Fréttablaðið - 22.03.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 22.03.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500022. mars 2008 — 80. tölublað — 8. árgangur Margur heldur mig sig FJÖLDI FÓLKS DEILIR EFTIR- LÆTISMÁLSHÆTTINUM SÍNUM 40 Opið 10–18 í dag LAUGARDAGUR UPPRISA MARÍU MAGDALENU Þórhallur Heimisson birtir nýja sýn á eina áhrifamestu konuna í lífi Jesú Krists. VIÐTAL 28-29 LÖGREGLUMÁL Götuhópur fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók tvo litháíska karlmenn með nokkurt magn af e- töflum í fórum sínum á miðvikudagskvöld. Annar mannanna var fyrir skömmu dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að ráðast á meðlimi götuhópsins á Laugaveginum í janúar. Hinn maðurinn var sýknaður í því máli ásamt öðrum landa sínum. Tveir lög- reglumenn slösuðust alvarlega í árásinni. Mikil óánægja varð meðal lögreglumanna þegar Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóminn yfir mönnunum. Götuhópurinn var á miðvikudagskvöldið við hefðbundið eftirlit með sölu og dreif- ingu fíkniefna á skemmtistöðum þegar mennirnir voru teknir. Samtals komu upp fimm mál, þar sem fólk var með neysluskammta fíkniefna í vörslu sinni, amfetamín, kannabis og e-töflur. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefna- deildar lögreglunnar, staðfesti við Fréttablaðið að fimm fíkniefnamál hefðu komið upp en vildi ekki tjá sig um einstaka þætti þeirra. Árásin í janúar átti sér stað fyrir utan veit- ingastaðinn Monte Carlo á Laugavegi. Fjórir óeinkennisklæddir lögreglumenn voru þá við fíkniefnaeftirlit og höfðu afskipti af tveimur körlum og einni konu. Á sama tíma komu menn- irnir þrír, litháískir ríkisborgarar, akandi niður Laugaveginn ásamt tveimur löndum sínum og íslenskri konu. Mennirnir sögðust hafa haldið að lögreglu- mennirnir, sem voru óeinkennisklæddir, hefðu ætlað að ráðast á fólkið. Þeir hefðu viljað koma fólkinu til hjálpar. Einn Litháanna fór út úr bíln- um og kýldi tvo af lögreglumönnunum. Mönnunum þremur var svo öllum gefið að sök að hafa ráðist á annan lögregluþjón, slegið hann ítrekað, meðal annars í höfuðið, og sparkað tvisvar í höfuð hans eftir að þeir höfðu fellt hann. Lögreglumaðurinn hlaut heilahristing og marga aðra áverka. Lögreglumennirnir þurftu áfallahjálp eftir árásina. Samkvæmt dómnum fékkst ekki fullsannað hver hefði ráðist á lögreglumanninn, enda hefðu fleiri en ákærðu verið á staðnum. Voru þeir því allir sýknaðir. Ríkissaksóknari hefur nú dóminn yfir árásarmönnunum undir höndum og mun ákvarða hvort honum verði áfrýjað til Hæsta- réttar. Sú ákvörðun liggur fyrir eftir páska. Lithái sem sló lögregluþjón handtekinn með e-töflur Götuhópur fíkniefnadeildarinnar tók tvo menn með e-töflur á miðvikudagskvöld. Þessir tveir menn voru í hópnum sem réðst á götuhópinn í janúar og stórslasaði tvo lögreglumenn. 56 22. mars 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNAAnna Margrét Björnsson > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNARFimmta lína Kate Moss fyrir Top Shop Fyrirsætan Kate Moss hefur hann-að sína fimmtu fatalínu fyrir bresku tískukeðjuna Top Shop. Nýja línan er innblásin af ferðum Moss til Indlands, Ibiza og Miami og er eins konar blanda af hippatísku og lúxus. Meðal fatnaðarins má finna silkikjóla og blússur með Astekamynstri, blúnduskokka og kjóla í „twent- ies“ stíl og síð fín pils fyrir kvöldið. LOMO myndavél til að fanga öll augnablik páskanna á meira „ avant-garde“ hátt en með digital-vélinni. Fæst í Hans Petersen. Glanskremið „Ombre Glacé“ frá Lancome sem lífgar upp á kinn-bein, enni og augnlok. Miuccia Prada segist alltaf hafa hatað blúndur en ákvað að storka sjálfri sér og byggja alla línu næsta veturs á þessu kvenlega efni. „Þetta er jú efnið sem allar konur nota á mikilvægustu augnablikum ævi sinnar,“ sagði hún að lokinni sýningu fyrir veturinn 2008 í Mílanó. „Konur klæðast blúndum þegar þær eru skírðar, giftar og í jarðarförum.