Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 38
 8. FEBRÚAR 2008 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll Sölvi Fannar segir prótínstykki vissulega vera betri kost en sælgæti fyrir krakka. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Neytendum er talin trú um að prótínstykki séu full af næringu en spurning er hvort það sé eitthvert mark takandi á þeirri staðhæfingu. Ein aðalreglan í breyttum lífsstíl er sú að borða oftar á dag en hafa skammtana smærri. Margir telja sig hins vegar hvorki hafa tíma né aðstöðu til að grípa eitthvað í gogginn sex til átta sinnum á dag og eiga því erfitt með að fylgja eftir þessari gullnu reglu. Marg- ir leysa vandann með því að skella í sig svokölluðum prótín- stykkjum (protein bar) en spurn- ing vaknar hvort þau séu í raun nokkuð hollari en hvert annað súkkulaðistykki. „Það kemur ekkert í staðinn fyrir mat enda eru prótínstykki ekki vel til þess fallin að gefa okkur þá orku og næringarefni sem aðalmáltíð á að sjá okkur fyrir. Því miður falla marg- ir í þessa gildru og læra í stað- inn seint að meta að fullu bragð- góða og holla fæðu,“ segir Sölvi Fannar Viðarsson, sem hefur starfað sem heilsuráðgjafi með góðum árangri síðastliðin ár. „Á móti kemur að oft erum við í þeirri stöðu í nútímaþjóðfélagi, sem er litað af streituvaldandi hraða og samkeppni, að við verð- um að velja skárri kostinn af tveimur slæmum,“ segir hann. „Sjálfur vel ég frekar bragð- gott prótínstykki og tebolla en að fá mér venjulegt súkkulaði eða aðra óhollustu. Prótínstykk- ið inniheldur hollari kolvetni, er fullt af gæðaprótíni og einnig trefjaríkara.“ Sölvi Fannar tekur líka fram að prótínsúkkulaði sé vissulega betri kostur en sælgæti fyrir krakka og sjálfur segist hann búa til afbragðs bragðaref úr prótínsúkkulaði, skyri og fleiru fyrir ungdóminn á sínu heimili. „En ég verð að mæla með því að reynt sé að fá sér, alla vega til jafns, skyr og ávöxt eða álíka holla og góða fæðu sem milli- bita,“ segir Sölvi Fannar. „Pillur, duft, prótínstykki og svo fram- vegis kemur ekki í staðinn fyrir mat sem aðalmáltíð. Prótínstykki er þó mun betra að fá sér frek- ar en ekki neitt þar sem svelti er versta leiðin til að grennast. En vanda þarf valið því stykkin eru jafn mismunandi að gæðum og þau eru mörg. Líklega er það þó bragðskynið sem sker úr um hvað hverjum og einum finnst best.“ - kk Gott á milli mála Iðkendum í badminton hefur fjölgað en það er rakið til notkunar frístundakorta og jákvæðrar umræðu. Badminton er íþrótt í uppsveiflu. Síðastliðin ár hefur íslensku af- reksfólki í badminton fjölgað mikið og ber helst að nefna Rögnu Ingólfsdóttur og mikla velgengni hennar. Jóhann Kjartansson, kennari hjá TBR, er ánægður með þá já- kvæðu umræðu sem hefur fylgt í kjölfar velgengninnar. Menn telja það heiður fyrir félagið að eiga slíkan íþróttagarp innan sinna raða nú þegar það hefur sitt sjö- tugasta starfsár. Það er talið að af- reksfólk skapi áhuga og hefur ný- liðum fjölgað hjá TBR og segir Jóhann að vel sé tekið á móti þeim. Meðal annars sé þeim boðið upp á létta kennslu. „Við erum með góða aðstöðu í húsinu þannig að við viljum hvetja skólana til að víkka sína starfsemi og bjóða krökkunum upp á fjöl- breytni í hreyfingu. Eini skólinn sem býður nemendum sínum að stunda badminton á skólatíma og í stundatöflu er Langholtsskóli en nokkrir aðrir hafa kennslutíma síðdegis fyrir sína nemendur. Þar hafa foreldrafélög komið að og skipulagt rútuferðir fyrir krakk- ana,“ segir Jóhann og er ekki nógu ánægður með hversu þungt kerfið er fyrir skóla sem vilja breyta og bæta sína kennsluskrá. Þess má geta að TBR hefur í fjölmörg ár gefið börnum í 4. bekk badminton- spaða og boðið þeim að kynna sér undirstöðuatriðin í spilamennsku. „Hins vegar hefur frístunda- kortið gert mörgum kleift að stunda íþróttina eftir að kynning- artíma lýkur, þar sem kortið getur greitt niður ástundun einu sinni til tvisvar í viku. Við vonum auðvitað að sem flestir geti haldið áfram að stunda badminton og það er mjög ánægjulegt að sjá hversu marg- ir njóta sín í badminton sem ekki finna sig í hópíþróttum.