Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 24
24 8. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu,
Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Á
liðnu hausti gerði iðnaðarráðherra grein fyrir hugmynd-
um sínum um verulegar skipulagsbreytingar í orkumál-
um í fréttaviðtali í þessu blaði. Þingflokkar ríkisstjórnar-
innar hafa um nokkurn tíma haft stjórnarfrumvarp um
þetta efni til skoðunar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
hafa tekið til þess lengri íhugunartíma en þingflokkur ráðherrans.
Þegar svo ber við að þingmenn stjórnarflokka taka mislangan
tíma til að vega og meta frumvörp sem ríkisstjórn hefur komið sér
saman um gefur það stjórnarandstöðuflokkum jafnan tækifæri til
að sá efasemdum um málefnalega samstöðu stjórnarliðsins. Það er
gömul saga og ný.
Velti menn því síðan fyrir sér hvort slíkar efasemdir eigi við rök
að styðjast fer það eftir atvikum og efni máls. Í þessu tilviki hefur
iðnaðarráðherrann fyrir margt löngu upplýst um alla helstu efnis-
þætti frumvarpsins. Fyrir þá sök er pólitísk umræða um efnið uppi
á yfirborðinu.
Að stórum hluta er verið að útfæra hugmyndir sem fram komu
í skýrslu um þessi efni fyrir áratug en voru ekki framkvæmdar
nema að hluta vegna andstöðu forstjóra stærstu orkufyrirtækja
sveitarfélaganna. Þar er fyrst og fremst um að ræða eðlilega
og nauðsynlega aðgreiningu ólíkra rekstrarviðfangsefna í orku-
búskapnum eins og almannaþjónustu og samkeppnisframleiðslu
fyrir stóriðju.
Aðgreining milli eignarhalds á auðlindunum sjálfum og orku-
framleiðslunnar opnar möguleika á að einkaaðilar geti komið að
framleiðslustarfsemi og útrásarverkefnum þó að þær auðlindir
sem verið hafa í opinberri eigu verði það áfram. Í þessu er fólg-
in ágætis málamiðlun. Hún getur komið í veg fyrir margvíslega
árekstra og losað um óþarfa fjötra. Útfærslan felur í sér nokkur
vandasöm tæknileg úrlausnarefni en ekki stór pólitísk vandamál.
Ríki og sveitarfélög hafa byggt upp og rekið mikinn meirihluta
bæði framleiðslustarfsemi og þjónustu á þessu sviði. Mest af þeim
orkulindum sem nýttar eru í dag eru í eigu opinberra aðila. Framsal
á þessum eignum hefur eftir atvikum verið háð samþykki Alþingis
og sveitarstjórna.
Ráðherrann hefur upplýst að áform hans standi til þess að gera
framsalsrétt sveitarstjórna á orkulindum undirorpinn samþykki
Alþingis. Þetta felur í sér óbreytta skipan að því er varðar orku-
lindir í ríkiseigu en takmarkar svigrúm sveitarstjórna. Sjálfsagt
er í þessu fólgin nokkur forræðishyggja gagnvart sveitarstjórnum.
Hún telst þó varla alvarlegt stílbrot.
Nokkur hluti nýttra orkulinda er í eigu einstaklinga. Svo er einn-
ig um ýmis ónýtt orkuréttindi bæði að því er varðar vatnsorku og
jarðhita. Ráðherrann hefur lýst því yfir að hann hafi engin áform
um að raska þessum stjórnarskrárvörðu eignarréttindum.
Þessi yfirlýsing er lykilatriði þegar menn velta fyrir sér pólitísk-
um grundvallaratriðum í tengslum við þetta mál. Með hliðsjón af
jafnræðisreglu stjórnarskipunarinnar má aukheldur af þessu ráða
að ágreiningslaust sé á milli stjórnarflokkanna að hrófla ekki við
stjórnarskrárvarinni stöðu annarrar atvinnustarfsemi sem byggir
á auðlindanýtingu.