“ Fleiri ítalskir hönnuðir léku sér með blúndur, þar á meðal Dolce & Gabbana, Etro, Allessandro dell Aqua og La Perla og útkoman var hreint unaðsleg - kvenlegt, sexý og klassískt. -amb ÍTALSKIR HÖNNUÐIR SÆKJA Í ÍTALSKAR HEFÐIRDásamlegar blúndur KÁPA Dásamlega falleg síð kápa með belti í mitt-ið frá Dolce et Gabbana fyrir haust/vetur 2008. KVENLEGT Svartur blúndukjóll með mjaðmastykki frá Prada. FJAÐRIR Kvenleg blóm, fj Eins og mörgum öðrum krökkum leiddist mér föstudagurinn langi alltaf óskaplega mikið. Þá var lítið hægt að hafa fyrir stafni og foreldrarnir gerðu mann þunglyndan með sorglegum sálumessum á fóninum. Á páskunum fékk ég oft marsípangrís að þýskum sið (bjó þar í nokkur ár) og tímdi aldrei að borða hann. Ég vorkenndi honum alltaf svo mikið eftir að hafa bitið af honum rófuna að grísinn fékk bara að dúsa inni í skáp þar til næstu páskar komu og mamma fann hann uppþornaðan og henti honum í ruslið. Páskar hafa alltaf verið tengdir einhvers konar annarlegu hugar- ástandi hjá mér. Svona ofgnótt af fríi, sorg, nammi, leiðinlegum fermingar- veislum og gulum lit, allt í einum graut. Gulur litur hefur nefnilega alltaf farið í taugarnar á mér. Meira að segja þegar ég var lítil stelpa fannst mér þetta gula ungaflóð á vorin ekkert sérstaklega smart og hreinlega fara verulega illa með flestu. Ég hef aldrei keypt það þegar tískuhúsin æpa „ Gult, gult“ annað slagið. „Neu rave“-tískan og neongult síðasta sumar fór alveg með mig. Ég verð hreinlega að viðurkenna að mér hefur alltaf þótt gulur litur alveg viðurstyggilegur. Mér finnst hann vemmilegur og óklæðilegur. Samt get ég auðvitað dáðst að honum á öðrum konum sem bera hann. Gulur á jú að vera litur hamingjunnar, hann er hlýr og sérlega áberandi. Áberandi já. Svona dálítið eins og viðvörunarskilti. Og það er einmitt kannski punkturinn í þessu hjá mér, sumar konur vilja kannski líta út eins og viðvörunarskilti en aðrar ekki. Samt er gulur litur sólarinnar og vorsins og á að færa manni innri hlýju og vellíðan. Krakkar eru sætir í gulu. Í sumar verður gult áberandi hjá mörgum tískuhúsum þar sem hippalúkkið er allsráðandi en gulur er auðvitað einn af þessum skynörv- andi litum ásamt bláum, grænum og brúnum. Ég gerðist af einhverjum ástæðum svo frökk að kaupa heiðgulan stuttan batik-kjól úti í Tógó í febrúar þegar Afríkusólin brenglaði allt mitt innra litaskyn. Kjóllinn er dásamlegur en ég á örugglega aldrei eftir að fara í hann. Því meira að segja páskaliljur fara í taugarnar á mér. Þær gera nákvæmlega ekkert fyrir heimili mitt nema að vera algerlega út úr sétteringu við innbúið og svo er líka vond lykt af þeim. Nú kann einhverjum að þykja þetta einstaklega ópáskalegt og geðvonskulegt en ég hef bara sætt mig við það að gulur hefur aldrei og mun aldrei verða minn litur. Við nánari athugun er þessi neikvæðni mín út í gula litinn kannski ekkert svo klikkuð. Á miðöldum var guli liturinn litur dauðans, og í Egyptalandi