Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 4
4 8. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR 66,61 66,93 129,97 130,61 97,43 97,97 13,072 13,148 12,075 12,147 10,33 10,39 0,6261 0,6297 ÍSRAEL, AP Ísraelsk stjórnvöld hyggjast setja upp vegg á landamærunum við Egyptaland eftir að tímabundið rof í landa- mærum Egyptalands og Gaza skapaði ótta við að herskáir Palestínumenn ættu greiða leið inn í Ísrael frá Egyptalandi. Embættismenn greindu frá þessu á miðvikudag en vildu ekki láta nafns síns getið þar sem ákvörð- unin var tekin á trúnaðarfundi. Vegna fjalllendis mun landa- mæraveggurinn ekki ná yfir öll landamærin sem eru 230 kíló- metra löng og verða skynjarar settir upp þar sem veggurinn hættir. - sdg Ótti við komu árásarmanna: Ísrael vill vegg á landamærum TYRKLAND, AP Tyrkneska þingið samþykkti í gær stjórnarskrár- breytingu um að bann við notkun höfuðklúta í háskólum landsins yrði afnumið. Stjórnarskrár- breytingin tekur gildi ef þingið samþykkir hana í annarri atkvæðagreiðslu, sem fer fram á laugardaginn. Áform þingsins um afnám bannsins eru afar umdeild í Tyrklandi. Stjórnkerfi landsins hefur áratugum saman byggst á aðskilnaði trúar og stjórnmála, og nýtur sú skipan víðtæks stuðn- ings í landinu. Ríkisstjórnin, sem hefur yfirgnæfandi meirihluta á þingi, telur hins vegar bannið skerða trúfrelsi múslima. - gb Tyrkneska þingið: Höfuðklútar verða leyfðir ATKVÆÐI GREIDD Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra setur atkvæðaseðil í kjörkassa þingsins. NORDICPHOTOS/AFP                   ! # $ %    &      &   '    # ( ! %'  ) # $  *+,  -. /+,  -. 0+,  -. 1+,  -. 2+, 30+,  34+,  34+,  -. *+,  -. /+,  -. 2+,  -. /+,  32+,  33+,  53+,       ! "##"$ %&'& (" ) #    $"' $ !!! !* ! *#+ ! # ,- . /##' * /##"$# !0 1' #)$! # '  $!0 2-"! ,"" 3"# " 2-* # ! !! ,4 "5' "$*  *6$  !#4# 47! ' !0  872  3"" ")*!" ) *+ 47"$ "#  $!  "$ # ! .6*$ ! 6$$!0 9:;< = ; > =? ! "##"$ .$$+ "$# )   !* ! *#0 !$! '@ "$!*0 346327 346327 /!*## 0 * "" + #46! *#           A 8 2 8 1 1 1 1 39 * 30 31 A ' A A A A %   FÓLK Meirihluti bæjarstjórnar Voga á Vatnsleysuströnd neitaði að samþykkja tillögu minnihlutans um að lýsa stuðningi við hjónin Ragnar Óskarsson og Björgu Ólöfu Bjarnadóttur vegna framgöngu þeirra við erfiðar aðstæður. Þau ráku af höndum sér handrukkara sem voru að innheimta fíkniefna- skuld sonar þeirra. „Mesta og besta viðurkenning sem þeim hjónum Ragnari og Björgu getur hlotnast hlýtur að vera sú aukna áhersla sem meirihluti bæjarstjórnar leggur á forvarnir í sveitarfélaginu í kjölfar erfiðrar lífsreynslu þeirra,“ sagði meirihlutinn. - gar Afturreka handrukkarar: Bærinn styður ekki foreldrana DÓMSMÁL „Niðurstaðan er von- brigði en Hæstiréttur hefur talað,“ sagði Kristinn Hallgrímsson, lög- maður Kers, áður Olíufélagsins, eftir að Hæstiréttur hafði dæmt Skeljung, Ker og Olís til þess að greiða Reykjavíkurborg um 79 milljónir króna vegna samráðs félaganna fyrir útboð á vegum borgarinnar, nánar tiltekið Véla- miðstöðvarinnar, og Strætós bs. á sumar- og haustmánuðum 1996. Um 73 milljónir eru vegna sam- ráðs fyrir útboð á vegum borgar- innar en tæplega sex milljónir vegna samráðs á vegum Strætós bs., áður Strætisvagna Reykjavík- ur. Til viðbótar bætast vextir frá 4. apríl 2002. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lög- maður Reykjavíkurborgar, var sáttur við niðurstöðuna. „Þetta er ánægjuleg niðurstaða en eftir sem áður er ljóst að sönnun er erfið í málum sem þessum,“ sagði Vil- hjálmur. Upphaf málsins má rekja til rann- sóknar samkeppnisyfirvalda sem hófst með húsleit í höfuðstöðvum félaganna 18. desember 2001. Rann- sóknin leiddi til þess að félögin voru dæmd til þess að greiða 1,5 millj- arða króna í stjórnvaldssektir. Á grundvelli gagna sem aflað var við rannsóknina þótti forsvars- mönnum Reykjavíkurborgar og Strætós bs. ljóst að samráðið hefði valdið skaða. Óumdeilt var í málinu að olíu- félögin höfðu með sér samráð og greiddi Skeljungur, sem Reykjavík- ur borg beindi viðskiptum sínum til eftir útboðið, hinum félögunum hlut af söluhagnaðinum. Í dómi Hæsta- réttar kemur fram að Skeljungur, Olís og Ker hafi „ekkert fært fram í málinu, sem staðið gæti í vegi þeirri ályktun að tilgangur þessa alls að halda viðskiptum Reykjavíkurborg- ar hjá Skeljungi gegn verði sem ekki hefði staðist boð Kers og Olís ef reglur samkeppnislaga hefðu verið virtar í skiptum þeirra.