Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2008, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 22.03.2008, Qupperneq 74
58 22. mars 2008 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Eftir páska verður verkið Engi- spretturnar frumsýnt í Þjóðleik- húsinu en það er Þórhildur Þor- leifsdóttir sem leikstýrir. Pálmi Gestsson leikari þarf að ganga í gegnum mikið umbreytingarferli en í verkinu er hann hommi sem gengst undir lýtaaðgerð. „Nei, það má til sanns vegar færa,“ segir Pálmi Gestsson stórleikari en hann á ekki sjö dagana sæla í sminku- herbergi Þjóðleikhússins. Þar fara fagmenn um hann höndum og afmynda í þágu listarinnar. „Þetta er eina lýtaaðgerðin sem ég hef farið í. Í Engisprettunum leik ég lækni sem jafnframt er hommi. Hann er kominn þetta um fertugt og finnst hann ekki eiga glæsta daga fram undan. Og fer því í lýtaaðgerð. Sem þýðir að nota þarf á mig, vestfirska tröllið og hið veðurbarða nautshúðarandlit, slípur- okk, grófan sandpappír og teppalím- band,“ segir Pálmi. Og dregur ekki úr því nema síður sé að þetta sé töluvert álag. Er þá mikið sagt því Pálmi, sem leikari bæði á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi á áratuga reynslu að baki sitjandi í stól sminkunnar þar sem honum hefur verið breytt í allra kvikinda líki. En hvað segir Dillý um þessi ósköp? (Sigurlaug Halldórsdóttir, eiginkona Pálma.) „Jahh, hún ætlar ekki til sama læknis og ég. Það er ábyggilegt. Skurðlæknir sem Guðrún Gísladóttir leikur er vinkona þessa manns. Hún hefur lofað að gera þetta ókeypis fyrir hann í sumarfríinu. Og hann Freddy, en það heitir persónan, segir að hún sé ljót og leiðinleg kerling á breytingaskeiðinu. En mjög flink. Ég held að hún sé nú ekki mjög flink þegar allt kemur til alls. Það verður engin sérstök hamingja með afraksturinn.“ Pálmi segir verkið sérdeilis frábært en það er eftir Biljana Srbljanovic. „Já, serbneska konu á miðjum aldri. Og kom mér svona líka skemmtilega á óvart. Ekki að serbneskar konur á miðjum aldri geti ekki verið skemmtilegar. Ég er ekki að segja það. En... hvar var ég? Já, þetta er „all-star cast“ og verður frábær sýning,“ segir Pálmi. jakob@frettabladid.is Pálmi Gests afmyndast í lýtaaðgerð PÁLMI GESTSSON SEM AFMYNDAÐUR HOMMI Eftir að sminkurnar hafa farið um hann höndum er Pálmi Gestsson ófélegur að sjá. Pálmi hefur aldrei upplifað annað eins og er þó ýmsu vanur eftir að hafa verið breytt í allra kvikinda líki í gegnum tíðina. Fyrsta plata trúbadorsins Gústa Hraundal, Sýn, er komin út. Á plötunni nýtur Gústi aðstoðar þeirra Mána Hraundal, Jóns Kr. Guðjónssonar og Ágeirs Óskars- sonar. Gústi hefur grúskað í tónlist lengi og spilað með fjölda hljómsveita. Frægust þeirra er vafalítið pönksveitin goðsagnar- kennda Sjálfsfróun. Textar plötunnar er einlægir þar sem Gústi segir frá ýmsu sem á daga hans hefur drifið. Fyrsta platan frá Gústa GÚSTI HRAUNDAL Gústi Hraundal hefur gefið út sína fyrsta sólóplötu. Fjöldi listamanna kemur fram á hátíðinni Electric Ethics (Red Symphony-Live) sem verður haldin á skemmtistaðnum Organ í dag á vegum Nýju samvinnu- hreyfingarinnar. Hljómsveitirnar Gjöll, Klive, Bacon, Inferno 5, Digital Mad- ness og Stereo Hypnosis stíga þar á svið ásamt Snorra Ásmunds- syni, Peter Mlakar frá Slóveníu og Dj Magga Lego. Nýja sam- vinnuhreyfingin stóð síðast fyrir tónleikum hljómsveitarinnar Laibach sem voru haldnir hérlendis sama mánaðardag. 22. mars, fyrir tveimur árum. Organ verður opnað klukkan 20 í kvöld og er miðaverð 1.500 krónur. Rafræn hátíð STEREO HYPNOSIS Hljómsveitin Stereo Hypnosis spilar á Organ í kvöld ásamt fleirum. Frumsýningardegi Quantum Solace, nýjustu myndarinnar um njósnara hennar hátignar, James Bond, hefur verið flýtt um eina viku. Myndina átti upphaflega að sýna sjöunda nóvember en verður nú á hvíta tjaldinu 31. október. Upptökur á myndinni hafa staðið yfir í Panama og í eyðimörk í Kaliforníu. Breska Bond-stúlkan Gemma Arterton segist hafa skemmt sér vel við tökurnar. „Það var frábært að starfa á götum Panama vegna þess að maður fann hvernig það er að búa þarna í raun og veru,“ sagði hún. Flýtt um eina viku > DÆMIR Í FEGURÐAR- SAMKEPPNI Heather Mills verður dómari í keppni um Ungfrú Bandarík- in. Keppnin fer fram í Las Vegas 11. apríl. Heather fékk fyrr í vikunni tæpa fjóra milljarða vegna skilnaðar síns og Pauls McCartney.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.