Fréttablaðið - 22.03.2008, Side 16

Fréttablaðið - 22.03.2008, Side 16
UMRÆÐAN Evrópumál Andstæðingar ESB-inn-göngu hamast margir hverjir á þeirri röksemd að Íslendingar muni glata sjálfstæðinu við inngöngu í ESB. En hvernig útskýra ESB-andstæðingar þá staðreynd að þau lönd í Mið- og Austur-Evrópu sem losnuðu undan járn- hæl kommúnismans létu það verða forgangsverkefni að sækja um aðild að ESB? Pólland, Rúmenía, Búlgaría, Ungverjaland, Tékkland og Slóvakía eru nú öll aðildarríki ESB. Fengu þessi nýfrjálsu ríki frels- ið bara til þess eins að kasta því í burtu, „augnabliki“ síðar? Þessi lönd hafa sjaldan eða aldrei verið frjálsari en einmitt nú. Gott dæmi: Slóvenía, sem nú fer með formennsku í ESB, var árið 1991 aðeins lýðveldi í Júgóslavíu kommúnismans, áður en það sagði sig úr ríkjasambandinu sama ár. Þá réðist Alþýðuher Júgóslavíu inn í Slóveníu og stóð þar yfir stríð í tíu daga. Því lauk með að Alþýðuherinn hraktist þaðan. Frá þeim tímapunkti hefur Slóvenía markvisst unnið sig inn í innsta kjarna ESB, en árið 2004 gekk landið með formlegum hætti í ESB og NATO. Slóvenar gegna nú, eins og áður sagði, for- mennsku í ESB. Þessi árangur á aðeins fjórum árum frá gildis- töku aðildar! Íbúar Slóveníu eru um 2 milljónir og gjaldmiðill landsins er Evra. Annað dæmi: Eystrasaltslöndin, sem öll voru undir járnhæl Sovét- ríkjanna. Eftir að þau fengu frelsi frá þeim var stefnan sett á ESB. Eistland, Lettland og Litháen gengu öll í NATO og ESB sama ár, þ.e. 2004. Hagvöxtur og framþró- un í þessum löndum er með mesta móti nú um stundir, þau einfaldlega blómstra. Í Svíþjóð, sem gekk í ESB árið 1995, er það nán- ast aðeins í Vinstriflokkn- um (sem er arftaki Komm- únistaflokksins) þar sem raddir, sem tala um mið- stýringu frá Brussel, heyr- ast. Nú heyrast einnig raddir frá sænska Umhverfisflokknum (til vinstri á hinum pólitíska skala) sem vilja kasta fyrir róða þeirri fyrri skoðun sinni að Sví- þjóð beri að segja sig úr ESB. Maria Wetterstrand, annar leið- toga flokksins, tilkynnti það fyrir skömmu að henni fyndist væn- legra til árangurs að vera með í ESB. Á komandi áratugum verða umhverfismál einn mikilvægasti málaflokkurinn sem mannkynið glímir við. Hvaða áhrif og HVERNIG vilja Íslendingar og íslensk stjórnvöld hafa í þeim málaflokki (sem er þó aðeins einn af mörgum)? Er ekki sjálfstæði einmitt falið í því að geta valið að vera með í ESB sem fullgilt aðild- arríki, sem hlustað er á og hefur eitthvað til málanna að leggja á réttum stöðum? Eða er betra að velja að vera nánast áhrifalaus í útjaðrinum? Og hvað „sjálfstæð- isrök“ andstæðinga ESB-aðildar varðar, þá tel ég þau vera hriplek. Ísland hættir ekki að vera sjálf- stætt land við inngöngu í ESB. Veröldin hefur breyst og það allverulega síðan Ísland fékk sjálf- stæði. Aðstæður í alþjóðamálum eru gjörbreyttar, ekki síst eftir að Kalda stríðinu lauk. Er hægt að horfa framhjá þeim breytingum þegar fjallað er um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og hvert skuli stefna? Höfundur er stjórnmálafræðingur. 18 22. mars 2008 LAUGARDAGUR GUNNAR HÓLMSTEINN ÁRSÆLSSON Hriplek rök gegn inngöngu í ESB UMRÆÐAN Heilbrigðismál Tæpar tuttugu þúsund daglega kostar umönn- un fólks með Alzheimer- sjúkdóm á stofnun. Alzheimer er afbrigði elliglapa sem langt gengið gerir sjúklinginn ósjálf- bjarga líkamlega og and- lega. Útboðum til reksturs svona deildar var nýlega hafnað vegna kostnaðarauka miðað við gildandi fjárlög um 40 milljónir á ári. Verð að spyrja: Hvaða heilvita fólki dettur í hug þessi verðlagn- ing? 20 þúsund á dag! Þessi þjón- usta er ekki endilega hátækni en knýjandi nauðsyn og á henni vax- andi þörf. Fyrir milljarð á ári væri hægt að reka almennilega einingu fyrir þetta fólk og aðstandendur, Grímseyjarferja og Laugavegur 4 og 6. Aðrar borðliggjandi vantanir eru athvarf fyrir geðsjúka, rými fyrir aldraða og afkastameiri hjartaþræðingar. Ýmislegt fleira má nefna en þetta liggur fyrir. Í nýju hátæknisjúkrahúsi er gert ráð fyrir einsmannsherbergj- um, nettengingu, skjám og aðstöðu fyrir aðstandendur, allt í sam- ræmi við kröfur nútímans. Þó er vart gert ráð fyrir langlegum í svo dýru rými, eða hvað? Nokk- urra daga legu á að breyta í lúxus en fólki sem dvelja