“ Gísli Baldur Garðarsson, lögmað- ur og stjórnarformaður Olís, sagði þetta mál vera einstakt. „Þetta er á margan hátt einstakt mál þar sem brotin í þessu samráði var óumdeilt og viðurkennt. Það sem er jákvætt í þessu er að vextir eru færðir veru- lega niður en það er óljóst hvort þessi dómur hafi áhrif á önnur mál.“ Bæturnar sem dæmdar voru borginni byggðu á varakröfu Reykjavíkurborgar en hún tók mið af þeim fjárhæðum sem Skeljungur skuldbatt sig til þess að greiða Olís og Ker á tímabilinu 1996 til 2001. Nokkur mál eru nú til meðferðar í dómskerfinu vegna samráðs olíu- félaganna. Þar á meðal eru bótamál Alcan, Vestmannaeyjabæjar, ís lenska ríkisins, útgerðarfélagsins Dala-Rafns og Sigurðar Hreins- sonar. magnush@frettabladid.is Olíufélögin dæmd til að greiða bætur Hæstiréttur dæmdi í gær olíufélögin til þess að greiða Reykjavíkurborg og Strætó bs. um 79 milljónir króna í bætur vegna samráðs félaganna fyrir útboð árið 1996. Þetta er fyrsti hæstaréttardómurinn sem fellur vegna samráðsins. LÖGMENN GANGA ÚT ÚR SALNUM Gísli Baldur Garðarsson, Vilhjálmur H. Vilhjálms- son og Kristinn Hallgrímsson sjást hér ganga úr dómsal Hæstaréttar eftir að dómur var kveðinn upp. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VIÐSKIPTI Stjórn SPRON segir Fjár- málaeftirlitið (FME) hafa bannað að upplýsingar um sölu stjórnar- manna í SPRON væru gerðar opin- berar. Í yfirlýsingu sem stjórn SPRON sendi frá sér í gær kemur fram að FME hafi „ekki heimilað birtingu viðskipta innherja í SPRON“. Hildur Petersen, stjórnarfor- maður SPRON, seldi stofnfjárbréf eftir stjórnarfund félagsins 17. júlí fyrir um 7,2 milljónir að nafnvirði. Hluti af þeim fór til dóttur hennar eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Ítrekað er í yfirlýsingunni að stjórn SPRON hafi viljað gera upp- lýsingarnar opinberar en ekki getað það. Fyrirtæki tengt Gunnari Þór Gíslasyni, Sundagarðar hf., seldi stofnfjárbréf fyrir um 188 milljón- ir að nafnvirði og Ásgeir Baldurs seldi stofnfjárhluti fyrir 271 þús- und að nafnvirði. Gunnar Þór og Ásgeir eru báðir stjórnarmenn í SPRON. Í yfirlýsingunni kemur fram að stjórn SPRON hafi „vitaskuld fulla trú á fyrirtækinu“ og sala stjórnar- manna á stofnfjárbréfunum án þess að það hafi verið gert opin- bert hafi ekki tengst því að bréfin hafi verið á yfirverði, miðað við verðmat Capacent á fyrirtækinu upp á 60 milljarða. Stjórnin segist enn fremur und- irstrika að „ástæður þess að stjórn- armenn seldu hluta af stofnfjár- eign sinni á þessu tímabili voru fyrst og fremst persónulegar“. - mh Stjórnarmenn í SPRON segja Fjármálaeftirlitið hafa bannað upplýsingagjöf: Vildu upplýsa en gátu ekki UPPGJÖR KYNNT Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, sést hér kynna uppgjör félagsins. SVEITARSTJÓRNIR Fulltrúi minni- hlutans í byggðaráði Borgarbyggð- ar segist hafa miklar áhyggjur af væntanlegum fráveitufram- kvæmdum Orkuveitu Reykjavíkur. „Líkur eru á að Borgarnes verði sundurgrafið næstu tvö sumur. Því þarf að setja ströng ákvæði um framkvæmdahraða og fram- kvæmdatíma á einstökum stöðum til að lágmark þau óþægindi sem af þessum framkvæmdum stafa,“ segir í bókun byggðaráðsfull- trúans. Að sögn fulltrúa meirihlutans mun framkvæmdasvið bæjarins verða í nánu samstarfi við OR til að draga úr óþægindum. - gar Áhyggjur í Borgarnesi: Sundurgrafinn bær í spilunum BORGARNES Framkvæmdir við fráveitu standa fyrir dyrum. TÆKNI Farsímanotkun eykur ekki líkurnar á heilakrabbameini, segja vísindamenn við kvenna- háskólann í Tókýó í Japan. Samkvæmt rannsókn sem var nýlega birt í British Journal of Cancer fundust engin tengsl á milli reglulegrar farsímanotkun- ar og aukinnar hættu á þremur algengustu tegundum heila- krabbameins. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. - sþs Japanskir vísindamenn: Farsímar skaða ekki heilann GENGIÐ 07.02.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 128,5455 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 105,26 105,88 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.