Fréttablaðið - 22.03.2008, Page 37

Fréttablaðið - 22.03.2008, Page 37
[ ]Bækur sem enginn tími hefur verið til að lesa er ágætt að draga fram í páskafríinu. Þá er nógur tími til þess að sökkva sér í lestur. Hvað gleður meira en guli lit- urinn eftir svart/hvítan vetur? Svar: Fátt, nema ef vera skyldi sá blái. Gaman er að færa vorið inn á heimilið með því að kaupa for- ræktaðar páskaliljur í pottum. Fleiri tegundir laukblóma fást líka í búðum á þessum tíma árs, til dæmis perluliljur sem eru fagur- bláar og frískandi. Flott er að setja laukana í annað og huggulegra ílát en þeir eru seldir í og þar koma körfur undan kaffi og ostum sterkar inn. Eins geta fallegar skálar sem til eru á heimilinu gert sama gagn. Svo má ekki gleyma að vökva. Náttúruleg- ur mosi sem efsta lag viðheldur vel rakanum í moldinni. - gun Litrík laukblóm Páskaliljurnar eiga vel við á þessum tíma. Páskahátíðin var hátíð Ísraela og gyðinga löngu fyrir daga Krists. Á upphafsdögum kristninnar taldi kirkjan páskahátíð gyðinga og kristinna tengdar. Gyðingar fögn- uðu frelsun undan ánauð Egypta og kristnir menn undan syndinni. Fljótlega urðu þessar hátíðir þó aðskildar og páskarnir urðu helsta hátíð kristinna manna. Páskar gyð- inga eru hins vegar alltaf haldnir á sérstökum mánaðardegi sam- kvæmt tímatali þeirra. Kristnir menn minnast hins vegar ætíð upprisu Krists á sunnudegi og mið- uðu hátíðina við fyrsta sunnudag eftir fyrsta fulla tungl eftir jafn- dægur á vori. Páskarnir urðu því færanleg hátíð. Í dag minna páskarnir á söguleg tengsl trúarbragðanna. Kristni er sprottin úr gyðingdómi og var í upphafi gyðinglegur söfn- uður með sérstakar áherslur. Mikið af trúariðkun kristinna manna er því sótt til gyðingdóms og þessi trú- arbrögð eiga fleira en páskahátíð- ina sameiginleg, tildæmis bækur Gamla testamentisins. Einnig er sjálf hugmyndin um frelsarann til í báðum trúarbrögðum. Orðið Krist- ur er í raun grísk orðmynd af hebr- eska orðinu Messías. Páskarnir eru því eitt dæmi um hvernig kristni hefur túlkað eldri hugmyndir í nýju ljósi með nýju inntaki. Enda þessi nýtúlkun páskahátíðarinnar afar eðlileg vegna þeirra tímatengsla sem voru á milli hátíðarhalda gyðinga og mikilvægustu viðburða í lífi Krists. Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands www.visindavefur.is -rh Upphaf páskanna Um páska minnast kristinir menn helstu viðburða í lífi Jesú Krists. Hátíðin á hins vegar uppruna sinn hjá Ísraelum og gyðingum sem minntust frelsunar forfeðra sinna úr ánauð í Egyptalandi. Auglýsingasími – Mest lesið „Ég sá það fyrst á visir.is“ Hellisheiði ófær vegna illviðris og hálku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.