Fréttablaðið - 22.03.2008, Page 6

Fréttablaðið - 22.03.2008, Page 6
6 22. mars 2008 LAUGARDAGUR UTANRÍKISMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra mun leiða fjölmenna íslenska sendi- nefnd til eyjunnar Barbados á morgun. Þar munu íslensk stjórn- völd ásamt öðrum standa fyrir ráð- stefnu fulltrúa eyríkja í Karíba- hafinu um þróunarmál. Ingibjörg Sólrún mun meðal annars funda með Christopher Sinckler, utanrík- isráðherra Barbados. „Við munu eiga samræður við ríki til að kynna Ísland og undir- byggja framboð Íslands til öryggisráðsins. En við erum líka að fara til að renna stoðum undir þróunar- samvinnu á nýjum svæðum og til að styðja við útflutning á íslenskri þekk- ingu,“ segir Kristín Árna- dóttir, kosningastjóri framboðs Íslands til öryggisráðs SÞ. „Það þarf að horfa í auknum mæli til þessara ríkja og við höfum ekki dulið þau þess að við erum í framboði,“ segir Kristín. Ráðstefnan hefst á þriðjudag og stendur í þrjá daga. Að henni standa, auk Íslands, stjórnvöld á Barbados og Efnahags- og félags- málaskrifstofa Sameinuðu þjóð- anna. Markmið ráðstefnunnar er að leggja grunn að þróunarsam- vinnu og samstarfi við sextán eyríki á svæðinu. Með í för verða meðal annars fulltrúar Þróunar- samvinnustofnunar (ÞSSÍ), Haf- rannsóknastofnunar, Landhelgis- gæslunnar, Sjávarútvegsskóla og Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og orkufyrirtækja. Einhver ríkjanna hafa þegar lýst áhuga á því að ræða aðkomu Íslands að ákveðnum málaflokk- um, yfirleitt tengdum jarðhita- verkefnum eða fiskveiðistjórnun og landhelgisgæslu, segir Kristín. Í ferðinni verður meðal annars skrifað undir samning um þjálfun starfsmanna milli Sjávarútvegs- skóla Háskóla Sameinuðu þjóð- anna, sem starfar á Íslandi, og svæðasamtaka um fiskveiðistjórn- un í Karíbahafinu. ÞSSÍ er í dag með sex samstarfs- ríki og ekki stendur til að fjölga þeim um sextán. Leið stofnunar- innar til að koma að þróunarsam- vinnu á svæðinu yrði því líklega í gegnum svæðasamtök en ekki með beinu samstarfi við ríkin sextán. „Okkar fólk fer eingöngu til Bar- bados til að kynna sér málin,“ segir Sighvatur Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri ÞSSÍ. Hann segir skýrt að engin ákvörðun hafi verið tekin um að fara í þróunarsam- starf á svæðinu. Ekki hefur verið þrýst á ÞSSÍ að taka að sér verk- efni vegna framboðs Íslands til öryggisráðsins. „Það hefur aldrei verið nefnt við mig að gera slíkt,“ segir Sighvatur. brjann@frettabladid.is Það þarf að horfa í aukn- um mæli til þessara ríkja og við höfum ekki dulið þau þess að við erum í framboði. KRISTÍN ÁRNADÓTTIR KOSNINGASTJÓRI FRAMBOÐS ÍSLANDS F í t o n / S Í A Aðalfundur VR verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica mánudaginn 31. mars nk. og hefst kl. 19:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Renna stoðum undir þróunarsamvinnu Stjórnvöld á Íslandi og Barbados standa sameiginlega að ráðstefnu fyrir ríki í Karíbahafinu. Rætt verður um mögulega þróunarhjálp Íslands á svæðinu, til dæmis á sviði jarðhita. Einnig rætt um framboð Íslands til öryggisráðs SÞ. FUNDAÐ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra mun meðal annars ræða framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á fundum með ráðamönnum eyríkja í Karíbahafi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Finnur þú fyrir hækkandi verð- lagi á vörum og þjónustu? Já 91,6% Nei 8,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú að lífsgæði þín muni versna á næstu mánuðum? Segðu þína skoðun á visir.is UTANRÍKISMÁL Óformleg skilaboð hafa borist utanríkisráðuneytinu vegna beiðni þess um að fjöl- skyldu Hall- dórs Laxness verði veittur aðgangur að skjölum banda- rísku alríkis- lögreglunnar um hann. Skila- boðin eru ekki jákvæð, að sögn Urðar Gunn- arsdóttur fjöl- miðlafulltrúa. Beiðnin fór frá utanríkisráðu- neytinu til bandaríska utanríkis- ráðuneytisins um miðjan janúar, í gegnum bandaríska sendiráðið. Áður höfðu upplýsingarnar um Laxness verið skilgreindar þannig að þær fælu í sér ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Síð- astliðið haust ákvað nefnd sjó- aðra stjórnarerindreka að skjölin skyldu áfram vera hulin sjónum almennings, eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu. Guðný, dóttir Halldórs, telur þetta líklega gert til að vernda íslenska bandamenn Bandaríkj- anna úr kalda stríðinu. Skrifstofa forsetaframbjóð- andans Baracks Obama hafði einnig athugað með aðgang að skjölunum fyrir hönd bandarísks fræðimanns en ekki orðið kápan úr því klæðinu. Ráðherra hyggst bíða formlegs svars frá Bandaríkjunum áður en hann aðhefst frekar. - kóþ Beiðni ráðherra um aðgang að skjölum FBI um Halldór Laxness: Neikvæð skilaboð frá sendiráðinu HALLDÓR LAXNESS AÐ STÖRFUM Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkis- ráðherra bað um að fjölskylda Halldórs fengi að skoða áratugagömul skjöl FBI um hann. Henni hafa borist óformleg viðbrögð og neikvæð. MYND/ÚR SAFNI GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR KÝPUR, AP Demetris Christofias, nýkjörinn forseti Kýpur, hóf í gær viðræður um sameiningu gríska og tyrkneska hluta eyjarinnar við Mehemt Ali Talat, leiðtoga tyrk- neska hlutans. Vonast þeir til að binda enda á aðskilnað hlutanna tveggja sem hófst 1974 þegar íbúar gríska hlut- ans vildu sameinast Grikklandi. „Nýr tími hefur runnið upp. Við ætlum að leysa vandamál Kýpur,“ sagði Talat. Á fundi sínum sam- þykktu þeir að opna fyrir verslun- argötuna Ledra Street þannig að fólk á báðum hluum eyjarinnar geti gengið að henni vísri. Hefur gatan löngum þótt táknræn fyrir skiptingu eyjarinnar. „Við ætlum að reyna allt sem við getum til að ná samkomulagi með hag allra Kýpurbúa að leiðarljósi eins fljótt og hægt er,“ sagði Chris- tofias. Ætla leiðtogarnir tveir að hittast aftur eftir þrjá mánuði til að ræða málin enn frekar. Friðarviðræður á milli fylking- anna tveggja hafa legið niðri frá 2004 þegar íbúar gríska hlutans vildu ekki samþykkja friðaráætl- un Sameinuðu þjóðanna sem tyrk- neski hlutinn studdi. - fb Viðræður hafnar um sameiningu gríska og tyrkneska hluta Kýpur: Vilja enda áratuga aðskilnað DEMETRIS CHRISTOFIAS Christofias von- ast til að ljúka þriggja áratuga aðskilnaði gríska og tyrkneska hluta Kýpur. NORDICPHOTOS/AFP CHRISTOPHER SINCKLER SAKAMÁL Einn maður var skotinn til bana og annar særðist alvar- lega í árás sem átti sér stað við sporvagnastöð í Gautaborg. Umfangsmikil leit stóð í gær yfir að árásarmanninum sem talið er að sé á þrítugsaldri. Vitni sáu mannninn hlaupa af vettvangi með skammbyssu í hönd. Að sögn lögreglu er talið að mennirnir þrír hafi ferðast með sama sporvagninum áður en skotunum var hleypt af á biðstöðinni. Ekkert er vitað um ástæðuna fyrir árásinni. Um fimmtíu til hundrað manns voru á torginu þegar skothríðin braust út. - fb Skotárás í Gautaborg: Einn dó og annar særðist KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.