Fréttablaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 70
Elín Edda Angantýsdóttir, verðandi háskólanemi, fór í afar óvenjulegt ferðalag ásamt vinkonu sinni um Evrópu. Elín Edda hélt til Spánar ásamt vinkonum sínu þar sem hún ætlaði að fara í spænskunám. Áfangastaðurinn var Torreveja sem var nú ekki alveg rétti staðurinn að mati Elínu og vinkonu hennar. „Þetta er kannski ekki beint staðurinn fyrir ungt fólk en fyrir eldra fólk er þetta trúlega paradís. Við vinkonurnar fengu fljótlega nóg af staðnum þar sem lítið var að gerast og við ákváðum því að skella okkur bara í interrail og gera eitthvað gott úr þessu,“ útskýrir Elín Edda. Elín og vinkona hennar skelltu sér út á lestarstöð og keyptu sér interrail lestarmiða og héldu af stað í fjögurra vikna ógleymanlegt ferðalag. Gaman að segja frá því að þessi ferð var ákveðin með aðeins nokkra daga fyrirvara. „Við vorum eins og litlar stelpur í sælgætisbúð og vorum mjög ánægðar að hafa tekið þessa ákvörðun og næstu vikurnar áttu eftir að vera stórkotlegar,“ segir Elín Edda. Fyrsti áfangastaður þeirra var Barcelona og þaðan fóru þær í bæinn San Sebastian nyrst á Spáni en þar fundu þær flesta bari á ferkílómetra í heiminum. Eftir dvölina á Spáni skelltu vinkonurnar sig í sextán tíma lestarferð til Parísar. Í París lentu þær í smá vandræðum þar sem þær voru hlaðnar ferðatöskum. Frá París var skellt sér á mikla bjórhátíð í litlum bæ í Þýskalandi. Eftir hana tók við stutt stopp í Tékklandi og var haldið til Danmerkur. „Við vorum hálfsmeykar á lestarstöðinni í Prag þar sem við þurftum að bíða lengi að kvöldlagi og voru þar ýmsar furðulegar persónur. En þetta hafðist og við vorum mjög fegnar þegar við komum til Danmerkur,“ segir Elín Edda. Að síðustu héldu þær til Hollands og Englands áður en þær fóru aftur til Danmerkur þaðan sem þær flugu heim til Íslands. „Þessi ferð var vel þessi virði og frábær í alla staði þrátt fyrir óskipulag. Við spiluðum okkur bara eftir aðstæðum og allt gekk vel,“ segir Elín Edda kímin. mikael@frettabladid.is 42 FERÐALÖG Það er skemmtilegt að skella sér í ævintýri með skömmum fyrirvara. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FLAKK UM EVRÓPU Interrail lestarmiði er frábær kostur fyrir forvitna ferðalanga LISTIR OG MENNING Í PARÍS VERÐ 87.900 KR.* Á MANN Í TVÍBÝLI 30. APRÍL–4. MAÍ Fararstjóri: Laufey Helgadóttir. Skoðaðir allir helstu merkisstaðir í París og farið í valinkunn söfn eins og Monetsafnið í Giverny og Orsay eða Marmottan safnið. * Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 4 nætur á Holiday Inn Republique * * * * með morgunverði, íslensk fararstjórn og íslensk leiðsögn, skoðunarferðir og aðgangseyrir á söfn, rútuferðir til og frá flugvelli erlendis. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 17 49 3 /0 8 + Nánari upplýsingar á www.icelandair.is/pakkaferdir Auglýsingasími – Mest lesið 14 La Sagrada Familia kirkjan í Barcelona á Spáni. Stemning í San Sebastian. SIGLT UM FIRÐI NOREGS Ferðaþjónusta bænda býður upp á flotta ferð 7.-13. ágúst þar sem siglt er um firði og strandlengju Noregs, sem er nú oft sögð fallegasta strandlengja í heimi. Bæði er siglt og svo er farið í skoðunarferðir á landi en flogið er til Óslóar og svo heim frá Björgvin. Fararstjórinn er norskur en talar þó reiprennandi íslensku svo Íslendingar njóta góðs af því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.