Að öllu virtu má því segja að það væri til marks um réttmæti
núverandi stjórnarsamstarfs ef Sjálfstæðisflokknum og Samfylk-
ingunni tekst að ráða þessu mikilvæga máli til lykta án þess að
vekja upp stjórnarskrárdeilur sín á milli. Í því samhengi er ríflegur
íhugunartími ekki áhyggjuefni.
Réttmæti stjórnarsamstarfsins:
Íhugunartími
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Stundum heyrist, að sumar þjóðir séu latari en aðrar og
þess vegna fátækari. Þótt
vissulega séu menn misjafnir og
sumir latari en aðrir, eru slíkar
alhæfingar um heilar þjóðir
fráleitar. En hvað skýrir þá
óumdeilanlegu staðreynd, að
sumar þjóðir vinna miklu meira
en aðrar? Nóbelsverðlaunahafinn
Edward C. Prescott hefur komist
að einfaldri og sennilegri
niðurstöðu. Hún er, að vinnusemi
þjóða fari að miklu leyti eftir því,
hversu háa skatta þær þurfi að
greiða af vinnu sinni. Því hærri
sem skattarnir eru, því minna
vinnur fólk, og öfugt.
Meiri vinnusemi
með lægri sköttum
Um miðja tuttugustu öld unnu
Bandaríkjamenn og Evrópubúar
jafnmikið, en í aldarlok unnu
Bandaríkjamenn talsvert meira
og höfðu að jafnaði hærri tekjur.
Meginskýringin er, segir Pres-
cott, að Evrópubúar þurfa að
greiða hærri skatta af vinnu
sinni. Um þetta flutti Prescott
fyrirlestur í Reykjavík 26. júlí á
síðasta ári. Nokkrar efasemda-
raddir heyrðust þá um boðskap
hans. Guðmundur Gunnarsson
verkalýðsleiðtogi vitnaði í
rannsóknir annarra bandarískra
fræðimanna, sem sýndu, að
vinnusemi réðist af fleiru en
sköttum. Stefán Ólafsson
prófessor fullyrti, að Íslendingar
ynnu mjög mikið og framleiðni
væri hér lítil. Hann endurtók
þetta í erindi, sem hann flutti á
dögunum og stór frétt birtist um
hér í blaðinu ásamt viðhafnarvið-
tali. Var á Stefáni að skilja, að
Íslendingar ynnu þegar of mikið,
og þess vegna væri óþarfi að
lækka skatta til að auka enn
vinnusemi þeirra.
Nú hefur Prescott betrumbætt
kenningu sína og birtir grein um
hana í bók, sem væntanleg er á
næstunni undir ritstjórn okkar dr.
Tryggva Þórs Herbertssonar,
Cutting Taxes to Increase
Prosperity. Prescott minnir þar á,
að kenning sín er ekki um það, að
vinnusemi ráðist að öllu leyti af
sköttum, heldur að miklu leyti.
Hann bendir líka á, að miklu
breyti, hvernig skatttekjunum er
varið. Ef þeim er endurdreift til
fólks, þá hefur það ekki eins vond
áhrif á vinnusemi þess og ella. Á
Norðurlöndum eru skattar til
dæmis háir, en vinnusemi
veruleg. Vegna víðtækrar
endurdreifingar (barnabóta,
ellilífeyris og svo framvegis) eru
ráðstöfunartekjur eftir skatta
hærri en ætla mætti af hinum háu
sköttum. Prescott vekur einnig
athygli á því, að ólík aldurssam-
setning þjóða getur haft áhrif á
vinnusemi þeirra. Skattar hafa
ekki eins mikil áhrif á vinnusemi
karla á besta aldri í fullu starfi en
á vinnusemi annarra hópa.
Er framleiðni á Íslandi vanmetin?
Okkur Íslendingum hlýtur að
þykja fróðlegust sú tilgáta
Prescotts, að í íslenskum tölum
um vinnustundir sé skekkja.