“ Badminton er ekki flókin íþrótt og á heimasíðu TBR er því hald- ið fram að badmintoníþróttin sé ein vinsælasta almenningsíþrótt- in í dag. „Fólk á öllum aldri hitt- ist einu sinni í viku eða oftar, og keppir eða leikur sér í badmin- ton,“ segir Jóhann. „Sumir æfa mörgum sinnum í viku hverri og keppa til árangurs í mótum, en flestir stunda badminton sér til ánægju og heilsuræktar. Fólk finnur sér andstæðinga við sitt hæfi og best er ef menn eru sem jafnastir á vellinum.“ Jóhanni segir að ánægjan á vellinum sé hátt í hundrað pró- sent en ekki nema um fimmt- án til tuttugu prósent af þeim sem stunda badminton stefna á keppni, flestir vilja bara vera með út af skemmtilegri hreyf- ingu og góðum félagsskap. „Það geta allir spilað badminton, það er aldrei of seint að byrja en gott er fyrir krakka að kynnast íþrótt- inni snemma eða þegar þau eru í 3. til 4. bekk.“ - vaj Afreksfólk skapar áhuga Vel er tekið á móti nýliðum í badminton hjá TBR en þar er meðal annars boðið upp á létta kennslu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Snjóþrúgur hafa í þúsundir ára verið not- aðar í þeim tilgangi að auðvelda fólki að komast yfir snævi þaktar breiður. Síðustu áratugi hefur hönnun þeirra fleygt fram og vestanhafs í Kanada og norðarlega í Bandaríkjunum virðist vera í uppsiglingu æði í kringum keppnisíþróttina snowshoe- ing, snjóþrúgugöngu, en þar er keppt í því að hlaupa tilteknar vegalengdir á sem stystum tíma. Uppgang þessarar íþróttar má rekja til þess að menn fóru að nota snjóþrúgur til að stunda heilbrigða útivist. Í framhaldi af því var farið að halda keppnir í snjó- þrúgugöngu líkt og gert er í skíðagöngu eða langhlaupi. Það er því af sem áður var þegar nánast eingöngu fjallgöngumenn og veiðimenn notuðu snjóþrúgur til að kom- ast leiðar sinnar. Almenningur áttaði sig nefnilega á ánægjunni sem hlotist getur af því að arka um í snjóþrúgum í djúpri fönn, auk þess sem fólk kemst þannig lengra út í ósnortna náttúruna. Menn hafa látið hafa eftir sér að á snjóþrúgum finnist þeim þeir vera komnir í fótspor hálfgerðra landkönnuða, sem halda inn á ósnortnar breiður af snjó. Þá eru óupptaldir allir þeir kostir, sem menn hafa uppgötvað við notkun snjó- þrúgna. Einn sá helsti er sá að þær dreifa líkamsþunga notandans á stóran flöt. Af þeim sökum sekkur hann ekki algjörlega í snjóinn þar sem þrúgurnar gera honum kleift að haldast ofan á snjónum. Sumir líkja reynslunni við það þegar ökumenn jeppa hleypa lofti úr dekkjum bifreiða sinna. Þá þykir tiltölulega auðvelt að læra að ganga um á snjóþrúgum, miðað við til dæmis skíði og snjóbretti. Maður bind- ur snjóþrúgurnar einfaldlega við eigin skó og hermir svo eftir gæsagangi þegar farið er af stað; slengir löppunum ögn til hliðanna og stígur niður á hælana. Full- sannað þykir að menn detta ekki mikið í snjóþrúgugöngu, hvorki fram né aftur fyrir sig. Þá er óupptalin sú staðreynd að líkam- inn brennir meira en sex hundruð kalór- íum á klukkustund í snjóþrúgugöngu, en það er 65 prósentum meiri brennsla en hlýst af því að ganga eða hlaupa á sama hraða í jafn langan tíma. Það hljóta að teljast jákvæð tíðindi fyrir þá sem leita leiða til að grenna sig eða vilja einfald- lega komast í gott form. Þess skal jafnframt getið að í grunninn eru þrjár tegundir snjóþrúgna í boði, eftir því hvað menn ætla sér með þær: Hlaupa- þrúgur sem eru litlar og léttar, útivistar- þrúgur sem eru stærri og ætlaðar í fimm til átta kílómetra göngur og loks fjallgöngu- þrúgur sem eru stærstar og ætlaðar, eins og nafnið gefur til kynna, til fjallgöngu og lengri ferða úti í villtri náttúrunni. Snjóþrúguæðið hefur enn sem komið er ekki teygt sig hingað en snjóþrúgur eru þó fáanlegar í nokkrum af helstu sport- vöru-, útivistar- og veiðivöruverslunum landsins, meðal annars í verslunum Úti- lífs og í Íslensku ölpunum. Þannig að nú er bara að verða fyrstur og starta þessu nýja æði á Íslandi. - nrg Snjóþrúguæði í uppsiglingu Víða erlendis er ganga á snjóþrúgum vinsæl keppnisíþrótt, en þar þekkist hún undir heitinu snowshoeing.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.