Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.03.2008, Blaðsíða 30
32 22. mars 2008 LAUGARDAGUR V ið viljum hjálpa öðrum og það er þess vegna sem við erum svona dugleg- ir að tala um þetta,“ segir Oddur um leið og hann býður blaðamanni sæti við dekkað borðstofuborðið á heimili sínu ásamt Skúla og Þráni. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og hafa allir kosið að tala opinskátt um reynslu sína. „Karlmenn eru ekki nógu fúsir til að ræða þessa hluti. Konurnar hafa verið duglegri og ef til vill er það þess vegna sem umræða um brjósta- og leghálskrabbamein er komin á allt annað stig en umræð- an um krabbamein í körlum,“ segir Þráinn og Skúli bætir því við að karlmenn fresti því oft að leita sér hjálpar. Ekki bara vegna þess að þeir séu hræddir heldur einnig vegna þess að það sé þeim ekki eins eðlilegt að ræða við aðra um veikindi sín. Allir eru þeir sammála um að átakið Karlmenn og krabbamein sem Krabbameinsfélagið ýtti úr vör á dögunum sé af hinu góða. „Þetta hlýtur að hafa áhrif. Það hefur verið ákveðið þagnargildi um blöðruhálskirtilskrabbamein. Til að mynda hefur það ekki verið rannsakað nálægt því eins mikið og brjóstakrabbamein þótt það sé jafn algengt,“ segir Oddur sem er einmitt formaður krabbameins- félagsins Framfarar sem vinnur að því að efla rannsóknir á krabbameini í blöðruhálskirtli og styðja baráttuna gegn því. Mikilvægt að mæla PSA Skúli er nýorðinn sjötugur en var 55 ára gamall þegar hann greind- ist með krabbamein. „Ég hafði verið lystarlaus og óeðlilega þreyttur um nokkurt skeið og var farinn að þurfa að fara oftar á sal- ernið. Læknirinn sagði mér að hætta að drekka kaffi. Síðar var ég sendur til sérfræðings og þá kom í ljós hraðvaxandi krabba- mein í blöðruhálskirtli sem var komið út fyrir kirtilinn,“ segir Skúli sem ákvað strax að fara í skurðaðgerð. „Ég hafði horft upp á vinnufé- laga minn deyja úr þessum sjúk- dómi en vissi satt að segja ekki mikið um hann. Ég hafði því litlar forsendur til að til að meta stöð- una en ég vissi að ég vildi þetta í burt. Ég var skorinn í október 1993 og kirtillinn var fjarlægður. Ég hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun enda náði ég fullum bata án lyfja- eða eftirmeðferðar. Ég var einn af þessum heppnu,“ útskýrir Skúli sem fer þó til lækn- is einu sinni á ári og lætur mæla PSA-gildi í blóði. PSA-mælingar gefa ákveðið forspárgildi um krabbamein og víða er mælt er með því að karlmenn sem komnir eru yfir fimmtugt fari í slíka mælingu árlega. „Það er of lítið gert af því að hvetja menn í til þess að fara í PSA-mælingu. Þótt þetta sé ekki óskeikult tæki til að finna krabbamein þá gefur það ákveðnar vísbendingar,“ segir Skúli. Þráinn og Oddur taka undir það. Breyttur lífsstíll Oddur greindist með krabbamein í lok ársins 2006, 69 ára gamall. „Það var konan sem sendi mig til læknis. Ég var feitur og allur orð- inn þrútinn og ómögulegur,“ segir hann. Í ljós kom að Oddur var með krabbamein í blöðru- hálskirtlinum sem var farið að dreifa sér út fyrir kirtilinn. Honum var ráðlagt að gangast undir hormónameðferð sem getur haft leiðinlegar aukaverk- anir. „Það er of lítið talað um aukaverkanirnar. Með hormóna- meðferð er skrúfað fyrir karl- hormónin og auðvitað hefur það áhrif,“ segir Oddur sem breytti um mataræði samhliða hormóna- meðferðinni. „Ég kynntist kenn- ingum Jane Plant sem telur að skýringarnar á algengi krabba- meins á Vesturlöndum felist í mataræðinu. Ég hef tekið upp austurlenskt mataræði. Borða mikið grænmeti, lítið sem ekkert kjöt og engar mjólkurvörur,“ segir Oddur og bendir á soja- mjólkina á borðinu. „Mér líður miklu betur og ég trúi því að mat- aræðið ráði þar miklu enda styðja ýmsar nýlegar rannsóknir þær kenningar,“ segir Oddur. Þráinn hefur ekki gengist undir neina læknismeðferð við sínu krabbameini. „Einn helsti ókost- urinn við krabbameini í blöðru- hálskirtli er sá að öll meðferðar- úrræðin eru slæm. Aukaverkanir eru algengar og læknar eru ekki á einu máli um hvernig eigi að bregðast við. Ég var 55 ára þegar ég byrjaði að láta mæla PSA-gild- ið reglulega og fimm árum síðar var ég kominn með krabbamein. Hormónameðferð hentaði mér ekki sökum ungs aldurs og mér leist illa á aukaverkanir skurðað- gerðar. Þar sem þetta er hæg- gengur sjúkdómur var mér bent á að flýta mér ekki og sagt að einn kostur í stöðunni væri sá að gera ekki neitt,“ segir Þráinn sem ákvað að fara óhefðbundnar leiðir. „Maður verður að gera eitthvað og ég valdi að nota nátt- úrulyf. Ég nota náttúruleg fæðu- bótarefni sem unnin eru úr æti- hvönn og borða auðvitað hollan mat með. Þannig hefur mér tek- ist að halda þessu niðri. Sumir halda að ég hafi læknað mig sjálf- ur en það er alrangt. Ég er ekkert læknaður.