Fréttablaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 16 ALLA SUNNUDAGA SÍÐUR 12 30. mars 2008 — 86. tölublað — 8. árgangur Velkomin í kreppuna GÓÐ RÁÐ TIL AÐ HERÐA SULTARÓLINA LÖGREGLUMÁL Nokkur órói er meðal lögreglumanna á höfuðborgar- svæðinu vegna fækkunar í lög- regluliðinu. Frá því 1. janúar 2007, þegar nýtt embætti lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- inu tók yfir lögregluembættin í Reykjavík, Kópavogi og Hafn- arfirði, hefur lögreglumönnum fækkað á sama tíma og íbúum hefur fjölgað. Lögreglumönnum á höfuð- borgarsvæðinu fækkaði úr 347 1. febrúar 2005 í 339 1. febrúar í fyrra. Af þeim hefur almenn- um lögreglumönnum fækkað úr 148 í 124 eða um 24 sem eru rúm 16 prósent. Til viðmiðunar voru almennir lögreglumenn í Hafnarfirði átján talsins árið 2005 og fimmtán í Kópavogi svo sjá má að fækkunin er umtalsverð. „Okkur hefur fækkað, það er alveg óhætt að fullyrða það,“ segir Óskar Sigurpálsson, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, en það nær yfir félagssvæði lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Óskar staðfestir að fækkunin nái yfir allar deildir lögreglunnar. Hann bindur þó vonir við að fjölg- að verði í liðinu í vor. „Lögreglu- stjóri er búinn að lýsa yfir að aug- lýst verði eftir fólki. Bæði þurfum við menn út af sumarfríum og svo vantar okkur tilfinnanlega fleiri menn.“ Eins og áður nefna lögreglu- menn fjárskort sem aðalástæðu þess að fækkað hafi í liðinu. Að almennar hækkanir, til dæmis á eldsneyti, skili sér seint í hærri fjárframlögum til rekstrarins. Í tilkynningu á heimasíðu lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá 3. janúar 2007 segir að í drög- um að grundvallarstefnumótun embættisins hafi verið haft að leiðarljósi að auka öryggi og öryggistilfinningu þeirra sem búa, starfa og dveljast á höfuðborgar- svæðinu. Er aukin sýnileg lög- gæsla efst á lista yfir lykilþætti sem embættið telur mestu skipta til að þeim markmiðum verði náð. Heimildarmaður innan lögregl- unnar sagði það sjálfsagt allt gott og blessað en ekki sé hægt að auka sýnileika ef lögreglumönnum fækkar. - ovd Lögregluþjónum hefur fækkað eftir sameiningu Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu eru ósáttir við fækkun í lögregluliðinu og kenna fjárskorti um. Fækkað hefur um fleiri en alla almenna lögreglumenn í Hafnarfirði fyrir sameiningu. Á sama tíma fjölgar íbúum. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur segir fækkunina ná yfir allar deildir lögreglunnar. FJÖLDI LÖGREGLUMANNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU 2005 2006 2007 347 344 339 124 142 148 Heildarfjöldi lögreglumanna Heildarfjöldi lögreglumanna Almennir lögreglumenn BLÁA REIÐHJÓLIÐ VINSÆLT Á NÓTTUNNI Íslendingar virðast síður en svo hafa gleymt miðilsfundi Dúdda í kvikmynd- inni Með allt á hreinu. HELGARVIÐTAL 14 [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög APRÍL 2008 DAGAR MEÐ LANDSLIÐS-MANNI Í KÖBENVIGNIR SVAVARSSON SEGIR FRÁ UPPÁHALDSSTÖÐUNUM SÍNUM EYJALÍF Á EYSTRASALTIÆVINTÝRAEYJUR Í ANDA ASTRID LINDGREN FYLGIR Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÁFRAM VINDASAMT Nú með morgninum verður NA-hvassviðri suðaustan til annars strekkingur. Bætir í vind norðvestan til seint í dag. Bjart veður syðra annars snjó- eða slydduél. Heldur mildara veður. VEÐUR 4 -1 0 2 31 5 UMHVERFISMÁL „Öryggismál mið- borgarinnar og endurreisn Lauga- vegarins eru mín hjartans mál,“ segir Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri sem kveður ástandið í miðbæ Reykjavíkur óásættanlegt vegna húsa sem þar drabbast niður. „Ég lofa því að þessi mál verða sett á dagskrá alveg á næstunni og að snúa vörn í sókn. Þetta óvið- unandi ástand er arfleið frá fyrri meirihlutum sem við ætlum okkur að bæta úr,“ segir Ólafur sem boðar áætlun um stóraukið öryggi og bætta umgengni á Laugavegi og annars staðar í miðborginni. Frank Michelsen úrsmíðameist- ari sagði sig í gær úr stjórn Mið- borgar Reykjavíkur vegna óánægju með tök borgarstjórnar á miðborginni. „Útigangsmenn, ofdrykkjumenn og dópistar fara um í flokkum, veitast að vegfar- endum og angra verslunarfólk, hræða það og stela vörum. Þetta er algjörlega óviðunandi og óásættanlegt,“ sagði í yfirlýsingu frá Frank. „Ég geri mér vel grein fyrir alvarleika málsins og ætla mér að bregðast við. Ég held að bæði umræðan og tillögur í borgar- stjórninni á næstunni muni leiða það í ljós,“ segir borgarstjórinn sem leggur áherslu á að vanda þurfi til verka. „Umræðan hefur leitt í ljós að þeim borgum sem bera gæfu til að sameina söguna og uppbygg- inguna í miðborginni vegni betur til lengra tíma litið,“ segir borg- arstjóri og ítrekar verkin verði látin tala. „Þess mun sjá stað eftir tvö ár að það hefur orðið veruleg umbreyting til hins betra í miðborginni og sérstaklega á Laugaveginum. Ég heiti því.“ - gar Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir óviðunandi ástand í miðbæ Reykjavíkur: Heitir endurreisn í miðbænum SLÖMMIÐ Í MIÐBORGINNI Birna Þórðardóttir, sem rekur fyrirtækið Menningarfylgd Birnu, lóðsaði gesti um slóðir „slömmlordanna“ í miðborg Reykjavíkur í gær. Í gönguferðunum sýnir Birna yfirleitt menningarverðmæti borgarinnar, en í þetta sinn var ferðinni heitið um niðurnídda ranghala Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÞÝSKALAND, AP Svarti svanurinn Petra hefur endurnýjað ástarsam- band sitt við árabát í svanslíki í dýragarðinum í Münster í Þýskalandi. Petra varð svo ástfangin af bátnum fyrir tveimur árum að hún eyddi öllum stundum við hlið hans. Undanfarna mánuði hafði Petra hins vegar gert sér dælt við raunverulegan hvítan svan. Þegar svanurinn yfirgaf hana fyrir viku og kramdi hjarta hennar ákváðu starfsmenn dýragarðsins að kynna hana aftur fyrir ára- bátnum geðþekka. - sgj Ástin blómstrar á ný: Svanur tekur saman við bát SÆT SAMAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.