Thorarensen Þorlákshöfn verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 14. Blóm afþökkuð en vinsamlegast látið heldur líknarstofnanir og góð málefni njóta. Guðbjörg Magnúsdóttir Thorarensen Elskuleg móðir okkar, dóttir mín, systir okkar og frænka, Linda María Bellere Granaskjóli 34, 107 Reykjavík, lést á heimili sínu 2. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Eva Dögg Hallgrímsdóttir Jón Kristófer Fasth Anna Norris Jónas James Norris Jo Ann Önnudóttir Antony Lee Bellere Gunnar Þór Norris Helena Norris og frændsystkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.