Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 8. febrúar 2008 11
DANMÖRK Nyhedsavisen er nú
mest lesna dagblaðið í Danmörku.
Í frétt á viðskiptavefnum
business.dk kemur fram að í
janúar lásu 604 þúsund Danir
blaðið á hverjum degi. „Það er
frábært að við erum í fyrsta sæti.
Nú höldum við áfram,“ er haft
eftir Morten Nissen Nielsen,
forstjóra á Nyhedsavisen.
Nielsen hafnar því að það hafi
hvetjandi áhrif á tölurnar að
Nyhedsavisen sé í þann mund að
fara að segja upp „helmingnum
af starfsmönnum á ritstjórn og
loki dreifingunni í Óðinsvéum,“
eins og segir í fréttinni á vefnum.
„Þessu upplagi er dreift annars
staðar í landinu svo að við höld-
um upplaginu í meira en 500 þús-
und blöðum.“
Í kynningu til fjárfestanna hafa
stjórnendur Nyhedsavisen látið í
ljós væntingar um að ná 700 þús-
und lesendum í maí og 800 þús-
und lesendum í nóvember. Mor-
ten Nissen Nielsen vill ekkert
ræða um þau markmið. „Ég vil
bara segja að ég er númer eitt,“
segir hann.
Næstflestir lesa 24 timer eða
554 þúsund manns en það blað
hefur minnkað upplagið og dregið
úr dreifingunni síðustu mánuði.
Jyllands-Posten kemur í þriðja
sæti með 508 þúsund manna dag-
legan lestur og MetroXpress er í
fjórða sæti með 501 þúsund
lesendur á hverjum degi.
- ghs
Ný lesendakönnun sýnir yfirburðastöðu Nyhedsavisen í Danmörku:
Mest lesna dagblaðið í Danmörku
ÁTTA STÆRSTU BLÖÐIN
Dagblöð fjöldi lesenda
Nyhedsavisen 604.000
24 timer 554.000
Jyllands-Posten 508.000
MetroXpress 501.000
Politiken 456.000
Urban 428.000
Ekstra Bladet 421.000
B.T. 386.000
Heimild: www.business.dk
YFIR SEX HUNDRUÐ ÞÚSUND Meira
en sex hundruð þúsund manns lásu
Nyhedsavisen daglega í janúar.
TAÍLAND, AP Ár rottunnar gekk í
garð í gær samkvæmt kínversku
dagatali og stendur til 29. janúar
2009. Í tilefni undirbúnings
hátíðarhalda hins nýja árs rýkur
rottukjöt af nýslátruðu út. Rotturn-
ar eru veiddar á hrísgrjónaökrum
og eru því hreinni, kjötmeiri og
fitusnauðari en ættingjar þeirra af
ruslahaugum borganna. Rottukjöts-
básar eru nú almenn sjón við
vegarkanta hraðbrauta. Kílóið
kostar um 320 íslenskar krónur.
Fólk frá fátækum sveitahéruðum
þekkir þetta þó vel því það hefur
lengi nýtt sér rottukjöt yfir
vetrartímann þegar lítið er um mat.
- kka
Ár rottunnar:
Hrátt rottukjöt
aldrei vinsælla
ALÞINGI Hugmyndir um jarðgöng
til Vestmannaeyja voru til
umræðu á fundi samgöngu-
nefndar Alþingis í gær.
Nefndin hafði ekki áður fengið
kynningu á
málinu og segir
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
formaður að
nefndin ætli í
framtíðinni að
eiga oftar
frumkvæði að
því að taka upp
mál. Slíkt sé til
þess fallið að
styrkja störf
þingsins.
Árni Þór Sigurðsson, VG, segir
Eyjagöng ekki vera í neinum
sérstökum pólitískum farvegi og
að langt sé í að taka þurfi afstöðu
til málsins. - bþs
Eyjagöng rædd í þingnefnd:
Langt í að taka
þurfi afstöðu
STEINUNN VALDÍS
ÓSKARSDÓTTIR
LEIKSKÓLAR Ástandið í leikskóla-
málum í Reykjavík hefur batnað.
Ráðið hefur verið í um fimmtíu
stöðugildi á leikskólum borgar-
innar, gróflega áætlað, þannig að
nú vantar fólk í um áttatíu
stöðugildi. Fólk vantaði í 130
stöðugildi um síðustu áramót.
Ingunn Gísladóttir, starfs-
mannastjóri á leikskólasviði,
segir að dregið hafi úr lokunum
deilda á leikskólum þar sem
ástandið hafi verið verst enda
séu nýir starfsmenn óðum að
taka til starfa. Nú þurfi aðeins
þrír til fjórir leikskólar að senda
börn heim og það færri daga en
áður. - ghs
Leikskólar í Reykjavík:
Ráðið í fimmtíu
stöðugildi
ALÞINGI Það er fjármálaráðherra
sem fer með forræði kjarasamn-
inga fyrir hönd ríkisins. Sjónar-
mið menntamálaráðherra í þeim
efnum eru því
ekki sjónarmið
ríkisstjórnar-
innar.
Þetta sagði
Árni M.
Mathiesen fjár-
málaráðherra á
Alþingi í gær.
Steingrímur J.
Sigfússon,
formaður VG,
innti hann eftir
stefnumótun stjórnarinnar í
kjaraviðræðum í ljósi yfirlýs-
inga Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttur menntamálaráð-
herra á fundi með samflokks-
mönnum sínum á laugardag. Þar
sagði hún að hækka þyrfti laun
kennara. - bþs
Árni M. Mathiesen:
Ljóst hver fer
með forræði
kjarasamninga
ÁRNI M.
MATHIESEN