Fréttablaðið - 13.02.2008, Page 12

Fréttablaðið - 13.02.2008, Page 12
12 13. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Tuttugu og þriggja ára karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi, þar af fjóra mánuði skilorðsbundna, fyrir líkamsárás. Hann tók 48 ára karlmann hálstaki, beit hann í fingurinn og kýldi 22 ára son hans. Árásin átti sér stað þegar feðg- arnir sátu við borð fyrir utan veit- ingastaðinn Kaffi Viktor í Hafnar- stræti í Reykjavík 1. september 2006. Faðirinn hlaut sentimetra lang- an skurð á fingri, sonurinn rotað- ist og skarst á kinn, höku og innan á vör. Fyrir dómi sagði árásarmaður- inn, sem vann sem dyravörður á staðnum, að feðgarnir hefðu ráð- ist á sig ásamt hópi manna þegar hann reyndi að fá þá til að færa sig inn. Samstarfsmaður hans tók undir það. Vitnisburður þeirra var ekki tekinn trúanlegur fyrir dómi, og árásin sögð tilefnislaus. Til viðbótar við fangavistina var maðurinn dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða föðurn- um tæpar 200 þúsund í bætur og syninum 30 þúsund krónum betur. Auk þess þarf hann að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, 261 þúsund krónur. - sþs Tuttugu og þriggja ára maður dæmdur í mánaðarlangt óskilorðsbundið fangelsi: Dyravörður beit og kýldi feðga VIÐ UPPHAF NÝS ÁRS Í Peking fylgdist þessi kona með lítilli mús hlaupa inni í hjóli. Músakúnstirnar voru liður í hátíðahöldum í tilefni af því að ár rottunnar hófst á fimmtudag. NORDICPHOTOS/AFP ■ Dyravörðurinn var á skilorði fyrir líkamsárás þegar dómur í þessu máli féll. Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af fjóra skilorðsbundna, í október 2006 fyrir líkamsárás og vopnalagabrot. ■ Þá sló hann annan mann í höfuðið með öxi fyrir utan Leikbæ í Mjódd, þannig að hann marðist á höfði. ■ Árásin var algjörlega tilefnis- laus, samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. LAMDI MANN MEÐ ÖXI ÁN TILEFNIS DÓMSMÁL Aðalmeðferð í DC- málinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Þar eru tíu manns sakaðir um að hafa brotið höfundaréttarlög með því að skiptast á skrám í gegnum forritið DC++. Þetta er í fyrsta skipti sem mál af þessu tagi kemur fyrir íslenskan dómstól. Rannsókn málsins hefur dregist mikið, en hún hófst í september árið 2004. Þá voru tölvur sakborninganna gerðar upptækar í húsleitum um land allt. Dómur í málinu verður kveðinn upp 3. mars. - sþs Dómur kveðinn upp 3. mars: Aðalmeðferð í DC-máli lokið A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Kynntu þér málið í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins í Valhöll sem er frá 18. feb. til 13. mars. Námskeiðið stendur yfir í fjórar vikur og fer fram á mánudags-, þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Dagskráin er á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is undir hnappi Stjórnmálaskólans. Skráning og nánari upplýsingar í síma 515 1777/515 1700, einnig á netfangi disa@xd.is Um hvað snúast stjórnmál? Valhöll Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is • borgarmálin • listina að hafa áhrif • flokksstarfið • menntun og menningarmál • velferðarmál • ferða- og samgöngumál • efnahagsmál • umhverfismál • utanríkismál • sjávarútvegsmál • landbúnaðarmál • stjórnskipan og stjórnsýslu • greina- og fréttaskrif • Sjálfstæðisflokkinn • starfshættir Alþingis Fyrirlestrar og umræður um DANMÖRK Lögreglan í Danmörku handtók í fyrrinótt þrjá menn sem ætluðu að ráða af dögum einn af teiknurunum tólf, sem gerðu skop- myndirnar af Múhameð spámanni árið 2005. Mennirnir voru handteknir í Árósum. Einn þeirra er fertugur danskur ríkisborgari af mar- okkóskum uppruna en hinir tveir eru túnískir ríkisborgarar. Mennirnir ætluðu að ráðast á teiknarann Kurt Westergaard á heimili hans og ráða hann af dögum. Westergaard teiknaði mynd af höfði Múhameðs með sprengju eins og höfuðfat ofan á sér. Þessi teikning er sú sem vakti einna hörðust viðbrögð af Múham- eðsteikningunum tólf, sem birtust í Jótlandspóstinum þann 30. sept- ember árið 2005 og vöktu hörð við- brögð múslíma víða um heim. Túnismönnunum tveimur verð- ur vísað úr landi en danski ríkis- borgarinn verður væntanlega fljótlega látinn laus. Hann verður þó áfram undir eftirliti leyniþjón- ustunnar. Leyniþjónusta dönsku lögregl- unnar hefur lengi fylgst með mönnunum og haft veður af áform- um þeirra. Kurt Westergaard og eiginkona hans hafa haft lögreglu- vernd í þrjá mánuði. „Vissulega óttast ég um líf mitt,“ sagði Westergaard í yfirlýsingu á vefsíðum Jótlandspóstsins, „en ég hef snúið óttanum upp í reiði og biturleika. Ég er reiður út af því að ósköp hversdagsleg verk, sem ég hef gert í þúsundavís, skuli vera misnotuð til að leysa úr læðingi slíkt brjálæði.“ Westergaard, sem er orðinn 73 ára, segist ekki vita hve lengi hann þurfi að búa við lög- regluvernd, „en ég held að eftir- hreyturnar af þessum brjáluðu viðbrögðum muni endast svo lengi sem ég lifi.“ Westergaard lét þetta þó ekki aftra sér frá því að mæta til vinnu sinnar á Jótlandspóstinum í gær, eins og aðrir starfsmenn blaðsins. Starfsmenn þar eru vanir morðhót- unum frá öfgamúslímum. Öryggis- ráðstafanir á blaðinu voru hertar mjög þegar heiftin var hvað mest árið 2006, og eru enn strangar. Jótlandspósturinn endurbirti Múhameðsteikningu Westergaards í gær á vefsíðum sínum. Mörg dönsk dagblöð lýstu því einnig yfir í gær að þau ætli að endurbirta þessa teikningu í dag. gudsteinn@frettabladid.is Vildu myrða skopteiknara á áttræðisaldri Þrír menn voru handteknir í Danmörku fyrir að hafa lagt á ráðin um að myrða danska teiknarann Kurt Westergaard. Margir danskir fjölmiðlar hafa vegna þess endurbirt teikningu Westergaards. KURT WESTERGAARD Maðurinn, sem teiknaði eina af Múhameðsteikningunum sem birtust í Jótlandspóstinum haustið 2005, segist vissulega óttast um líf sitt. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.