Fréttablaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 66
Þ ótt við Íslendingar séum lítt kunnir Vappu-hátíðarhöldunum eru þau haldin víðs vegar um Norður- Evrópu og í Finnlandi. Í Helsinki sem og annars staðar hefjast þessi skemmtilegu vorhátíðarhöldin 30. apríl. Þá er eitt helsta stolt Helsinki – styttan Havis Amanda, hafmeyja borgarinnar, – þvegin hátt og lágt eftir vetrarslabbið. Þvotturinn hefst á slaginu sex og safnast múgur og margmenni saman á torginu til að horfa á styttuna þvegna og um kvöldið fyllast svo veitingastaðir af fólki sem fer út að borða. Garðarnir teppalagðir „Vappu er í raun stúdentahátíð í Helskini en eftir þvottinn og kvöldskemmtunina 30. apríl hittast Finnar morguninn eftir kl. 10 þegar útskriftin er í almennings görðunum, með húfurnar á hausnum og Finnarnir allir samgleðjast með því að setja gömlu húfurnar sínar á kollinn og mæta til leiks,“ segir Áslaug sem gengur þennan fyrsta dag maímánaðar um svæðið og myndar stemninguna. „Svo ef næstu daga á eftir 1. maí ber upp á helgi geta hátíðarhöldin dregist á langinn sem er mjög skemmtilegt. Fólk er í marga daga að fylla Tupperware-box af alls kyns „gourmet“ mat og svo eru garðarnir hreinlega teppalagðir þar sem allir mæta með pikknikk-teppið sitt og sitja svo og gæða sér á góðgætinu og drekka kampavín allan daginn. Sumir taka meira að segja sófasettið með sér.“ Allan daginn þýðir bókstaflega allan daginn því enginn fer heim fyrr en allt er klárað sem er ekki fyrr en þegar nálgast kvöld, um kl. 6 og umgjörðin sjálf – garðarnir fullir af hvítum kollum, teppum og fallegum mat í fallegum ílátum – er ekki síður falleg en að hátíðin sé skemmtileg. Keyrt frá skólum á vörubílum Í byrjun dagsins er keyrt með stúdentana á vörubílspöllum frá skólunum þeirra í garðana, og ég hef verið samferða einu sinni og í för með mér var bandarísk blaða- kona. Hún botnaði ekkert í því hvernig drengurinn sem hún var að taka viðtal við gat klárað úr heilli kampavínsflösku á þessari 20 mínútna leið. Þetta er finnskt eðalfyllerí með góðum mat þar sem fagn- að er menntun og því að borgin er að koma undan vetrinum.“ Undir áti og drykkju spila lúðrasveitir hér og þar en Áslaug segir að á þessum tíma í Helsinki sé mikil stemning í borginni allri og margt að ger- ast. „Borgin hefur breyst mikið frá því að ég kom þangað fyrst fyrir um átta árum en á þeim tíma voru í raun bara örfáir góðir veitingastaðir í borginni. Nú er ekki þver- fótað fyrir þeim og ég sé alltaf eitthvað nýtt í hverri ferð. “ 38 FERÐALÖG SJARMERANDI VORGLEÐI Í HELSINKI Allt frá því að Áslaug Snorradóttir upplifði sitt fyrsta „Vappu“ í Helsinki árið 2000 hefur hún ekki getað hætt og er nú að fara út í sjöunda skiptið til að vera vitni að þessum stórskemmtilegu há- tíðarhöldum. Ekki síður er borgin sjálf í miklu uppáhaldi og fékk Ferðalög leiðsögn um Helsinki á la Áslaug. Kvöldfegurð Áslaug fer til Helsinki í byrjun maí ár hvert en þá er borgin að skríða undan vetrarfeldinum og veðrið milt og gott. Finnskur kraftamatur Áslaug fer ekki til Helsinki nema gæða sér á súrum gúrkum sem hægt er að kaupa upp úr tunnum í matvöruverslunum. Fyrsta flokks finnsk gleði Vappu-hátíðargestir sem Áslaug rakst á við hafmeyju Helsinki-borgar. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.