þarf langdvöl- um eða ævilangt á vist eða stofn- un er áfram gert að hír- ast á fleirimannsherbergjum, án salernisaðstöðu eða jafnvel úti. Hverskonar flónska er í gangi? Hvers vegna segir enginn neitt? Það liggur í augum uppi að x milljarðar í órekandi hátæknisjúkra- hús hefti verulega fram- gang annarar aðkallandi þjónustu og reki hana jafnvel á gat. Einfalt væri að lyfta grettis- taki strax með sértækum aðgerð- um og setja upp perur í myrkvuðu herbergin en flóðlýsa ekki endur- tekið þau sem ljómuð eru fyrir. Einn grunnvandi heilbrigðis- þjónustu er launakjör aðhlynning- arstétta og ljóst að nýtt gildismat þarf að koma til. Þegar núllfram- lög flokksbarna með þingmenn í maganum er verðmetið á hálfa milljón á mánuði, samanborið við ekki einu sinni kvartmilljón á fulla vinnu aðhlynningarfólks, er ljóst að einhver er í myrkri. Stjórnmálamenn verða að end- urnýja perur sínar, kveikja og lesa eigin vinnulýsingu. Þið eruð í umboði almennings og eigið að vinna að hans heill, þið eruð kosin í tiltekinn tíma og megið ekki gefa eða ráðskast með eigur þjóðarinn- ar að vild og ótímabundið. Gumað er af sterkri stöðu ríkis- sjóðs. Því er lag að endurmeta grunnþörf heilbrigðisþjónustunn- ar, einnig framlag þeirra sem þar starfa. Samhliða taka svo til hend- inni og hrista af herðum ríkisins þá hluti sem einkaframtakið gerir betur. Og einkaframtakið þarf ekki að hræðast nema náttúrlega hið opinbera leggi áfram allan sinn þunga í nýtt hátæknisjúkra- hús. Þá mun skilja á milli Jóna. Höfundur er heilbrigðisstarfsmað- ur á Ísafirði. Sprungnar perur LÝÐUR ÁRNASON Samfylkingin um land allt ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS Seyðisfjörður - Ferjuhúsið kl. 20 Frummælendur: Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður Einar Már Sigurðarson þingmaður Katrín Júlíusdóttir þingmaður Garðabær - Garðaberg, Garðatorgi 7 kl. 20 Frummælendur: Gunnar Svavarsson þingmaður Árni Páll Árnason þingmaður Helgi Hjörvar þingmaður Valgerður Bjarnadóttir varaþingmaður Akranes - Fjölbrautaskóli Vesturlands kl. 20 Frummælendur: Kristján L. Möller samgönguráðherra Guðbjartur Hannesson þingmaður Karl V. Matthíasson þingmaður Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Anna Pála Sverrisdóttir formaður Ungra jafn- aðarmanna MIÐVIKUDAGUR 26. MARS Seltjarnarnes - Félagsheimili Seltjarnarness kl. 20 Frummælendur: Jóhanna Sigurðardóttir félags- og trygginga- málaráðherra Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Árni Páll Árnason þingmaður Anna Pála Sverrisdóttir formaður Ungra jafnaðarmanna Á fundinum verður m.a. rætt um hjúkrunar- heimili á Seltjarnarnesi Grundarfjörður - Hótel Framnes kl. 20 Frummælendur Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra Guðbjartur Hannesson þingmaður Karl V. Matthíasson þingmaður Anna Kristín Gunnarsdóttir varaþingmaður Nánari upplýsingar á vef Samfylkingarinnar: www.xs.is Reykjavík - Grand Hótel kl. 20 Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Frummælendur: Kristján L. Möller samgönguráðherra Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Helgi Hjörvar þingmaður Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Guðlaugur Kr. Jörundsson - Ungir jafnaðar- menn í Reykjavík FIMMTUDAGUR 27. MARS Reykjavík - Hallveigarstíg 1 kl. 20 Konur og loftslagsbreytingar - týndi hlekkurinn? Frummælendur: Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra Helgi Hjörvar þingmaður Katrín Júlíusdóttir þingmaður Siglufjörður Bíókaffi kl. 20 Frummælendur: Kristján L. Möller samgönguráðherra Einar Már Sigurðarson þingmaður Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Lára Stefánsdóttir varaþingmaður Hvolsvöllur - Hliðarenda kl. 20 Frummælendur: Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður Gunnar Svavarsson þingmaður Guðný Hrund Karlsdóttir varaþingmaður SUNNUDAGUR 30. MARS Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar á Hótel Sögu kl. 13-16. Málefnanefndir og verkalýðsmálaráð funda á Hótel Sögu Súlnasal frá kl. 10-12. Allir velkomnir! Það liggur í augum uppi að x milljarðar í órekandi há- tæknisjúkrahús hefti verulega framgang annarrar aðkallandi þjónustu og reki hana jafnvel á gat. SPOTTIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.