Fréttablaðið - 29.03.2008, Side 44

Fréttablaðið - 29.03.2008, Side 44
 29. MARS 2008 LAUGARDAGUR14 ● fréttablaðið ● landið mitt Halldór Halldórsson mat- reiðslumeistari á Hótel Horna- firði býður upp á tilbrigði við rúgbrauð. Þetta sígilda íslenska brauð, sem ýmist fæst nýbakað úr bakaríi eða sjóð- andi hver, er nú komið í fínni búning. Eftirréttir af fínustu gerð skarta nú rúgbrauðinu góða, sem kemur verulega á óvart. Þess vegna er ekki úr vegi að koma við á Hótel Hornafirði á leið sinni um landið og fá sér brauðið fína í spariskartinu. Kryddað rúgbrauðs-crème brûlée fjórar eggjarauður 125 ml mjólk 375 ml rjómi 75 g sykur 100 g Hornafjarðarrúgbrauð kanilstöng tvö einiber tveir negulnaglar anísstjarna Aðferð: Ofninn er hitaður upp í 100 gráður. Mjólk, rjómi, sykur, rúgbrauð og krydd sett í pott og suðan látin koma hægt upp. Blandan er því næst sigtuð. Rjóma- blöndunni er blandað hægt saman við eggjarauðurnar. Þessu er síðan skipt í 6 form, til dæmis í fallega bolla. Bakað í vatnsbaði við 100 gráður í 40 mínútur og á 150 gráðum í 5-10 mínútur í viðbót eða þar til hræran hefur stífnað. Þennan rétt má útbúa með dags fyrirvara, strá síðan hrásykri yfir brûleéið og brenna með brennara. Í þennan rétt finnst Halldóri Hornafjarðar- rúgbrauðið frá Jóni bakara best en að sjálfsögðu má prófa aðrar gerðir. Kryddað rúgbrauðskrap 500 ml vatn 200 g sykur 125 g Hornafjarðarrúgbrauð kanilstöng anísstjarna tvö einiber tveir negulnaglar Aðferð: Suðan látin koma hægt upp á öllu hráefninu og soðið hægt í um það bil 5 mínútur. Blandan er þá sigtuð og kæld og fryst. Rúgbrauðskex rúgbrauð 2 tsk. flórsykur 1/2 tsk. negulduft 1/2 tsk. kanilduft 1/2 tsk. engiferduft Aðferð: Rúgbrauð er skorið í þunnar sneiðar og flatt út undir smjörpappír ef þurfa þykir. Sykri og kryddi er blandað saman og sigtað yfir rúgbrauðið. Þurrkað í ofni við 100 gráður í fimm til sjö klst. eða þar til kexið er stökkt. Rúgbrauðssnúningur á Hornafirði Halldór Halldórsson matreiðslumeistari á Hótel Höfn galdrar fram nýstár- legt rúgbrauð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.