“ Skortur á umræðu Þráinn, Oddur og Skúli segja mik- ilvægt að auka fræðslu um krabbamein. „Þegar ég greindist vissi ég ekkert um krabbamein í blöðruhálskirtli og menn sem eru að greinast í dag vita oft ekki neitt heldur,“ segir Oddur og bendir á að fræðsla sé skilyrði fyrir því að sjúklingar geti tekið ákvörðun um meðferð sína. Þráinn telur lækna einnig standa frammi fyrir erfiðleikum því margir sjúklingar vilji bara láta fjarlægja meinið strax og ekkert af því vita. „Óttinn er svo mikill,“ útskýrir hann. „Það er mikilvægt að opna þessa umræðu,“ segir Skúli sem er einn af forsvarsmönnum stuðningshópsins Góðra hálsa. „Margir hafa engan til að tala við og hika við að leita sér hjálpar. Þetta er misjafnt eftir mönnum en fyrir mörgum er þessi sjúk- dómur mikið feimnismál, líklega vegna þess að þetta er líkams- hluti sem mörgum finnst erfitt að tala um,“ segir Skúli. Allir kann- ast þeir við karlmenn sem hafa greinst með krabbamein í blöðru- hálskirtli en engum sagt frá því. Menn deili því jafnvel ekki með bræðrum sínum jafnvel þótt vitað sé að sjúkdómurinn er ætt- gengur. Lífið breytist Skúli gekk á Hvannadalshnjúk tveimur árum eftir að hann var skorinn upp. Þráinn hélt upp á fjörutíu ára brúðkaupsafmælið sitt með þriggja vikna ferðalagi um Spán í fyrra og Oddur er á leiðinni í siglingu við strendur Tyrklands. Allir eru þeir á einu máli um það að krabbameinið hafi breytt gildismati þeirra og kennt þeim að njóta lífsins. „Þetta er spurning um lífsvið- horf. Maður fer ekki í gegnum lífið án erfiðleika og erfiðleikar eru ekkert annað en verkefni til að takast á við,“ útskýrir Þráinn og bætir því við að mikilvægast af öllu sé að safna gleðistundum og láta draumana rætast. Brýnt að opna umræðuna Árlega greinast hátt í 200 íslenskir karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli. Þótt tíðni sjúkdómsins fari vaxandi er hann enn mikið feimnismál auk þess sem þekkingu og fræðslu hefur verið ábótavant. Oddur Benediktsson, Skúli Jón Sigurðsson og Þráinn Þorvaldsson hafa allir glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli. Þórgunnur Oddsdóttir ræddi við þá yfir kaffibrauði og sojamjólk. FÚSIR AÐ RÆÐA MÁLIN Þráinn, Oddur og Skúli völdu ólíkar leiðir til að glíma við krabbameinið. Þeir segja mikilvægt að auka fræðslu og hvetja karlmenn til að huga að heils- unni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það hef- ur verið ákveðið þagnar- gildi um blöðruháls- kirtilskrabbamein. Til að mynda hefur það ekki verið rannsakað nálægt því eins mikið og brjóstakrabbamein þótt það sé jafn al- gengt. Á hverju ári greinast 630 karlar með krabbamein á Íslandi. Flestir fá krabbamein í blöðruhálskirtil. Um 180 karlmenn greinast árlega með krabbamein í blöðruhálskirtli. Flestir eru komnir yfir sjötugt. Líkur á að fá krabbameinið geta tvöfaldast ef faðir eða bróðir hefur meinið. Horfur þeirra sem greinast með krabbamein á Íslandi eru almennt góðar en miklu skiptir að bregðast sem fyrst við einkennum. Krabbamein í eistum er eitt algengasta krabbamein karla á aldrinum 20–50 ára. Árlega grein- ast um 10 karlar en flestir þeirra ná fullum bata. STAÐREYNDIR UM KARLA OG KRABBAMEIN ➜ KÖRLUM FINNST ÞEIR HAFA VERIÐ AFSKIPTIR „Markmiðið er að koma umræðunni á það stig að krabbamein sé eins og hver annar sjúkdómur sem hægt er að hafa áhrif á,“ segir Sigurður Björnsson, yfirlæknir á lyflækningadeild krabbameina á Landspítalanum og for- maður Krabbameinsfélags Íslands. Hann segir að átakið „Karlmenn og krabbamein“ sé þegar farið að skila sér í auknum fjölda fyrirspurna. „Körlum finnst þeir hafa verið afskiptir. Okkur þótti mikilvægt að reyna að ná betur til karlanna enda eru þeir oft tregari við að leita til læknis en konur,“ segir Sigurður. Hann segir ástæður þess að ekki sé farið út í kerfisbundna leit að krabbameini í blöðruhálskirtli, líkt og gert er með brjósta- og leghálskrabbamein, margþætt- ar. „Þegar brjóstakrabbamein er annars vegar eru allir sérfræðingar sammála um að bregðast eigi við. Slíkur samhljómur er ekki fyrir hendi varðandi krabbamein í blöðruhálskirtli. Eins er ekki sjálfgefið að bregðast þurfi við. Um 80 prósent allra karlmanna sem komnir eru yfir áttrætt eru með krabba í blöðruhálskirtlinum og það gengi ekki að senda þá alla í meðferð,“ útskýrir Sigurð- ur. Hann segir mikilvægast að fræða fólk, kenna því að þekkja einkennin og hvetja það til að leita sér aðstoðar verði það vart við einhverjar breytingar. BRÝNT AÐ ÞEKKJA LÍKAMA SINN Sigurður Björnsson, formaður Krabbameinsfélagsins, segir átakið „Karlmenn og krabbamein“ hafa heppnast vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.