Fréttablaðið - 13.02.2008, Side 49

Fréttablaðið - 13.02.2008, Side 49
MIÐVIKUDAGUR 13. febrúar 2008 25 Tónleikar verða haldnir á Gauki á Stöng í kvöld til styrktar góðvini strákanna í hljómsveitinni Hoffman sem þjáist af hinum lífshættulegum sjúkdómi ósæðaflysjun. Auk Hoffman koma fram á tónleikunum hljómsveitirnar Benny Crespos Gang, Hookerswing, Cliff Clavin og Æla. Að því er kemur fram í fréttatilkynningu er pilturinn sem á við veikindin að stríða hægt og bítandi að ná að vinna bug á sjúkdómnum með hjálp góðra vina. Gaukurinn opnar klukkan 20 og fer fyrsta hljóm- sveit á svið klukkutíma síðar. Miðaverð er 1.000 krónur auk þess sem tekið verður á móti frjálsum framlögum. Til styrktar veikum vini BENNY CRESPOS GANG Hljómsveitin Benny Crespos Gang spilar á styrktar- tónleikunum í kvöld. Bretar sem stunda ólöglegt niðurhal á netinu geta átt það á hættu að klippt verði á netteng- ingu þeirra gangi nýjar hug- myndir stjórnvalda eftir. Sam- kvæmt hugmynd- um verður tenging- unni lokað ef notendur fremja sama brot þrisvar sinnum. Fyrst fær fólk viðvörun í tölvupósti, síðan verður það sett í bann og loks verður nettengingin fjarlægð. Talið er að sex milljónir Breta sæki tónlist og kvikmyndir á ólöglegan hátt á netinu á hverju ári. Telja útgáfufyrirtæki að þau verði af gífurlegum fjármunum af þessum sökum. Stjórnvöld loka á netið NIÐURHAL Bresk stjórnvöld íhuga að taka ólöglegu niðurhali föstum tökum. Nýlega fóru auglýsingaborðar að birtast á bloggum á Moggablogg- inu. Í tæpt ár hefur þetta vinsæl- asta bloggsvæði landsins (12.800 skráðar síður) verið án auglýsinga og því hefur þessi óvænta truflun í bloggtilverunni farið illa í marg- an bloggarann. „Ef auglýsingar verða ekki fljótlega fjarlægðar af þessari bloggsíðu mun henni verða lokað,“ skrifar Guðbjörg Hildur Kolbeins og margir taka í sama streng: „Þetta blogg er minn per- sónulegi vettvangur og það er ekk- ert nema andlegt ofbeldi að neyða auglýsingum um viðskipti upp á hann,“ skrifar Sigurður Þór Guð- jónsson og er farinn í bloggstopp til að mótmæla auglýsingaborðan- um. „Það stóð nú alltaf til að bloggið stæði undir sér,“ segir Árni Matthíasson, sem er til svara hjá Moggablogginu, „enda kostar sitt að halda þessu úti. Það voru aug- lýsingar á bloggsíðunum hjá okkur frá fyrsta degi, en þær duttu út og fyrir ýmsar sakir var bloggið aug- lýsingalaust í tæpt ár.“ Árni segir einhverja hafa hætt að blogga út af auglýsingaborðun- um. „Ég veit um einhverja fjóra til fimm sem eru hættir, en það er annars erfitt að sjá hvort fólk sé hætt að blogga eða hvort það er bara svona latt. Það kom mér mest á óvart hvað margir voru búnir að gleyma því að það voru alltaf aug- lýsingaborðar þar til í fyrra.“ Árni segir alveg koma til greina að leyfa þeim sem vilja að greiða fyrir blogghýsingu á Moggablogg- inu. Í staðinn myndu þeir sleppa við auglýsingaborðann. „Í fram- haldi af þessum viðbrögðum erum við að skoða það, já. Við viljum auðvitað koma til móts við þetta fólk þótt ekki séu þetta margir. Hver einn og einasti bloggari skiptir okkur máli.“ - glh Óánægja með auglýs- ingar á Moggabloggi ÁRNI MATTHÍASSON Það stóð alltaf til að bloggið stæði undir sér. Eurovision-nördar hafa lát- ið í ljós óánægju sína með að Haffi Haff komst ekki áfram um síðustu helgi. „Hversu heimskir eru Íslending- ar??? Það hefði verið séns að þeir ynnu Eurovision með Haffa Haff... þeir vilja augljóslega ekki vinna þessa keppni.“ Þetta skrifar „Omen2008“ á spjallsíðu Euro- vision-nörda. Þar eru nánast allir sammála um að Ísland hafi gert stór mistök með því að kjósa ekki lag Svölu Björgvins sem Haffi söng, The Wiggle Wiggle Song, áfram í úrslitaþáttinn. „Þetta hljóta að vera mistök. Haffi Haff var bestur,“ skrifar „Plople“ og „Enginn Haffi? Er ykkur alvara? Þarna fór uppáhaldið mitt,“ skrif- ar „Jonngait“. „Já, er fólk að skrifa þetta?“ spyr Haffi, nokkuð uppveðraður. „Ég var nú alveg búinn að búa mig undir að detta út enda var ég viss um að Ho ho ho færi áfram og ég vissi líka að Ragnheiður Gröndal er vinsæl. Svo það er langt frá því að ég sé bitur og sár. Það hefði auðvitað verið gaman að fara áfram því ég hefði getað gert enn geðveikara atriði næst.“ Haffi, sem hafði aldrei sungið opinberlega fyrr, getur ekki verið annað en ánægður með viðtökurn- ar þótt hann hafi dottið út. „Þetta er rosaleg kynning fyrir mig og ég er stoltur af laginu og atriðinu. Kannski var þetta bara allt of mikið fyrir Ísland núna – alltof mikið „búmm!“ En ég er mjög upp með mér með viðtökurnar.“ Förðun er aðalstarf Haffa. Hann sér til dæmis um meikið í Bandinu hans Bubba. „Ég fékkst við list- sköpun á yngri árum og væri mjög til í að pæla betur í því. Til dæmis að mála olíumyndir.“ Og Haffi er vitanlega til í meiri músik. „You better believe it,“ segir hann. „Ef einhver vill gera eitthvað sniðugt þá er bara að hafa samband. En ég nenni engu smá- dæmi. Það er annaðhvort heimsyf- irráð eða dauði. Ég er bara þannig gaur.“ Þótt Euro-nördar gráti Haffa kemur maður í manns stað. Almenn ánægja virðist ríkja með Eurobandið, en hún er reyndar ekki einróma, og öll önnur lög fá líka jákvæða umsögn nördanna. Það virðist þó enn von fyrir Ísland þótt Haffi sé úr leik. En með hverj- um skyldi Haffi halda? „Ég fíla Friðrik Ómar vin minn og finnst alveg kominn tími til að hann fari í Eurovision. Hann er í þessu alveg hundrað prósent, af öllu hjarta. Alveg eins og ég var. Ég sagði honum stundum hversu rosalega stoltur ég væri af því að taka þátt í sömu keppni og hann. Og hann sagði bara: „Æi, þegiðu maður!““ gunnarh@frettabladid.is Euro-nördar gráta Haffa Haff HEIMSYFIRRÁÐ EÐA DAUÐI Haffi Haff er til í meira popp en nennir engu hálfkáki.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.