Fréttablaðið - 20.02.2008, Page 38

Fréttablaðið - 20.02.2008, Page 38
 20. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR Nýr, endurhannaður Ford Focus, hlaðinn tækninýjungum kemur í Brimborg í næsta mánuði. Hinn nýi Ford Focus þykir sverja sig í ætt við Mondeo hvað útlit varðar. Hann er með mjúkar línur og sterkan ættarsvip nýrra bíla frá Ford í Evrópu. Ford Focus býr yfir frábærum aksturseiginleikum sem meðal annars má þakka nýrri hönnun. Innréttingar bílsins þykja bera vott um gæði auk þess sem staðal- búnaður hans hefur verið aukinn. Nýr Focus kemur með nýjum, lok- lausum EasyFuel-búnaði frá Ford sem hindrar að röngu eldsneyti verði dælt á bílinn. Meðal aukabúnaðar sem verður fáanlegur með nýjum Focus eru loftþrýstingsnemar sem fylgjast með loftþrýstingi í dekkjum og auka öryggi og draga úr eldsneyt- iseyðslu. Einnig spennubreytir fyrir 230w rafmagnstæki auk sér- staklega vandaðra DBA-hljóm- flutningstækja með tengi fyrir MP3-spilara, AFS-beygjuljós og fleira. Ford Focus með tveggja lítra Duratorq TDCi díselvél verð- ur í boði síðar á árinu með nýjum PowerShift-gírkassa frá Volvo. Um er að ræða sex gíra sjálfskipt- an kassa með beinskiptimöguleika og tvöfaldri vökvakúplingu, sem framkallar tafarlausar en jafn- framt sérlega mjúkar skipting- ar. Með þessari nýju tækni hefur tekist að auka eldsneytisnýtingu um tíu prósent í Ford Focus sam- anborið við fyrri sjálfskiptingu og einnig minnka útblástur koltvísýr- ings. -rve Endurfæddur Focus Hinn nýi Ford Focus verður hlaðinn tækninýjungum. Ný kynslóð af lúxusjepplingnum Land Rover Freelander hefur hlotið góðar viðtökur um allan heim. Ný kynslóð af lúxusjepplingn- um Land Rover Freelander hefur hlotið góðar viðtökur um allan heim. Viðtökurnar hafa sömuleiðis verið góðar á Íslandi en í árslok hlaut Freelander 2 útnefninguna bíll ársins 2008 frá Samtökum íslenskra bíla- blaðamanna. Freelander 2 hefur rakað inn viðurkenningum víða um heim. Hefur hann meðal annars verið útnefndur sem besti jeppling- urinn á markaðnum í sjón- varpsþættinum Top Gear, bíla- blöðunum 4X4 Plus og What Car. Þess má geta að eldri útgáfan af Freelander mætti þó nokk- urri mótstöðu vegna galla sem áttu til í að koma upp í henni. Fyrirtækinu var því mikilvægt að sýna að nýja kynslóðin væri vel heppnuð. Ætlunarverkið virðist hafa heppnast og eru blaðamenn al- mennt á því að bifreiðin sverji sig meira í ætt við Discovery og Range Rover heldur en for- vera sinn. -rve Besti jeppl- ingurinn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.