Fréttablaðið - 20.02.2008, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 20.02.2008, Qupperneq 54
26 20. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is > LINDSAY & MARILYN Lindsay Lohan situr fyrir á Evuklæðunum í nýjasta tölu- blaði New York Magazine. Hún bregður sér þar í gervi Mari- lyn Monroe, og endurskapar töku sem kölluð var „The Last Sitting“. Þá sat stórstjarnan fyrir hjá ljósmyndaranum Bert Stern, aðeins sex vikum áður en hún lést. Það var líka Stern sem myndaði Lindsay, sem sagðist ekki hafa getað neitað svo góðu tilboði. Ryan Phillippe segir einu ástæðuna fyrir því að pappar- azzi-ljósmyndarar fylgist með daglegu lífi hans vera þá að hann hafi verið giftur launahæstu leikkonu í heimi, Reese Witherspoon. Hann segir einnig að þessi athygli hafi gert honum erfiðara um vik þegar þau skildu. „Þegar þú gengur í gegnum efiðasta tímabil lífs þíns er það síðasta sem þú vilt að fólk hafi skoðun á því,“ segir hann. FRÉTTIR AF FÓLKI Rokksveitin We Made God fær fjórar stjörnur af fimm möguleg- um í nýjasta tölublaði breska tón- listartímaritsins Q fyrir væntan- lega plötu sína As We Sleep. „We Made God á skilið stærri áhorfendahóp fyrir sína fyrstu plötu sem hún gefur sjálf út,“ segir í dómnum. „Sveitin blandar saman ambient-hljóðheimi Sigur Rósar og krafti Deftones. Epískur hljómurinn og rödd Magga hafa bæði yfir fegurð og hryllingi að ráða. Frábær frumraun.“ We Made God fékk á síðasta ári fjögur K í breska tímaritinu Kerr- ang! fyrir frammistöðu sína á Ice- land Airwaves-hátíðinni og virðist því vera að gera eitthvað rétt. As We Sleep er fyrsta plata sveitar- innar og er hún væntanleg á næst- unni. Næstu tónleikar We Made God verða í Gamla bókasafninu í Hafn- arfirði á fimmtudagskvöld klukk- an 20. Þar koma einnig fram Diagon og Ten Steps Away. Fjórar stjörnur í Q WE MADE GOD Rokksveitin We Made God hefur fengið mikið lof fyrir væntan- lega plötu sína. Birgitta Haukdal mun flytja lag Hafdísar Huldar Þrastardóttur, Núna veit ég, með Magna Ásgeirssyni í úrslitum undankeppni Eurovision á laugardag. Hún var fjarri góðu gamni í undanúrslitunum, þegar Magni flutti lagið upp á eigin spýtur. „Hún ætlaði að reyna að eyðileggja fríið sitt með því að stytta það, en ég vildi ekki leyfa henni það. Við vissum bara ekkert af þessum undanúrslitum, og vinnum bæði við að vera tónlistarmenn, sem þýðir að maður er bókaður aðeins meira en þrjár vikur fram í tímann. Það var eiginlega bara algjör tilviljun að annað okkar komst,“ segir hann hlæjandi. Lagið verður því nærri sinni uppruna- legu mynd á laugardag. „Fyrst þegar við sungum lagið saman fannst okkur það aðeins of auðvelt,“ segir Magni kíminn. „Við hækkuðum lagið upp um tvo heiltóna, svo við þyrftum að hafa svolítið fyrir þessu, og svo endaði ég á að þurfa að syngja það einn. Þá bættum við aðeins gítörum inn í þetta, til að gera það kraftmeira, en okkur finnst þetta svo frambærilegt lag að við viljum ekkert breyta því að ráði,“ útskýrir Magni. Hann segir teymið að baki „Núna veit ég“ hafa ákveðið að taka ekki þátt í Eurovision-sirkusnum, eins og hann orðar það. „Það er engin konfettí- sprengja hjá okkur, og ég er ekki búinn að fara í ræktina,“ segir hann og hlær við. „Annað hvort líkar fólki vel við lagið eða ekki. Ég er á því að þetta sé ennþá lagakeppni og man eftir fyrstu keppnunum þegar það var tekið fram að hér væri ekki verið að velja flytjanda heldur lag,“ segir Magni. - sun Birgitta með í úrslitunum Þekktasti sjónvarpskokkur Dana, Claus Meyer, hélt námskeið fyrir krakka úr Melaskóla í