Fréttablaðið - 20.02.2008, Síða 23

Fréttablaðið - 20.02.2008, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 20. febrúar 2008 5 Pace-gúmmíkvoðan virkar sem fínasti þakdúkur en galdurinn á bak við efnið er teygjanleik- inn. Þakdúkurinn er fín lausn fyrir þök sem eru farin að láta á sjá en efnið virkar nokkurn veginn eins og málning. Undanfarið hefur væta einkennt landið og þá einkum höfuðborgar- svæðið, snjó hefur kyngt niður en hlánað jafnóðum og rok með til- heyrandi rigningu er í spákortun- um fleiri daga í viku en við kærum okkur um. Hvað húsnæði varðar þá bitnar slík veðrátta fyrst og fremst á þakinu. „Hér rignir lárétt og lóðrétt og úr öllum áttum og því er nauðsyn- legt að þakið sé vel varið,“ segir Bergsteinn Ómar Óskarsson sem flytur inn efni sem kallast Pace. „Pace er auðveld lausn fyrir við- hald þaka og stöðvar allan leka. Í nánast öllum tilfellum höfum við skilað þakinu vatnsheldu í fyrstu tilraun,“ bætir Bergsteinn við og segir að þetta sé afbragðslausn fyrir þök sem eru farin að láta á sjá. Pace er meðhöndlað líkt og málning; litaðri gúmmíkvoðu er sprautað úr dælu á þakið eftir að búið er að þvo flötinn, bera sýru á ryðguðu fletina og fara yfir allar festingar þaksins. Efnið lekur svo í hverja glufu, lokar þannig öllum götum og stöðvar allan leka. „Þetta er ekki flókið ferli en það virkar, við notum nokkuð kröftugar dælur, það dugir engin málninga- dæla, þetta er það mikið þykkara en málning.“ En í raun virkar þetta eins og málning. Eftir að efnið er komið á og hefur þornað lítur þakið út eins og það sé nýmál- að. „Í raun getur hver sem er sett þetta á, já, en við seljum þjónust- una með þá tryggingu að þetta sé gert hundrað prósent rétt. Regla númer eitt, tvö og þrjú er í raun að bera þetta á þurran flöt, reyndar er eina leiðin til þess að þetta mis- takist að þetta fari á vott svæði,“ svarar Bergsteinn þegar hann er spurður út í hvort þetta sé aðeins á færi sérfræðinga. „Galdurinn við þetta efni er teygjanleikinn. Þó það myndist sprunga eða hola í efninu undir þá sér aldrei á gúmmíkvoðunni, hún er það teygj- anleg að hún helst áfram heil og verndar þakið. Það þarf ansi mikið að ganga á svo það sjái eitthvað á henni.“ En ekki eru allir þeir sem huga þurfa að viðhaldi þaksins með járn á þakinu. „Við höfum notað þetta mest á járnþök en þetta virkar vel á allar gerðir, hvort sem þau eru steypt eða úr áli eða hverju sem er. Ef það er farið að sjá til dæmis á pappaþaki, olían farin úr pappan- um og sprungur farnar að mynd- ast, þá er þetta sennilega ein besta og auðveldasta leiðin til viðgerða og viðhalds.“ Hægt er að nálgast stutt kennslumyndband í Pace-umboð- inu hjá Bergsteini Ómari sem sýnir hversu auðvelt ferlið er og hver og einn getur gert það upp við sig hvort þetta sé lausnin sem hann þarf fyrir þakið. - kik Með holur í þakinu Bergsteinn með undraefnið í baksýn. MYND/KRISTJÁN KRISTJÁNSSON KERTO LÍMTRÉ SKRIFSTOFA: HOLTSBÚÐ 93 • SÍMI 566 6606 VERKSMIÐJA: NORÐURGARÐUR 8 • MOSFELL@MOSFELL.IS Notaðu KERTO LÍMTRÉ í burðarvirkið KERTO LÍMTRÉ í milligólfið KERTO LÍMTRÉ það sem fagmenn velja Sagað eftir þínum málum KERTO LÍMTRÉ fyrir þá sem vilja gæði og hagkvæmni. YFIR 25 ÁRA REYNSLA Á ÍSLANDI MEÐ KERTO LÍMTRÉ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.