Fréttablaðið - 09.03.2008, Síða 60
ATVINNA
9. mars 2008 SUNNUDAGUR2618
1
Neytendastofa
Neytendastofa óskar eftir að ráða metnaðarfullan ein-
stakling til starfa á Öryggissviði stofnunarinnar. Um er
að ræða faglega krefjandi starf þar sem reynir á skipu-
lagshæfni og samskipti við innflytjendur, seljendur vöru
og þjónustu og faggiltar skoðunarstofur er annast fram-
kvæmd á markaðseftirliti í umboði Neytendastofu.
HELSTU VERKEFNI:
Skipulagning á markaðseftirliti með vörum sem
Neytendastofa annast lögum samkvæmt, með
það að markmiði að tryggja hagkvæmni og sam-
hæfingu í eftirliti á markaði
Umsjón með samskiptum Neytendastofu við fag-
giltar skoðunarstofur sem annast framkvæmd
markaðseftirlits hjá innflytjendum og verslunum
hér á landi í umboði hennar
Umsjón með samskiptum við önnur eftirlitsstjórn-
völd á Evrópska efnahagssvæðinu vegna tilkynn-
inga um hættulegar eða eftirlýstar vörur á markaði
Gerð verklagsreglna sem tengjast framkvæmd
markaðseftirlits með öryggi vöru
Þátttaka í gerð kynningarefnis um öryggi vöru,
CE-merkingar og ábyrgð innflytjenda og söluaðila
varðandi öryggi vöru
Þátttaka í innlendu og erlendu samstarfi um reglu-
gerðir, reglur og samhæfða staðla sem gilda
um öryggi vöru og merkingar
Menntun:
Sérfræðingur skal hafa lokið háskólaprófi, tækni-
fræði, iðnfræði eða annarri menntun sem nýtist í
starfi hans.
Almenn þekking:
Góð almenn þekking á tölvum og skrifstofu-
hugbúnaði
Góð íslensku- og enskukunnátta, færni í einu
Norðurlandamáli æskileg
Almenn þekking á íslensku stjórnkerfi og opinberri
stjórnsýslu er kostur
Hæfni:
Sjálfstæði, nákvæmni og frumkvæði í starfi.
Mjög góð almenn tölvukunnátta og reynsla í
notkun skrifstofuhugbúnaðar
Samskiptahæfileikar og gott vald á rituðu máli
Hæfni til að leiðbeina fólki
Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem
fyrst. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningum
opinberra starfsmanna. Vakin er athygli á 20. gr. laga
nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna
og karla.
Umsóknir óskast sendar Neytendastofu, Borgartúni 21,
105 Reykjavík, eða rafrænt á póstfang stofnunarinnar,
postur@neytendastofa.is, eigi síðar en 28. mars 2008.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði. Öllum umsóknum
verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur
verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veita Tryggvi Axelsson
forstjóri og Helga Sigurðardóttir fjármálastjóri í síma
510 1100. Netföng: tryggvi@neytendastofa.is og
helga@neytendastofa.is.
Öryggissvið Neytendastofu hefur m.a. umsjón með
málum er varða öryggi neytenda á Íslandi þ.á.m. að
skipulagningu á markaðseftirliti með vörum sem fram
fer hjá innflytjendum og seljendum vara og tekur ákvarð-
anir um afturköllun á hættulegum vörum á markaði.
SÉRFRÆÐINGUR
Öryggi vöru
og markaðseftirlit
Frumskógar-café í verslun Just4Kids óskar
eftir starfsfólki í fullt starf.
Vinnutími: 9-19 alla virka daga
og annan hvern laugardag.
Umsóknir sendist á just4kids@just4kids.is
Frumskogar
Cafe
!
"
#
$ !
$
% "
&
'()'*+,-../'(0../
1 23415-..6..1!%5-..6./1777 8 "2
$$
#
1
"2
$
9:
8 $
$ ; <
#
9:
=*># ?
# 8 +@ A
A
$
" $
; B"
%
=
C
D
$
$ 5-..
6..
#777
!
E$
"2
F9
" $
9