Norræna húsinu í gær þar sem hann leiddi þá inn í ævintýraheima elda- mennskunnar. Fréttakonan Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, sem hefur gefið út vinsælar mat- reiðslubækur, hjálpaði krökkun- um við eldamennskuna. „Þetta var rosalega gaman. Hann var að kenna þeim á bragð- laukana og um grunnkryddin. Mér fannst hann ná rosalega vel til krakkanna,“ segir Jóhanna Vigdís. „Þetta er maður sem hefur gaman af því að elda mat og hann er skemmtilegur og sjarmerandi. Hann rekur veitingastaði, á sinn eigin búgarð og ferðast um heim- inn og heldur fyrirlestra.“ Jóhanna segir að Claus hafi líkt matargerðarlist við að mála mynd og kom hann henni mikið á óvart þegar hann lét krakkana blanda saman skyri, hrognum og sykri sem meðlæti. „Þetta voru frábær- ir krakkar sem komu úr Melaskóla og þau voru virkilega tilbúin að læra.“ Eftir námskeiðið hélt Claus fyrir lestur í Norræna húsinu þar sem hann ræddi nánar um verk- efni sitt á Norðurlöndum sem ber yfirskriftina „Nýja norræna mat- arhreyfingin“. - fb Skyr og hrogn í eitt CLAUS MEYER Danski sjónvarpskokkurinn leiddi nemendur Melaskóla inn í ævintýra- heima eldamennskunnar. Jóhanna Vigdís var krökkunum til halds og trausts. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SNÝR AFTUR Á LAUGARDAG Birg- itta mun syngja með Magna í úrslitum Laugar- dagslaganna um helgina, en hún var fjarri góðu gamni í undan- úrslitunum. EKKERT KONFETTÍ Magni segir teymið að baki „Núna veit ég“ ekki taka þátt í Eurovision- sirkusnum. Hvernig má efl a velferð stjúpfjölskyldna? Askja – HÍ 22. febrúar 2008 kl. 14:00 – 17:30 – Stofa N-132 Málþingið er haldið að frumkvæði Félagsráðgjafafélags Íslands og Félags stjúpfjölskyldna, í samvinnu við Rannsóknarsetur í barna og fjölskylduvernd, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Heimili og skóla, Biskupsstofu, Mentor og Samtökin 78. Skráning fer fram á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða felagsradgjof@felagsradgjof.is Vinsamlegast skráið nafn, vinnustað, greiðanda og tölvupóstfang. Þátttökugjald er 1500 kr og greiðist inn á reikning 120-26-9101 kt. 701205-2190 eða við komu. Dagskrá Fundarstjóri: Jóhanna Rósa Arnardóttir forstöðumaður Rannsóknarsetur í barna og fjölskylduvernd 13.30 - 14.00 Skráning 14.00 - 14.10 Ég fékk stjúppabba 4 ára Júlía Sæmundsdóttir, félagsráðgjafanemi, Félagi stjúpfjölskyldna 14.15 - 14.30 Stjúptengsl - vannýtt auðlind? Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi MA, formaður Félags stjúpfjölskyldna og ritstjóri www.stjuptengsl.is 14.30 -14.45 Tilfi nningalegur rússíbani - faðir með börn á tveimur heimilum Páll Ólafsson félagsráðgjafi , MA, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands 14.45-15.05 Frá reynslusögum til rannsókna - og þróast hönd í hönd Dr. Sigún Júlíusdóttir félagsráðgjafi og prófessor HÍ 15.05-15.25 Hlé 15.25 - 15.40 Stjúpfjölskyldur í tölum Ólöf Garðarsdóttir, deildarstjóri Mannfjöldadeildar Hagstofunnar 15.40 - 16.00 “Ég held að pabbi hafi verið ættleiddur” Björk Erlendsdóttir skólafélagráðgjafi og MSW nemi 16.00 - 16.20 Heimili og skóli Helga Margrét Guðmundóttur verkefnastjóri Hinsegin stjúptengsl - Guðbjörg Ottósdóttir félagsráðgjafi , Samtökin 78 Neskirkja - Sigurður Árni Þórðarson prestur 16.20 - 17.10 Pallborð Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður og framsögumenn 17.10 -17.20 Niðurstöður kynntar og málþingsslit Álfgeir Kristjánsson, aðjúnkt Kennslufræði- og lýðheilsudeildar HR 17.30 Léttar veitingar A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.