Fréttablaðið - 22.03.2008, Side 78

Fréttablaðið - 22.03.2008, Side 78
62 22. mars 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Boltinn er hjá okkur 2.–5. maí Barcelona – Valencia 79.900 kr. Verð á mann í tvíbýli 2.–4. maí Liverpool – Man. City 89.900 kr. Verð á mann í tvíbýli Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 18.–20. apríl West Ham – Derby 57.900 kr. Verð á mann í tvíbýli Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í 2 nætur á hóteli með morgunverði og miði á leikinn. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í 3 nætur á hóteli með morgunverði og miði á leikinn. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í 2 nætur á hóteli með morgunverði og miði á leikinn. Grindavík og KR mætast í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna í Röstinni í Grindavík kl. 16 í dag. Liðin sigruðu hvort um sig tvo heimaleiki í deildinni í vetur en í úrslitakeppninni náði KR að vinna heimaleik og svo að brjóta mynstrið upp og vinna loks útileik og Grinda- vík svaraði svo með því að vinna í DHL-höllinni í Vesturbænum á miðvikudag og staðan er því 2-1 fyrir KR í einvígi liðanna þar sem þrjá sigra þarf til sigurs. Jóhannes Árna- son, þjálfari KR, var brattur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær og var á fullu að undirbúa lið sitt fyrir átökin. „Þetta verður sannkallaður háspennuleikur og undirbúningurinn gengur vel hjá okkur og ég vona bara að spennustigið verði rétt þegar leikurinn hefst. Liðin eru náttúrlega farin að þekkjast gríðarlega vel á þessu stigi og jafnvel farið að kunna inn á kerfi mótherjanna þannig að þetta snýst um það hvort liðið nær í raun að framkvæma betur viss tækniatriði. Þú reynir að framkvæma þau atriði sem farið er yfir í undir- búningnum fyrir leikina og ef fram- kvæmdin tekst ekki upp þá taparðu einfaldlega. Í fyrstu tveimur leikjunum spiluðum við miklu betur en þær og í síðasta leik spiluðu þær miklu betur en við en þegar einvíginu er lokið kemur í ljós hvort liðið er betra,“ sagði Jóhannes. Igor Beljanski, þjálfari Grinda- víkur, hlakkaði mjög til leiksins þegar Fréttablaðið heyrði í honum hljóðið og var bjartsýnn fyrir hönd liðs síns. „Þetta verður gríðarlegur baráttuleikur og liðið sem verður hungraðra í sigur á eftir að vinna leikinn og vonandi verður það Grindavík. Við erum að spila á heimavelli og ég á von á frábærri stemningu og frábærum körfu- bolta,“ sagði Igor. JÓHANNES ÁRNASON OG IGOR BELJANSKI ÞJÁLFARAR: MÆTAST ÞEGAR KR HEIMSÆKIR GRINDAVÍK Í RÖSTINA Í DAG Þetta verður sannkallaður háspennuleikur HANDBOLTI Kvennalandslið Íslands skipað leikmönnum undir 20 ára vann glæsilegan 29-27 sigur á Ser- bíu í undankeppni EM í Digranesi í gærdag. Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn af miklum krafti og kom- ust fljótlega í 4-1 en þá kom hávax- ið lið Serbíu til baka og staðan var jöfn 7-7 þegar stundarfjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik. Leikur- inn var gríðarlega harður og greinilegt að leikmenn liðanna ætluðu að selja sig dýrt. Lið Ser- bíu var komið með tveggja marka forskot þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en íslensku stelp- urnar gáfust ekki upp og náðu að jafna leikinn 15-15 á lokasekúnd- unum með marki frá Söru Sigurð- ardóttur. Karólína Gunnarsdóttir var atkvæðamest í fyrri hálfleikn- um með fjögur mörk en Hildur Þorgeirsdóttir kom næst með þrjú mörk. Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir var frábær í marki Íslands og varði tólf skot, þar af tvö víti, í fyrri hálfleik og gaf liðinu tóninn þegar ekki gekk sem best á síð- ustu mínútum hálfleiksins. