Fréttablaðið - 13.02.2008, Page 32

Fréttablaðið - 13.02.2008, Page 32
 13. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR Íbúar Reykjanesbæjar gætu skellt sér í vatnaleikjagarð á næstunni. ● VATNALEIKJAGARÐ- UR Á NÆSTA LEITI Vinna við endurbætur á botni vatnaleikjagarðs í Vatnaveröld í Reykjanesbæ er nú á lokastigi. Búið er að leggja nýtt grunn- efni í botninn og verið er að ganga frá yfirlagi. Ef allt gengur að óskum verður hægt að opna vatnaleikja- garðinn í lok vikunnar. Sjá frétt af www. vf.is Hjá Járnsmiðju Óðins verða hlutirnir til en þar starfar heil fjölskylda undir einu þaki. Járnsmiðja Óðins hefur verið starfrækt síðan 1986. Hún var stofnuð af Óðni Gunnarssyni meistara í vélvirkjun. Kona hans Auður Hallgrímsdóttir er fjár- málastjóri fyrirtækisins og Dan- íel Óðinsson sonur þeirra, sem einnig er meistari í vélvirkjun, er framkvæmdastjóri. Þá er dóttir þeirra Hallgerð- ur Kata Óðinsdóttir einn af tíu starfsmönnum en hún bæði smíðar og setur upp. Hún starf- ar sem stálsmiður og er að sögn móður hennar lista suðumaður og greinilega handverksmaður af guðs náð eins og bróðir henn- ar og faðir. Það má því segja að járnsmíðin renni í æðum fjöl- skyldunnar. Fyrirtækið framleiðir ýmsar nytjavörur úr stáli fyrir heim- ili, fyrirtæki og stofnanir. Má þar nefna ýmiskonar stiga, inni- og útihandrið, svalir og sérsmíð- uð húsgögn af ýmsu tagi. Þar á meðal borð, stóla, hillur, ljósa- krónur og fatahengi. Þá fram- leiðir fyrirtækið nokkrar gerð- ir af ryðfríum glerfestingum og gleri. „Við sérsmíðum flestar vör- urnar eftir pöntum frá viðskipta- vinum. Þeir koma ýmist með teikningar frá arkitektum eða eigin hugmyndir sem starfsmenn fyrirtækisins aðstoða þá við að útfæra,“ segir framkvæmda- stjórinn Daníel Óðinsson. Hann segir fyrirtækið smíða hluti fyrir hótel, verslanir og veitingastaði og nefnir hann Panorama bar í Leifsstöð sem dæmi. „Við erum þó líka í smærri verkefnum og útfærum hönn- un og hugmyndir af ýmsu tagi. Starfsemi okkar grundvallast fyrst og fremst á góðum starfs- mönnum með mikla menntun og reynslu og hafa margir þeirra langan starfsaldur hjá fyrirtæk- inu.“ -ve Hugmyndirnar öðlast líf Daníel Óðinsson er framkvæmdastjóri Járnsmiðjunnar en þar starfa einnig móðir hans, faðir og systir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • www.velfang.is • velfang@velfang.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.