Unnar vinnustundir séu hér
ofmældar. Það geti ekki verið, að
þær séu svipaðar og í Bandaríkj-
unum, um 1.800 á mann að
meðaltali (en meðaltalið í
Evrópu er um 1.500 á mann).
Prescott bendir meðal annars á,
að hlutfallslega fleiri vinni á
Íslandi en í Bandaríkjunum (um
10% fleiri) og að hlutfallslega
fleiri vinni líka hlutastörf (um
30% á Íslandi, en um 15% þar
vestra). Ef matar- og kaffihlé og
lögbundnir frídagar og sumar-
leyfisdagar dreifast jafnt á allt
þetta fólk, þá er þegar komin til
sögu mælingarskekkja. Prescott
telur einnig rétt að leiðrétta
fyrir erlendu vinnuafli á Íslandi,
jafnt fjölda manna sem vinnu-
stundum. Síðan vita þeir, sem
borið hafa saman vinnumarkað-
inn á Íslandi og í öðrum löndum,
að hér er meira talið með í
vinnustundum en víðast annars
staðar, til dæmis óunnin yfir-
vinna, auk þess sem lögbundnir
frídagar eru fleiri.
Prescott heldur því fram, að
framleiðni á Íslandi sé talsvert
meiri en ráða megi af opinberum
tölum, þar sem vinnustundir séu
hér oftaldar. Stefán Ólafsson
fullyrðir hið gagnstæða. Ég sneri
mér fyrir nokkrum vikum til
Stefáns og bað hann að vísa mér
í gögn sín. Ég hef enn ekki
fengið svar. Fróðlegt væri þó að
ræða þetta betur og æsingalaust.
En auðvitað er röksemdin fyrir
því að lækka skatta á einstakl-
inga ekki sú, að þá vinni þeir
meira, þótt það sé eflaust rétt,
eins og Prescott. Röksemdin er,
að þá fá þeir, sem vilja bæta kjör
sín og sinna með meiri vinnu,
tækifæri til þess, án þess að
ríkið hirði mestalla kjarabótina
af þeim. Öðrum er eftir sem
áður frjálst að vinna minna, en
þeir verða um leið að sætta sig
við lægri tekjur.
Vinnusemi og skattar
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Í DAG | Lífskjör
UMRÆÐAN
Barnafræðsla
Það eru margvísleg tímamót nú um mundir sem vert er að fagna. 100 ára
saga kvenna í bæjar- og borgarstjórn,
100 ára afmæli borgarstjóraembættis-
ins og 100 ár eru nú liðin frá því að fyrstu
lögin um barnafræðslu voru sett.
Það má með sanni segja að þessi
snjóþungi vetur einkennist af merkileg-
um skólapólitískum viðburðum;
sameining Kennaraháskólans og Háskóla Íslands
stendur fyrir dyrum og ný lög um öll skólastigin
liggja fyrir Alþingi sem kveða meðal annars á um
lengingu kennaranámsins. Því fagna ég sérstak-
lega enda er það til marks um stóran hug hjá lítilli
þjóð sem lætur sig menntun varða og gerir að
forgangsmáli. Þau lög og framganga menntamála-
ráðherra í umræðum um kaup og kjör kennara
gefa fögur fyrirheit um að það er sameiginlegt
úrlausnarverkefni ríkis og sveitarfélaga að setja
börn og velferð þeirra, menntun og framtíðar-
möguleika í fyrsta sæti – á undan öllu öðru.
Af mörgu má dæma samfélag en helst þó af því
hvernig það býr að börnum sínum. Íslenskir skólar
fá gjarnan þá einkunn frá erlendum
gestum að þeir einkennist af miklum
jöfnuði og fyrir það erum við öfunds-
verð. Það krefst mikils af kennurum að
hafa jafn fjölbreyttan og breiðan
nemendahóp innan hvers skóla en það
gerir starf þeirra jafnframt merkingar-
bært og geysilega mikilvægt. Nú þegar
kennarar í Reykjavík fagna 100 ára
afmæli sínu er þungt í þeim hljóðið
vegna viðvarandi manneklu og álags.
