Fréttablaðið - 22.03.2008, Side 70

Fréttablaðið - 22.03.2008, Side 70
 22. mars 2008 LAUGARDAGUR Sýning á verkum kanadísku myndlistarkonunnar Erin Glover opnaði á skírdag í Gallerí Boxi á Akureyri. Þar má sjá myndir sem Glover vann út frá fatnaði, húsgögnum og persónulegum munum ýmiss konar. Glover tekur þessi kunnuglegu og hversdagslegu fyrirbæri og kemur þeim fyrir í myndum sínum þannig að þau öðlast nýtt samhengi. Hvert verk hennar byrjar sem ljósmynd sem hún bætir svo við með málningu og teikningum. Sýningin stendur til 6. apríl næstkomandi. Opið er á laugardögum og sunnudögum frá 14 til 17. - vþ Málað á ljósmyndir HVERSDAGUR Í NÝJU SAMHENGI Eitt af verkum Erin Glover. Kómedíuleikhúsið sýnir barna- leikritið Dimmalimm í Tjöruhús- inu á Ísafirði á morgun kl. 14. Leikritið byggir á samnefndu ævintýri eftir listamanninn og Bílddælinginn Mugg sem er flestum Íslendingum að góðu kunnur fyrir falleg verk sín. Gaman er að geta þess að leikarinn í verkinu, Elfar Logi Hannesson, er líka frá Bíldudal. Dimmalimm er bráðfjörugt leikrit fyrir börn á öllum aldri; börnin skemmta sér yfir frásögninni og hinir fullorðnu fá tækifæri til að hitta fyrir æskuvini. Miða á sýninguna má nálgast á heimasíðu Kómedíu- leikhússins: www.komedia.is - vþ Ævintýri fyrir börn og fullorðna SAGAN AF DIMMALIMM Sígild íslensk barnasaga.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.