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri þar sem íslensku stelp- urnar fóru á kostum og hreinlega keyrðu yfir Serbíu og eftir aðeins tíu mínútur var staðan orðin 17-21. Íslensku stelpurnar héldu upp- teknum hætti og komust mest í sjö marka mun í stöðunni 27-20 þegar um tíu mínútur lifðu leiks en loka- tölur urðu 29-27. Þrátt fyrir að íslensku stelpurnar hafi misst aðeins taktinn á lokamínútunum var sigurinn aldrei í hættu. Ólöf Kolbrún var valin maður leiksins í leikslok en hún varði 19 skot. Stefán Arnarson, þjálfari Íslands, var ánægður í leikslok. „Við spiluðum góðan handbolta og ég get ekki verið annað en sátt- ur. Við vildum sýna sjálfum okkur og öllum öðrum hvað liðið er í raun og veru orðið gott og mér fannst við gera það,“ sagði Stefán. omar@frettabladid.is Baráttusigur hjá Íslandi U-20 ára kvennalandslið Íslands sigraði Serbíu 29-27 í Digranesi í gær. Íslenska liðið lagði grunninn að sigri með frábærum leikkafla í upphafi seinni hálfleiks. SYSTURNAR Fjögur systrapör eru í U-20 ára kvennalandsliðinu, en það eru aðstoðar- þjálfararnir Hafdís og Guðríður Guðjónsdætur sem standa á endunum, Sunneva og Hildigunnur Einarsdætur sem standa hlið við hlið, önnur og þriðja frá vinstri, Stella og Sara Sigurðardætur sem eru fjórða frá vinstri og önnur frá hægri og svo Rut og Auður Jónsdætur sem standa hlið við hlið, fjórða og þriðja frá vinstri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÖFLUG Stella Sigurðardóttir átti fínan leik fyrir Ísland í gær og skoraði sex mörk og þar af voru fjögur úr vítum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ísland-Serbía 29-27 (15-15) Mörk Íslands (skot): Karólína Gunn- arsd. 7 (9), Stella Sigurðard. 6/4 (11/4), Rut Jónsd. 5 (9), Hildur Þor- geirsd. 3 (8/1), Sara Sigurðard. 2 (2), Hildigunnur Einarsd. 2 (2), Karen Knútsd. 2 (4), Arna Sif Pálsd. 1 (1), Auður Jónsd. 1 (6). Varin skot: Ólöf K. Ragnarsdóttir 19/3 (46/5), 41%. Hraðaupphlaup: 5 (Hildigunnur 2, Karólína 2, Rut). Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Stella 2 Arna). Utan vallar: 10 mínútur. HANDBOLTI U-20 ára landslið karla sigraði Belgíu 36-29 í öðrum leik sínum í undankeppni EM sem fram fer í Þýskalandi þessa dag- ana. Samkvæmt heimasíðu Hand- knattleikssambands Íslands náði íslenska liðið góðri for- ystu strax í upphafi og komst fljótlega í 6-1 og svo 14-11 en staðan var 17-12 Íslandi í vil í hálfleik. Í seinni hálfleik hélt Ísland áfram og jók forystu sína jafnt og þétt en loka- tölur urðu eins og segir 36-29. Rúnar Kárason skoraði 8 mörk, Oddur Grétarsson 6, Aron Pálm- arsson 6, Ólafur Gústafsson 5, Guðmundur Árni Ólafsson 4, Ásbjörn Friðriksson 2, Hjálmar Arnarsson 2 og Þröstur Þráins- son, Anton Rúnars- son og Þrándur Gíslason skoruðu 1 mark hver. Svein- björn Pétursson varði 8 skot í mark- inu. Ísland hefur þar með unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa en liðið lagði Norð- menn að velli í fyrradag. Í dag mæta íslensku strákarnir Þjóð- verjum. - óþ Íslenska U-20 ára karlalandsliðið sigraði Belgíu: Með fullt hús stiga eftir tvo leiki SÁTTUR Þjálfarinn Heimir Ríkarðsson getur verið sáttur með strákana. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA > Örn í áttunda sæti Sundkappinn Örn Arnarson úr SH náði áttunda sæti í 50 metra baksundi á EM í Hollandi í gærkvöld. Örn synti þá á 25,88 sekúndum sem er rétt yfir Norðurlandametinu sem hann setti í undanúrslitasundinu í fyrradag. Örn var sæmilega sáttur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Það hefði auðvitað ýmislegt getað gengið betur og alltaf eitthvað sem maður er ekki 100% sáttur með en svona á heildina litið þá var þetta alls ekkert slæmt,“ sagði Örn sem var 0,75 sekúndum á eftir Grikkjanum Aristeidis Grigoriadis sem sigraði í sundinu. Örn keppir í 50 metra skriðsundi á morgun.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.