Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 42
8. FEBRÚAR 2008 FÖSTUDAGUR
Bodyshaker er undratæki sem
er að ryðja sér til rúms á líkams-
ræktarmarkaðnum en því er
haldið fram að tíu mínútur í því
jafnist á við klukkutíma hlaupa-
æfingu. Stjörnur á borð við
Madonnu og Claudiu Schiffer
og leikmenn Manchester
United eru sagðir nota tækið
til að halda sér í góðu formi.
Að halda sér í formi er auðvelt
ef maður hefur tíma til þess.
Mörgum reynist þó þrautinni
þyngri að koma æfingum inn í
tímaáætlun dagsins. Því hafa
frumkvöðlar í framleiðslu á
líkamsræktartækjum púlað við
að hanna og framleiða tæki sem
henta hraða nútímans og svo
gæti verið að lausnin sé fundin.
Fyrir nokkru kom á markaðinn
tæki sem hristir mann í form.
Erlendis er þetta tæki kallað
Bodyshaker eða Vibration Plate,
en blaðamanni Fréttablaðsins
finnst íslenska þýðingin vöðva-
víbrinn við hæfi þar til málsnyrt-
ar landsins finna hentugra heiti.
Vöðvavíbrinn er þannig hann-
aður að tíu mínutur í tækinu
eiga að jafnast
á við klukku-
tíma hlaupa-
æfingu og
samkvæmt
heimasíðu
Bodyshaker,
www.bodyshaker.com og www.
powerplate.com vinnur tækið á
öllum vöðvaflokkum líkamans,
þökk sé hristingnum sem heldur
stöðugu áreiti á vöðvana meðan
þolandinn er í tækinu.
Styrking líkamans er þó ekki
það eina sem vöðvavíbrinn gerir
því framleiðendur tækisins halda
því fram að hann vinni á app-
elsínuhúð, haldi öldrunarein-
kennum húðarinnar í skefj-
um, auki úthald og haldi
fólki almennt í góðu
skapi.
Tæknin var
þróuð af rúss-
neskum vísinda-
manni sem hann-
aði fyrstu útgáf-
una fyrir geimfara.
Hugmyndin var sú að
geimfararnir gætu notað
tækið án mikillar áreynslu
á ferðum sínum til að
fyrirbyggja vöðvarýrnun.
Síðar greip Hollendingur
hugmyndina á lofti og
hóf framleiðslu á tækinu
fyrir almennan markað.
Stjörnur á borð við
söngkonuna Madonnu,
fyrirsætuna Claudiu Schiffer og
nánast allir meðlimir fótbolta-
liðsins Manchester United eru
meðal þeirra sem hafa notað
þetta nýja tæki til að koma sér í
form.
Þess má geta að sumir sér-
fræðingar telja að
tækið eitt og sér
komi þó ekki í stað
venjulegra líkams-
æfinga. Því megi
ekki líta á það sem
kraftaverkalausn sem
komi mönnum í form á
sem skemmstum tíma.
Hins vegar telja sér-
fræðingarnir gott að
nota það í bland við
önnur tæki ásamt því
að æfa.
Vöðvavíbrinn hefur
þegar verið tekinn í notkun
á líkamsræktarstöðvum
hérlendis. Sennilega verð-
ur þess ekki langt að bíða
að hægt verði að kaupa
tækið inn á hvert heimili og
halda allri fjölskyldunni í
formi á meðan horft er á
fréttirnar.
- kk
Tæki sem hristir og kætir
Vöðvavíbrinn á að styrkja vöðvana, vinna á appelsínuhúð, halda öldrunarmerkjum húðarinnar í skefjum, auka úthald og koma
fólki í gott skap.
Upphaflega hannaði rússneskur
vísindamaður vöðvavíbrann fyrir
geimfara. Hollendingur greip
hugmyndina á lofti og markaðs-
setti tækið fyrir almennan
markað.
Ferðamannabólusetningar
og ráðgjöf
tímapantanir í síma: 535-7700
Læknasetrið Mjódd, Þönglabakka 1
www.ferdavernd.is ferdavernd@ferdavernd.is
ferðavernd
Ferðamannabólusetningar
og ráðgjöf
tímapantanir í síma: 535-7700
Læknasetrið Mjódd, Þönglabakka 1
www.ferdavernd.is ferdavernd@ferdavernd.is
ferðavernd
S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ...
Blandarinn sem allir eru
að tala um!
Mylur alla ávexti, grænmeti
klaka og nánast hvað sem er
Hnoðar deig
Býr til heita súpu og ís
Hraðastillir
Lífstíðareign!
Verð kr. 53.974
Uppskriftarbók og DVD
diskur fylgir
frunsuplástur!
Nýjung - Byltingarkenndur plástur
Fæst í apótekum
www.compeed.com
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkiaska
Efalex eflir einbeitingu og sjón og stuðlar
þannig að betri námsárangri.
Vönduð blanda fiski- og
kvöldvorrósarolíu sem
eflir og styrkir:
• Hugsun
• Einbeitingu
• Sjón
• Hormónajafnvægi
Einstakt gegn
lesblindu og
ofvirkni.
Hentar fólki á öllum aldri.
Fæst í fljótandi formi
og hylkjum í lyfja- og
heilsuverslunum.
Efalex er einstök samsetning úr hreinni
kvöldvorrósarolíu og fiskiolíu sem innihalda þrjár
mikilvægar fitusýrur, DHA, AA og GLA ásamt
tveimur öflugum andoxunarefnum, E-vítamíni
og tímían olíu sem vinna saman að viðhaldi
lífsnauðsynlegra fitusýra í líkamanum.
Nægt magn þessarra olía í líkamanum stuðla
að skarpari hugsun og betri einbeitingu sem
eykur færni okkar til þess að læra.
Auglýsingasími
– Mest lesið