Meirihluti Samfylkingar, Vinstri
grænna, Framsóknar og F-lista ákvað í
október að leggja tæpar 800 milljónir til framlínu-
starfsfólks borgarinnar, ásamt því sem ýmis
hlunnindi voru samræmd. Sú aðgerð hefur fengið
marga sveitarstjórnarmenn í nágrannasveitar-
félögunum til að gera slíkt hið sama og víst er að
kennarar og starfsfólk grunnskólanna hefur
sannarlega staðið vaktina á erfiðum tímum. Ég
fagna því að núverandi meirihluti hafi haldið sig
við áður ákveðnar aðgerðir og að kennarar fái nú
umbun frá stjórnvöldum fyrir vel unnin störf. Þeir
eiga hana margfalt skilið.
Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar.
Kennarar í hundrað ár
ODDNÝ STURLUDÓTTIR
Vinnusemi þjóða fari að miklu
leyti eftir því, hversu háa
skatta þær þurfi að greiða
af vinnu sinni. Því hærri sem
skattarnir eru, því minna vinn-
ir fólk, og öfugt.
Loksins tækifæri
„Einhver“ verður dreginn til ábyrgð-
ar vegna REI. Þetta voru Ólafur F.
Magnússon og Svandís Svavarsdóttir
sammála um í gær. Hver það verður
getur verið vandi að spá um. Margir
munu væntanlega benda á þáverandi
borgarstjóra, Vilhjálm Þ., og spurning
hvort Sif Sigfúsdóttir geti losað sig
úr vinnu með skömmum fyrirvara.
En einnig verður að hafa í huga að
lengi hefur verið ljóst
að sjálfstæðismenn í
borgarstjórn eru ekki
dolfallnir í hrifningu
sinni á Guðmundi
Þóroddssyni, forstjóra
OR í leyfi. Því eru
margir sem spá því
að hann verði fyrstur
til að víkja.
Með slíka vini
„Vinir verða alltaf vinir.“ Þetta hafði
vefmiðilllinn Visir.is í gær eftir Hauki
Leóssyni, fyrrum stjórnarformanni
Orkuveitu Reykjavíkur og vini Vilhjálms
Þ. Vilhjálmssonar, fyrrum borgarstjóra.
Einhverjum, sem horfði á Kastljósið
á miðvikudagskvöld, gæti hafa dottið
í hug að vinarþelið risti ekki djúpt,
en í yfirlýsingu frá Hauki sem þar var
birt kom fram að í REI-málinu hafi
Vilhjálmur ávallt verið upplýstur um
allt það sem fram fór. Ólíkt því sem
Vilhjálmur hefur sagt og segir enn.
Ekkert kaffi með borgar-
stjóra
Vetrarhátíð í Reykjavík er hafin
með fjölbreyttri dagskrá.
Einn dagskrárliðurinn virðist
þó hafa dottið upp fyrir, en
það er kaffiboð með borgarfulltrúum
í Tjarnarsal Ráðhússins. Fyrrverandi
borgarstjóri hafði samþykkt að kíkja
í kaffi – og einhverjir borgarfulltrúar
með honum, en eitthvað virðist þetta
hafa breyst með borgarstjóraskiptun-
um. Enda er ekki hægt að gera ráð
fyrir að nýi borgarstjórinn hafi sömu
dagskrá og sá gamli og eins getur
skipulag Vetrarhátíðar breyst þegar
verið er að púsla mörgum atriðum
saman. Hver sem ástæðan er, er
að minnsta kosti ekki gert ráð fyrir
kaffinu á laugardag. Dagur mun
samt fá sitt kaffi, og jafnvel köku
meððí, því hann ætlar að bjóða
upp á köku í Kolaportinu í tilefni
þess að síðasta embættis-
verk hans var að bjarga
staðnum.
svanborg@frettabladid.is