Fréttablaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 10
10 30. mars 2008 SUNNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu,
Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Ríkisstjórnin þekki sín
takmörk
Með aðild okkar að evrópska efnahagssvæð-inu urðu miklar breytingar á fyrirkomu-
lagi stjórnsýslunnar og stjórnunarhátta á Íslandi.
Með innleiðingu frelsis í viðskiptum og flutning-
um fjármagns opnuðust nýir möguleikar sem ekki
höfðu áður verið fyrir hendi. Það sem breytti þó
mestu var að stjórnvöld fengu nýtt og gjörbreytt
hlutverk við þessar nýju aðstæður, þ.e. að setja
lög og reglur fyrir frjálst viðskiptalíf og hafa
síðan eftirlit með því að farið sé að þeim lögum og
reglum.
Þær stofnanir sem því hlutverki gegna eru svo-
kallaðar eftirlitsstofnanir og má í því sambandi
nefna Samkeppniseftirlitið, Fjármálaeftirlitið og
að hluta til talsmann neytenda. Aðrar stofnanir
sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna og heyra
undir Alþingi eru umboðsmaður Alþingis og Rík-
isendurskoðandi. Þessi embætti hafa eftirlit með
framkvæmdavaldinu og eiga að aðstoða Alþingi við
að sjá til þess að ráðherrar misnoti ekki vald sitt.
Sjálfstæði eftirlitsstofnana
Það ætti að vera augljóst að sjálfstæði og fag-
leg vinnubrögð eftirlitsstofnana er mjög mik-
ilvægt. Í upphafi ferils míns sem viðskiptaráð-
herra stóð ég frammi fyrir þeirri spurningu hvort
sameina ætti Landsbankann og Búnaðarbankann
áður en sala færi fram. Í samkeppnislögum var
ákvæði sem heimilaði forúrskurð Samkeppnis-
stofnunar í tilfellum sem þessum. Það varð því úr
að ég óskaði formlega eftir forúrskurði um það
hvort slík sameining samræmdist ákvæðum sam-
keppnislaga. Niðurstaðan var sú að svo væri ekki
og barst mér sú frétt sem viðskiptaráðherra um
klukkustund áður en hún var gerð opinber. Þetta
er að mínu mati dæmi um vinnubrögð sjálfstæðra
samkeppnisyfirvalda.
Núverandi ríkisstjórn og eftirlitsstofnanir
Ég hef ástæðu til að vantreysta núverandi ríkis-
stjórn í sambandi við sjálfstæði eftirlitsstofnana. Í
fyrsta lagi er mér kunnugt um að sjálfstæðismenn
eru lítið gefnir fyrir stofnanir sem þeir geta ekki
stjórnað pólitískt og í öðru lagi benda upphlaup
sumra Samfylkingarmanna á síðustu kjörtímabil-
um til hins sama. Má þar nefna Jóhönnu Sigurðar-
dóttur sem fór ófáar ferðir í ræðustól til að óska
eftir því að ég, sem viðskiptaráðherra, beindi því
til Fjármálaeftirlitsins að rannsaka gjörðir hinna
ýmsu fjármálastofnana. Svar mitt var alltaf það
að Fjármálaeftirlitið væri sjálfstæð eftirlitsstofn-
un og ég segði henni ekki fyrir verkum. Þess má
geta að Jóhanna var talsmaður Samfylkingarinnar í
efnahagsmálum.
Sá atburður sem átti sér svo stað nú í vikunni af
hálfu fjármálaráðherra gagnvart umboðsmanni
Alþingis keyrir þó um þverbak. Þar er valdhrok-
inn í algleymingi og einnig vanþekking á stöðu ráð-
herra gagnvart sjálfstæðri eftirlitsstofnun.
Það er því eðlilegt að spurt sé hvort ríkisstjórnin
ætli að hunsa sjálfstæði faglegra eftirlitsstofnana.
Hvað segir t.d. formaður Samfylkingarinnar nú
sem talað hefur svo oft um meðferð opinbers valds
og að þar þurfi að standa faglega að málum?
Sjálfstæðið er lífsnauðsyn
Í flóknu samfélagi skiptir miklu að eftirlit með viðskiptaháttum og stjórnsýslu sé skilvirkt og
vandað. Við höfum á undanförnum árum byggt
upp sífellt fleiri sjálfstæðar eftirlitsstofnanir,
í því skyni að sinna því eftirliti. Það er jákvæð
þróun. Nú síðast hefur Samfylkingin beitt sér
fyrir verulegri aukningu framlaga til Samkeppnis-
eftirlitsins.