ber fólk ennþá gul klæði til að votta hinum látnu virðingu sína. Tengingin við dauðann er ef til vill önnur augljós ástæða þess að við berum þennan lit á páskum auk þess að fagna hækkandi sól. Gulur litur hefur nefnilega neikvæða merkingu í vissum löndum og táknar stundum meira að segja bleyðuhátt. Svo hefur til dæmis hugtakið „gula pressan“ ekkert sérlega jákvæða merkingu. Á páskum skreyti ég mitt heimili með krókusum og vott af uppáhaldslitnum mínum, grænum. (Að undan- teknu páskaskrauti búnu til af ungviðinu sem er auðvitað bara krúttlegt). Ég veit að þessi fýla mín út í gula litinn er bara einhver meinloka í mér. Get því mælt eindregið með því að smekkvíst fólk noti gula litinn óspart ásamt til dæmis fjólubláum, ólífugrænum, brúnum eða appelsínugulum. Næsta haust eru til dæmis karrígular sokkabuxur aðalmálið og þá við einhvern af ofangreindum litum. Eins er ég fullviss um að karrígulir púðar myndu poppa upp hvaða heimili sem er. Bara ekki mitt. Með ofnæmi fyrir gulu Dásamlega vorlegt og gam-aldags nærfatasett í „pinup“ stíl frá Systrum, Laugavegi. BLÁTT Skemmtileg blanda af settlegri karlmannlegri bómull-arskyrtu og svörtum blúndum frá Prada. OKKUR LANGAR Í… VEÐRIÐ Í DAG LÖGREGLUMÁL Ökumaður torfæru- mótorhjóls slapp naumlega þegar hann missti hjólið í sjóinn við ósa árinnar Klifanda á Sólheimasandi laust fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. Hugðist maðurinn ásamt þremur öðrum félögum sínum þvera ána Klifanda á mótorhjól- um við ósinn. Hafði mótorhjól mannsins stöðvast í ósnum og var hann að rétta það af þegar undiralda reif í hjólið og ákvað maðurinn að sleppa taki á því til að bjarga sjálfum sér. Komst hann með aðstoða félaga síns blautur, kaldur og hrakinn aftur á land en hjólið hvarf í sjóinn og sást ekki meira. Lögreglan á Hvolsvelli vill koma því á framfæri að sjórinn getur verið varhugaverður á söndunum við suðurströndina þar sem útsog er oft mjög öflugt. - ovd Ökumaður slapp naumlega: Sjórinn tók mótorhjólið ST ÍL L 56 FJÖR Í BLÁFJÖLLUM Fjöldi fólks lagði leið sína í Bláfjöll í gær enda skíðafærið gott og veður með besta móti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Milt og rólegt Í dag er milt og rólegt veður og verður um páskana, á öðrum degi páska má þó búast við talsverðri úrkomu víða um land. Á morgun verður úrkoman bundin við suðurhelming landsins. VEÐUR 4 2 0 0 3 0 ÚTIVIST Þúsundir Íslendinga nutu veðurblíðunnar í gær á skíða- svæðunum í Bláfjöllum og Hlíðar- fjalli á Akureyri. Tæplega fjögur þúsund manns sleiktu sólina í snjónum í Hlíðarfjalli, sem er metfjöldi að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins. „Við höfum aldrei selt eins marga miða í lyfturnar,“ segir Guðmundur. „Auk þess var mikill fjöldi kominn bara til þess að sýna sig og sjá aðra.“ Guðmundur býst við viðlíka aðsókn nú um helgina. Í Bláfjöllum voru um sex þús- und manns, að sögn Magnúsar Árnasonar, framkvæmdastjóra skíðasvæðisins. „Þetta er stór- kostlegur dagur,“ sagði hann þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Sá næststærsti hjá okkur þetta árið.“ Á morgun verður gestum boðið upp á tónleika í Bláfjallaskála. Þeir hefjast klukkan eitt þegar plötusnúðar þeyta skífum og liðs- menn Benna Hemm Hemm munu síðan stíga á svið klukkan þrjú. - sh Landsmenn nýta páskablíðuna til að renna sér í snævi þöktum brekkum: Metfjöldi í Hlíðarfjalli í gær
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.