Fréttablaðið - 22.03.2008, Side 71

Fréttablaðið - 22.03.2008, Side 71
LAUGARDAGUR 22. mars 2008 55 Frumútgáfa af bók mest seldu bók J.R.R. Tolkien, Hobbitanum, seldist fyrir metverð á uppboði í London á þriðjudag. Kaupandinn vildi ekki gefa upp nafn sitt og bauð í bókina í gegnum síma. Bókin var svo slegin á 60.000 pund, eða rúmlega níu og hálfa milljón íslenskra króna. Bókin kom fyrst út árið 1937 og var eintakið sem seldist í gær áritað af sjálfum höfundinum. Eintakið var gjöf til vinkonu hans að nafni Elaine Griffiths, og ritaði Tolkien stutt þakkarskilaboð til hennar fremst í bókina. Þó svo að árituð eintök af Hobbitanum hafi áður selst nokkuð háu verði sló salan í gær nýtt met. Varla óraði Bilbo Baggins fyrir því þegar hann lagði af stað í för sína að frásögn hans af ævintýrinu gæti orðið svo verðmæt. - vþ Hobbiti selst á metverði THE HOBBIT Fyrsta útgáfa af þessari skemmtilegu sögu reyndist býsna verðmæt. Rás 1 heldur áfram flutningi sínum á verðlaunuðum erlendum útvarps- þáttum í þáttaröðinni Á hljóðbergi í kvöld kl. 22.15. Þá verður flutt norsk leikgerð Jobsbókar eftir Carl Henrik Gröndahl, sem hann vann fyrir norska ríkisútvarpið árið 1999. Bókin um Job, réttláta, þrjóska manninn frá Ús-landi hefur um aldir verið mönnum ráð- gáta og um leið innblástur til skiln- ings á sambandi manns og guðs hans. Job átti sjö þúsund sauði og þrjú þúsund úlfalda og var guð- hræddur og grandvar. Guð ákvað þó að láta á trú hans reyna með því að taka af honum allt. Viðbrögð Jobs við raununum hafa lengi verið mönnum íhugunarefni og hafa orðið kveikjan að heimspekiritum og listaverkum svo öldum skiptir. Umsjón með þættinum hefur Ævar Kjartansson, en hann flytur jafnframt formálsorð. - vþ Hinn guðhræddi Job í norskri túlkun ÆVAR KJARTANSSON Flytur formálsorð að norskri leikgerð Jobsbókar sem er á dagskrá Rásar 1 í kvöld. Sextán manna kór frá Moskvu heldur fimm tónleika hér á landi nú yfir páskahátíðina í boði rússneska sendiráðsins. Vel má vera að íslenskir tónlistarunnendur kannist við kórinn, sem nefnist á ensku The St. Nicholas Choir, eða Kór heilags Nikulásar, þar sem hann heimsótti Ísland í desember 2006 og hélt þá tónleika í Dómkirkjunni og í Seltjarnarneskirkju. Íslandsferð kórsins að þessu sinni hefst með tónleikum í Dómkirkjunni í kvöld kl. 18. Á morgun, páskadag, kemur kórinn fram kl. 10 í húsnæði rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunnar á Sólvallagötu 10. Annan í páskum kemur kórinn fram kl. 9.30 um morguninn í Glerárkirkju á Akureyri og svo aftur sama dag kl. 15 í Akureyrarkirkju. Á þriðjudaginn kemur kórinn svo fram í Reykholtskirkju í Borgarfirði kl. 20. Á efnisskrá kórsins er bæði tónlist Réttrúnaðarkirkjunnar og hefðbundin rússnesk og úkraínsk lög. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. - vþ Páskatónleikar frá Moskvu RÚSSNESKIR TÓNAR Kórinn kemur fram á fimm tónleikum hér á landi nú um páskana. umboðsskr i fstofa S ími 898 1010 r igg@simnet . is Tónleikarnir eru Samvinnuverkefni umboðsskrifstofunnar Rigg, Icelandair og N1 laugard. 29. mars kl. 16.00 Aukatónleikar Salnum Kópavogi Miðasala á www.salurinn.is og frá 25.mars einnig í miðasölu Salarins Hamraborg 6 Kópavogi sem er opin virka daga frá kl.10.00 – kl.18.00 Sími 5 700 400 Miðaverð kr.4.900- Fram koma söngvaranir Stefán Hilmarsson, Pálmi Gunnarsson, Friðrik Ómar og Guðrún Gunnarsdóttir. – í minningu Vilhjálms Vilhjálmssonar                                !" # $  %  &% '  (  ! "##$ %!&%' (%"!")!*' %! +*,,'"!" -  ./" 01/  2  ) *+,- 3 ,$!  '01!!  ! ! , %"!4&%'!*%% %5!6/ '-"%" 50 !-% '!*%% %! 01/  7 8* % 50 !5 ' %! '5" .5*! 01/   9 : (%"!")!*' %!  +*,,'" ; 8&  % '01!! < 8&  %="! ,&/=/ ="! ,&/"!5>%  4 ,?(!/""" '01!!  @"!                ! 5"= "" .5*! 01/"! ,*$0" 5"!. >!)*' %".+01" '" ? / 01/5> !./0!* 1    2    3 

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.