Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 30
Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@365.is Forsíðumynd Anton Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Guðný Gunnlaugsdóttir gunnyg@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 Helgin 8.-10. febrúar FÖSTUDAGUR V ið keyptum Laugarásveg 21 á síðasta ári og fengum húsið afhent 1. febrúar og erum því ekki alveg búin að setja niður fyrir okkur hvaða breyting- ar við munum gera,“ upplýsir Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, en hún og eiginmaður hennar, Tómas Sigurðsson forstjóri Alcoa á Reyðarfirði, keyptu húsið af ferðamálafrömuðnum Ingólfi Guðbrandssyni. Húsið fór á sölu hjá fasteignasölunni Eignamiðl- un síðasta sumar en Ingólfur vildi minnka við sig í fermetrafjölda og er nú fluttur í íbúð á einni hæð. Laugarásvegur 21 hefur lengi verið talið eitt af fallegri húsum Laugar- ássins en Valgerður Mattíasdóttir fór í innlit til Ingólfs fyrir nokkr- um misserum þar sem þjóðin fékk tækifæri til að sjá einstakt heim- ili hans. „Mín upplifun á heimsókn- inni til Ingólfs í þetta sérstaka hús var mjög skemmtileg vegna þess að húsið endurspeglaði svo vel eig- andann og var persónulegt,“ sagði Vala Matt þegar hún var beðin um að lýsa húsi Ingólfs. „Ég vona inni- lega að þeir sem keyptu þetta sér- stæða hús eyðileggi ekki of mikið af upprunalegu innréttingunum sem eru mjög skemmtilegar og hafa staðist tímans tönn,“ bætir Vala við. Húsið var byggt árið 1959 og hafa allar innréttingar hússins fengið að halda sér frá upphafi. Húsið er rúmir 300 fermetrar að stærð, hátt til lofts og vítt til veggja og því ætti ekki að væsa um fjöl- skylduna í húsinu. Ólöf og Tómas eiga saman fjögur börn en þau eiga alveg eftir að koma sér fyrir í húsinu. „Við ætlum okkur ekki að gera neinar stórkostlega breyting- ar á húsinu enda er húsið er mjög sérstakt og við munum halda því áfram í þeirri mynd,“ sagði Ólöf alsæl með nýja húsið og staðsetn- inguna en Ólöf sleit barnsskónum á Laugarásveginum. „Ég ólst nánast upp í næsta húsi við Laugarásveg 21 en ég bjó fyrir neðan húsið og eyddi þar barnæskunni og því er þetta hverfi í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Ólöf og Tómas eyða þó flestum stundum sínum í húsi sínu á Reyðarfirði þar sem þeirra aðalheimili er. „Það skiptir okkur miklu máli að eiga athvarf hér í Reykjavík vegna starfs mín og við höfum rekið tvö heimili á sitt hvor- um staðnum í áraraðir. Þegar hús Ingólfs fór á sölu ákváðum við hins vegar að selja húsið okkar á Sel- tjarnarnesi og kaupa þetta í stað- inn enda er þetta draumastaðsetn- ingin okkar,“ segir Ólöf að lokum. bergthora@frettabladid.is Ævintýravilla Ingólfs Guðbrandssonar er komin í hendurnar á Ólöfu Nordal og fjölskyldu Ætla að breyta sem minnstu þú kemst ekki í gegnum vikuna ... ...nema þú áttir þig á því að grænn er hinn nýi svarti. Það er ekki nóg að borða bara lífrænt og flokka ruslið, þú verður að reyna að hemja neysluna. Ef þú veist ekki hvernig þú átt að fara að því fjárfestu þá í bókinni „Green is the new black“ eftir Tamsin Blanchard en hún fæst á amazon.com. ... nema þú kaupir þér hveiti- graspressu og kassa af hveiti- grasi. Svo verð- ur þú að gefa þér tíma til að massa þetta og koma jafn- vægi á líf þitt í skamm deginu. ... nema þú uppgötvir hvað klæðir þig best. ... nema þú náir púlsinum upp með þrekæfing- um. Það brennir enginn kaloríum með því að labba löturhægt á brettinu í World Class. ... nema þú skráir þig á Facebook. Tímaeyðsla hvað??? Vala MattÓlöf Nordal Ingólfur GuðbrandssonTómas Sigurðsson Glæsivillan að Laugarásvegi 21 hefur nú skipt um eigendur. Húsið er mjög sérstakt en fyrrum eigandi þess, Ingólfur Guðbrandsson, lagði mikla alúð og natni í að gera það eins sjarmerandi og hugs- ast getur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 2 • FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNMATURINN: Fátt er notalegra en að setj- ast á olíuhjúpaða bakka Tígris, dýfa þreyttum fótum í grábrúnt vatnið og maula nýveiddan masgouf, grill- aðan á staðnum. SKYNDIBITINN: Þegar maður kemur heim eftir erfiðan dag í eyðimörkinni er gott að grípa með sér gómsætan dolma-vafning, með auka gúrku. UPPÁHALDSVERSLUN: Leikfangaverslunin Uzi does it á Abu Nuwas stræti hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi. LÍKAMSRÆKTIN: Hópar fjörugra og uppátekta- samra skæruliða sjá til þess að maður er stöðugt á heilsusamlegum hlaupum milli staða. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Það jafnast ekkert á við að sitja undir stjörnubjörtum himni í hinum fornfræga dýragarði Bagdadbúa; sötra alkóhólfrítt rauðvín, slafra í sig blóðugu Tikka og fylgj- ast með öpunum við leik og störf – altsvo þeim fáu sem ekki voru sprengdir í loft upp eða voru étnir af sársoltnum almúganum eftir innrás Íslendinga og bandamanna þeirra hérna um árið. BEST VIÐ BORGINA: Heillandi suðupottur mannlífs og menningar- heima í stöðugri endur- nýjun – sem er auk þess í öruggri fjarlægð frá Íslandi. FÖSTUDAGUR: Frumsýning Íslensku óperunnar á La traviata í leikstjórn Jamie Hayes. Fullkomið upphaf að góðri helgi. • Þorrinn verður blótaður á Prikinu á föstudagskvöldinu með tilheyrandi þorramat og stemningu en þetta er annað árið í röð sem blótið er haldið þar. • Ljósmyndasýning á vegum Ljósmyndakeppni.is verður opnuð í hesthúsinu í Viðey, á bak við Viðeyjarstofu, kl. 19.00. Sama kvöld verður kveikt á friðarsúlunni í Viðey á milli klukkan 19-01 í tilefni af Vetrar hátíð. • LAUGARDAGUR: Haldið verður þriggja klukkutíma námskeið í hláturjóga í Manni lifandi en námskeiðið hefst klukkan 11.00. „Það verður brjálað að gera hjá mér um helgina. Ég er að fara að útskrifast með BA-gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst á laugardag, þ.e.a.s. ef veður leyfir! Ætli föstudagurinn fari ekki mestmegnis í að undirbúa veisluna. Svo er það spurning með sunnudaginn. Ég læt það bara ráðast.“ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, ritstjóri Skessuhorns. borgin mín BRAGI VALDIMAR SKÚLASON Baggalútur BAGDAD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.