Tilvist eftirlitsstofnana leysir stjórnmálamenn
hins vegar ekki undan ábyrgð á stefnumörkun í
viðskiptalífi og stjórnsýslu. Tökum dæmi: Þótt
Samkeppniseftirlitið hafi verið eflt og stutt við
starf þess eru það stjórnmálamenn sem setja þær
reglur sem Samkeppniseftirlitinu er ætlað að hafa
eftirlit með og ráða því þeim mælikvörðum sem
eftirlitsstofnunin vinnur eftir. Þannig geta stjórn-
málamenn ekki afsakað aðgerðaleysi með því að
vísa á sjálfstæði eftirlitsstofnana – ef eftirlitið
nær ekki fullnægjandi árangri þurfa stjórnmála-
menn að axla ábyrgð af ófullnægjandi regluverki.
Sjálfstæði og hlutleysi
Sjálfstæði eftirlitsstofnana er mikilvægt til að
tryggja hlutleysi þeirra við meðferð mála. Það
er sérstaklega mikilvægt í litlu landi eins og
okkar, þar sem mýmörg dæmi eru um misbeit-
ingu opinbers valds af hálfu stjórnvalda frá fyrri
tíð, að tryggja að pólitískt kjörnir fulltrúar fari
ekki með beint eftirlit með leikreglum á flóknum
mörkuðum.
Þetta er ekki síður mikilvægt í opinberri stjórn-
sýslu. Þess vegna heyra embætti umboðsmanns
Alþingis og Ríkisendurskoðun undir Alþingi en
ekki framkvæmdavaldið. Fram til 1986 var Rík-
isendurskoðun hluti af fjármálaráðuneytinu
og enginn umboðsmaður Alþingis var til. Hvar
var eftirlit með framkvæmdavaldinu þá? Til-
urð þessara stofnana sem sjálfstæðra eftirlits-
stofnana bar upp á sama tíma og aukins áhuga
varð vart á stjórnfestu í opinberri stjórnsýslu og
vildarréttarviðhorf voru á undanhaldi í samfé-
laginu. Fram að þeim tíma var almennt talið að
stjórnvöld hefðu umtalsvert frjálst mat við töku
stjórnsýsluákvarðana. Í dag er almennt viður-
kennt að við slíkar ákvarðanir sé svigrúm stjórn-
valda mun takmarkaðra en áður var talið og að
allar ákvarðanir þurfi að byggja á faglega boðleg-
um forsendum sem sætt geti endurmati umboðs-
manns og dómstóla.
Fagleg vinnubrögð
Það er nefnilega grundvallaratriði að fagleg
vinnubrögð ráði ferðinni í stjórnsýslu ríkisins og
að íþyngjandi eða ívilnandi ákvarðanir séu mál-
efnalegar og vel rökstuddar. Eins og Ingibjörg
Sólrún sagði í janúar á allt vald að lúta eftirliti
og almenningur á að vera óhræddur við að skjóta
málum til úrskurðarnefnda og umboðsmanns.
Stjórnmálamenn eiga til dæmis að líta á embætti
umboðsmanns sem velviljaðan stuðning og sækja í
samskipti og álit hans sem lærdómsbrunn.
Sjálfstæðar eftirlitsstofnanir eru forsenda sið-
legs samfélags, þar sem réttindi allra borgara eru
tryggð. Án sjálfstæðra eftirlitsstofnana bjóðum
við heim hættu á misbeitingu valds og geðþótta-
ákvörðunum. Þannig stjórnarhætti viljum við ekki.
BITBEIN Valgerður Sverrisdóttir spyr:
Er sjálfstæði eftirlitsstofnana mikilvægt?
VALGERÐUR
SVERRISDÓTTIR
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
Ó
löf Nordal alþingismaður opnaði greinaflokk um
Evrópumálefni hér í Fréttablaðinu í liðinni viku með
þörfum ábendingum um aðferðafræði þessarar mikil-
vægu umræðu. Vilji menn uppbyggilega rökræðu um
slík viðfangsefni er mikilvægt að að glöggva sig sem
best á því í upphafi hvernig ræða skuli.
Segja má að umræður um Evrópumálefnin hefi verið út og suður
og reyndar eins og án fyrirheits í allmörg ár. Ólöf Nordal bend-
ir réttilega á að umræða um Ísland og Evrópusambandið þurfi að
byrja á réttum enda eigi hún að vera á skynsamlegum nótum. Í því
sambandi tekur hún af skarið um að Ísland eigi ekki að sækja um
aðild fyrr en nauðsynlegar breytingar hafi verið gerðar á stjórn-
arskránni.
Þingmaðurinn telur að það sé frekar tímaspursmál en hitt
hvenær við stöndum frammi fyrir þessari ákvörðun. Flest bendir
til að það sé rétt pólitískt mat. En það breytir ekki þeirri staðreynd
að hjá því verður ekki komist að byrja á byrjuninni. Eins og sakir
standa er Evrópusambandsaðild andstæð stjórnarskránni.
