Fréttablaðið - 22.03.2008, Side 8

Fréttablaðið - 22.03.2008, Side 8
8 22. mars 2008 LAUGARDAGUR HJÁ VILDARFYRIRTÆKJUM VISA OG ICELANDAIR Handhafar Vildarkorts VISA og Icelandair safna Vildarpunktum hraðar með því að beina viðskiptum sínum til Vildarfyrirtækja Vildarklúbbsins. Frá 17. mars til 1. apríl fá þeir tvöfaldan afslátt í formi Vildarpunkta þegar þeir greiða með kortinu sínu. Meðal Vildarfyrirtækjanna eru: JÓN & ÓSKAR, úr- og skartgripaverslun, Laugavegi 61 JÓN & ÓSKAR, úr- og skartgripaverslun, Kringlunni JÓN & ÓSKAR, úr- og skartgripaverslun, Smáralind GULL & SILFUR, skartgripaverslun, Laugavegi 52 BÚSÁHÖLD, Kringlunni TVÖFALDIR VILDAR- PUNKTAR TIL 1. APRÍL Vildarklúbbur WWW.VILDARKLUBBUR .IS ÍS L E N S K A S IA .IS IC E 41526 03 /08 INDLAND, AP Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hitti Dalai Lama, andlegan leið- toga Tíbetbúa, í höfuðstöðvum hans á Indlandi í gær. Varð hún þar með fyrsti háttsetti erlendi embættismaðurinn til að heim- sækja hann síðan átökin í Tíbet brutust út í síðustu viku. „Ef frið- arsinnar úti um allan heim mót- mæla ekki framgangi Kínverja í Kína og Tíbet getum við alveg eins sleppt því að berjast fyrir mannréttindum annars staðar í heiminum,“ sagði Pelosi fyrir framar þúsundir Tíbeta sem fögn- uðu henni ákaft. „Ástandið í Tíbet er áskorun fyrir samvisku heims- byggðarinnar.“ Tók Pelosi fram að hún væri eingöngu að koma sinni eigin skoðun á framfæri en ekki skoðun Bandaríkjastjórnar. Vill alþjóðlega rannsókn Pelosi vill að alþjóðleg rannsókn verði gerð á atburðunum og vísar því á bug að Dalai Lama sé mað- urinn á bak við átökin eins og Kín- verjar hafa haldið fram. Telja þeir að Lama og stuðningsmenn hans hafi skipulagt atburðina til þess að varpa skugga á Ólympíu- leikana í Peking í sumar og til að berjast fyrir sjálfstæði í leiðinni. „Ofbeldi kínversku ríkisstjórn- arinnar kemur mér síður en svo á óvart,“ sagði Pelosi, sem hafði ákveðið að hitta Lama löngu áður en átökin brutust út. Lama var vitaskuld ánægður með stuðning Pelosi. „Ég bið fyrir talsmanni svo mikillar þjóðar, sem telst vera fremst í baráttunni fyrir frelsi, lýðræði og bræðra- lagi,“ sagði hann. Margir hafa fallið Mikið ofbeldi braust út í Lhasa, fornri höfuðborg Tíbets, í síðustu viku. Þúsundir kínverskra her- manna söfnuðust þar saman til að stemma stigu við frekari átökum. Tíbetar segja að 99 manns hafi látist síðan mótmælin hófust en Kínverjar telja að aðeins sextán hafi fallið og yfir þrjú hundruð særst. Mótmæli hafa einnig átt sér stað víðar um heiminn, þar á meðal við hin ýmsu sendiráð Kín- verja. Sú varð einmitt raunin hérlend- is þegar mótmælandi skvetti rauðri málningu á tröppur kín- verska sendiráðsins við Víðimel í Reykjavík á dögunum. freyr@frettabladid.is Vill aðgerðir gegn Kína Nancy Pelosi gagnrýnir Kínverja fyrir harkalegar aðgerðir þeirra gegn tíbeskum mótmælendum. Hvetur hún almenning til að fordæma atburðina. Í HEIMSÓKN Nancy Pelosi ræddi við Dalai Lama í höfuðstöðvum hans á Indlandi þar sem hann hefur verið í útlegð. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES SKIPULAGSMÁL Sex hundruð nýjar stúdentaíbúðir verða byggðar á næstu fjórum árum. Reykjavíkur- borg undirritaði á miðvikudag samning við Félagsstofnun stúdenta og Stúdentaráð Háskóla Íslands, um að útvega Félags- stofnun lóðir undir íbúðirnar. Íbúðirnar verða aðallega í miðborginni eða í nágrenni hennar. Sérstaklega eru til athugunar svokallað Hlemmur plús-svæði, nágrenni Hverfisgötu, nágrenni hafnarsvæðisins og Vatnsmýrin. Sérstaklega verður tekið mið af þörfum stúdenta með fjölskyldur og samráð haft við fulltrúa stúdenta. - sh Reykjavíkurborg lofar lóðum: 600 íbúðir fyrir stúdenta EFTIR UNDIRRITUNINA Björg Magn- úsdóttir, formaður SHÍ, Ólafur F. Magnússon borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs, og Guðrún Björnsdóttir framkvæmda- stjóri FS. AUSTURRÍKI, AP Brestir eru komnir í stjórnarsam- starfið í Austurríki. Leiðtogar stjórnarflokk- anna, Jafnaðarmanna- flokksins og Þjóðar- flokksins, áttu á miðvikudag með sér það sem austurrískir fjölmiðl- ar kölluðu neyðarfund, ætlaðan til að bjarga stjórnarsamstarfinu frá því að springa. Jafnaðarmaðurinn Alfred Gusenbauer kanslari og íhaldsmaður- inn Wilhelm Molterer varakanslari sögðu viðræðurnar hafa farið vel fram og þær myndu halda áfram eftir páska. Samskipti stjórnar- flokkanna hafa spillst vegna ágreinings um ýmis mál að undanförnu, ekki síst hvenær áformaðar skattalækkan- ir skulu taka gildi. - aa Brestir komnir í stjórnarsamstarfið í Austurríki: Samstarf í gjörgæslu AFLRED GUSENBAUER

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.