Fréttablaðið - 22.03.2008, Síða 11

Fréttablaðið - 22.03.2008, Síða 11
LAUGARDAGUR 22. mars 2008 11 „Það hefur verið nóg að gera hjá mér undanfarna daga. Ég er til dæmis tvisvar búin að fara á tón- leika með hljómsveitinni Shadow Parade. Kærastinn minn spilar í þeirri hljómsveit. Í vik- unni sá ég leikritið Kommúnan sem Vesturport sýnir í Borgarleikhúsinu. Á mánudaginn fékk ég gómsætt heimalagað sushi heima hjá vini mínum og svo hittumst við í stúd- entafélaginu Kozmó á Kaffibarnum á miðvikudaginn. Ég þarf að vinna um páskana en hlakka til að fara til Ameríku snemma í apríl. Ég vona bara að krónan styrkist því það er nú algert brjálæði að hafa ástandið eins og það er í dag.“ Charlotte Ólöf Ferrier: VONAR AÐ KRÓNAN STYRKIST VIKA 7 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA „Páskafríið er kærkomið enda hefur verið nóg að gera í vinnu og námi,“ segir Algirdas sem vinn- ur hjá Trefjum og nemur einnig heimasíðugerð. „Auðvitað sakna ég fjölskyldunnar í Litháen um allar stórhátíðir en það er ekkert við því að gera. Í Litháen á súkkulaði ekki jafn mikið upp á pallborðið og hér á Íslandi. Þar er venjan að mála á venjuleg hænuegg og það er með ólíkindum hvað sumir eru lagnir við það, það verða jafnvel til heil listaverk á eggjunum. Svo tekur hver sitt egg og skellir því í lófanum á egg náungans og sá sem er með sterkara egg, sem brotnar minna, hann á heppnina vísa. En hvað sem því líður þá erum við á Íslandi núna og því fáum við okkur súkkulaðiegg með börnunum.“ Algirdas Slapikas: LISTAVERK Á EGGI „Ég hef svo sem ekki mikið aðhafst síðustu daga enda er mikið að gera í vinnunni þar sem páskarnir eru að nálgast,“ segir Junphen. „Ég er því alveg dauðþreytt þegar ég kem heim á kvöldin og hef ekki einu sinni hreyft við saumavélinni,“ bætir hún við en undanfarnar vikur hefur hún verið að þreifa fyrir sér með fatahönnun. „Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera um páskana nema hvað ég ætla að slaka á. Um síðustu helgi fór ég í bíltúr til Hveragerðis og fékk mér ís. Ég hafði sagt félögum mínum að mér þætti ís góður og var þá jafnan viðkvæðið að ég ætti að fara til Hveragerðis og smakka hann þar svo ég gerði það bara.“ Junphen Sriyoha: MIKIL VINNA „Ég er í fríi með kærustunni minni og við erum á Reykjarnesi á Vestfjörðum. Við ætlum að vera hérna í eina nótt, slaka á og fara í heitu pottana. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem á Reykjarnes en vinnufélagi minn mælti með því að við kæmum hingað til að slaka á. Ég vildi sýna kærustunni minni eitthvað af Vestfjörðum en margir vegir eru lokaðir svo þetta varð úr. Kærasta mín fer heim á sunnudaginn svo við verðum í Reykjavík um helgina. Við missum því miður af tónlistar- hátíðinni Aldrei fór ég suður.“ Filipe Figueiredo: Í HEITUM POTTI Á REYKJARNESI BYGGÐAMÁL Bæjaryfirvöld á Akranesi hyggjast byggja nýjan grunnskóla og leikskóla í bænum. Hinn 8. apríl verður sett á laggirnar teymi sem mun hafa umsjón með bygging- unni. Gísli S. Einarsson bæjar- stjóri segir að grunnskólinn muni rúma um 450 til 500 nemendur. Fyrir eru tveir grunnskólar í bænum. Hann vonast til að fyrsti áfangi skólabygginganna verði til- búinn haustið 2009. Þar að auki er nú verið að ljúka við byggingu annars leikskóla fyrir um 25 börn og mun hann opna nú í haust. „Hér hefur orðið alveg gríðarleg fólksfjölg- un,“ segir hann. „Á síðasta ári fjölgaði okkur um 400 manns og bara á þessu ári hefur okkur fjölg- að um 75 manns.“ Hann segir þó þann fyrirvara vera á hugmyndum um nýjar skólabyggingar að í þær verður ráðist ef fólksfjölgunin verði með svipuðu móti og verið hefur. Hann segir flesta þeirra sem flytja upp á Skaga vera fjölskyldu- fólk með nokkur börn og því sé þörfin fyrir nýju skólana verulega brýn. „Hér eru einnig mörg ný sprotafyrirtæki að hasla sér völl. Má þar nefna Kjarnafisk en ef ég væri ekki að vestan myndi ég þora að segja að þeir framleiddu besta harðfisk í heimi,“ segir bæjarstjórinn glettinn. - jse Íbúum Akranesi fjölgaði um 400 á síðasta ári og þegar hafa bæst við 70 íbúar það sem af er þessu ári: Undirbúa byggingu nýs skóla á Skaganum GÍSLI S. EINARSSON AKRANES Bæjarstjóri segir fólksfjölgun á Akranesi gríð- arlega svo þörf fyrir nýja grunn- og leikskóla sé orðin verulega brýn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.