Þar af leiðir að ljóst má vera að uppbyggileg umræða um
framtíðar stöðu Íslands í Evrópu þarf að hefjast með umræðum
um stjórnarskrárbreytingar og ákvörðunum þar að lútandi. Bjarni
Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, tók
merkilegt frumkvæði í febrúar síðastliðnum með ábendingum um
mikilvægi þess að koma þessari umræðu í ákveðinn markvissan og
tímasettan feril. Dómsmálaráðherra reifaði nýverið með svipuð-
um hætti hugmyndir af þessu tagi og kallaði eftir vegvísum í því
samhengi.
Óraunhæft er að ljúka stjórnarskrárbreytingu fyrr en við lok
kjörtímabils með því að hún kallar á samþykki tveggja þinga með
kosningum á milli. Mikilvægt er að allar leikreglur í þessu efni
liggi fyrir áður en þjóðin þarf endanlega að gera upp hug sinn um
það mat á íslenskum hagsmunum sem eðlilega hlýtur að liggja til
grundvallar ákvörðun af þessu tagi.
Ætla verður að ágreiningslaust sé að löggjöf um aðild öðlist ekki
gildi nema þjóðin samþykki hana í allsherjaratkvæðagreiðslu. En
hinu þarf að svara hvort gera eigi kröfur um aukinn meirihluta
og lágmarks stuðning allra atkvæðisbærra manna. Margt mælir
með því að fyrirfram sammælist menn um að þetta skref verði því
aðeins stigið að rúmur meirihluti þjóðarinnar standi þar ótvírætt
að baki.
Annað álitaefni snýr að því hvernig taka á ákvörðun um að óska
eftir aðild og leita eftir samningum þar um. Á Alþingi að taka þá
ákvörðun? Eða á ákvörðun Alþingis að vera háð samþykki þjóðar-
innar? Skynsamleg rök eru fyrir því að láta gildi slíkrar ákvörðunar
velta á úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslu.
Verði nauðsynlegar breytingar gerðar á stjórnarskrá við lok
þessa kjörtímabils vaknar spurningin hvenær rétt væri að bera
málið undir þjóðina. Eins og mál horfa við í dag ætti ekkert að vera
því til fyrirstöðu að slík atkvæðagreiðsla færi fram þegar á haust-
dögum eftir næstu þingkosningar.
Allar tímasetningar varðandi formlegan framgang málsins eru á
hinn bóginn háðar því að á þeim tíma sem fram undan er náist jafn-
vægi í þjóðarbúskapnum og umræða fari fram á breiðum grund-
velli um mat á framtíðar hagsmunum Íslands í breyttu alþjóðlegu
umhverfi. En kjarni málsins er sá að verði ekki byrjað á réttum
enda er líklegast að umræðan fari út um víðan völl sem fyrr.
Að byrja á réttum enda:
Evrópuumræðan
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Borgarstjórinn rekur lestina
Það verður seint sagt að festa fylgi
stjórnmálunum í Reykjavíkurborg.
Langvarandi hringlandaháttur með
flugvöllinn er nú farinn að reyna á
þolrif sveitarstjórnarmanna á lands-
byggðinni eins og Birna Lárusdóttir,
formaður bæjarstjórnar á Ísafirði, hefur
bent á. Ekki tekur því að byggja
samgöngumiðstöðvar við flug-
völlinn sem fararsnið hefur
verið á í árafjöld og þetta er
Birna ósátt við.
Svo virðist vera ósam-
staða í lestarmálinu þar
sem borgarstjórinn
hefur efasemdir um
slíkar samgöngur en
borgarráð vildi leita
lags í þessu máli í
fjarveru hans síðastliðinn fimmtudag
og samþykkti þá að láta kanna fýsi-
leika lestarsamgangna milli höfuð-
borgarinnar og Keflavíkur.
Borgin missir af lestinni
Í Reykjanesbæ hefur hins vegar þegar
verið gert ráð fyrir lestarsamgöng-
um á aðalskipulaginu. Aðspurður
sagðist Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, ekki hafa
neinar áhyggjur af því að
þeir yrðu háðir tregðu
borgaryfirvalda í þessu
máli. „Borgin hlýtur að
sjá sér hag í því að fólk
komist sem hraðast frá
alþjóðaflugvellinum og í
höfuðborgina. Nú og
ef einhver tregða
er í þeim þá bara tengjum við þetta
við Suðurlandið,“ sagði hann og brosti
þegar Fréttablaðið spurði hann út í
þessa hluti.
Borgin rekur lestina
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri
Hveragerðisbæjar, sem og Gísli S.
Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segja
að íbúum fjölgi þar gríðarlega og komi
þeir margir úr borginni. Sagði Aldís að
í Hveragerði hefðu menn alla kosti
borgarinnar en væru lausir við ókosti
hennar. Eflaust kysu mun fleiri að
vera lausir við ókosti borgarinnar
um þessar mundir. Borgin er í rusli,
er að missa af lestinni og
nær ekki flugi.
jse@frettabladid.is