Fréttablaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 81
SUNNUDAGUR 30. mars 2008 25 HANDBOLTI Topplið Hauka getur aftur náð átta stiga forskoti á Fram í N1-deild karla og nánast eytt um leið vonum Valsmanna um að verja Íslandsmeistaratitil- inn sinn frá því í fyrra. Leikurinn er klukkan 16 á Ásvöllum í Hafnarfirði. Valsmenn tryggðu sér titilinn á Ásvöllum í fyrra en tapi þeir leiknum í dag verða þeir níu stigum á eftir Haukum þegar aðeins tólf stig eru eftir í pottinum og raunhæfar vonir á að halda titlinum að engu orðnar. Haukar hafa reyndar ekki náð að vinna Valsmenn í tæpa sjö mánuði eða síðan þeir unnu þá 23- 20 í fyrstu umferð á Hlíðarenda 14. september. Síðan þá hafa liðin gert 22-22 jafntefli á Ásvöllum og Valsmenn hafa unnið Hauka tvisvar í Vodafone-höllinni, fyrst 23-22 í Eimskipsbikarnum og síðan 32-27 í síðasta deildarleik liðanna sem fram fór 1. febrúar síðastliðinn. Til þess að vinna Val þurfa Haukar að finna leið framhjá Ólafi Hauki Gíslasyni í markinu sem hefur varið 52 skot frá þeim í síðustu tveimur leikjum. Tveir aðrir leikir eru í deildinni í dag. Akureyri tekur á móti Aftureldingu í KA- húsinu klukkan 15 og Stjarnan fær síðan nágranna sína í HK í heimsókn í Mýrina klukkan 20. - óój Topplið Hauka í N1-deildinni: Ná þeir níu stiga forskoti á Val? DÝFINGAR Hið þrettán ára breska dýfingarundur Tom Daley segist ekki stefna á verðlaun á Ólympíu- leikunum í Peking. Stefnan hjá honum sé enn sett á að vinna til verðlauna á ÓL í London 2012 og Peking verði ferð inn á reynslu- bankann. Miklar væntingar eru gerðar til Daleys og verðlaun ekki talin fjarlægur möguleiki af sér- fræðingum. Daley varð nýlega Evrópu- meistari í dýfingum af tíu metra palli í flokki fullorðinna og er þegar talinn á meðal bestu dýfingamanna heims. - hbg Breska dýfingarundrið: Peking verður reynsluferð TOM DALEY Evrópumeistari í flokki full- orðinna í dýfingum af tíu metra palli. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES SKÍÐI Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri og Björgvin Björg- vinsson frá Dalvík tryggðu sér bæði gull í svigi í gær á Skíðamóti Íslands daginn eftir að þau höfðu bæði unnið öruggan sigur í stór- svigi. Dagný hefur átt erfitt uppdrátt- ar í vetur enda verið meira og minna meidd og var það því mjög sterkt hjá henni að vinna báðar þessar greinar. Í stórsviginu varð hin unga og efnilega Tinna Dag- bjartsdóttir önnur en hún kemur einnig frá Akureyri eins og systir Dagnýjar, Katrín, sem varð þriðja. Katrín gerði enn betur í gær og varð þá í öðru sæti á eftir systur sinni en Selma Benediktsdóttir úr Ármanni í Reykjavík hreppti þá bronsverðlaunin. Björgvin Björgvinsson vann báðar greinarnar með miklum yfirburðum en hann var rúm- lega þremur sekúndum á undan Árna Þorvaldssyni úr Ármanni í stórsviginu og varð síðan tæpum þremur sekúndum á undan Gísla Rafni Guðmundssyni úr Ármanni í sviginu. Gísli Rafn varð í þriðja sæti í stórsviginu en Akureyr- ingurinn Stefán Jón Sigurgeirs- son varð þriðji í sviginu í gær. Sólveig G. Guðmundsdóttir frá Ísafirði varð Íslandsmeistari í göngu með frjálsri aðferð en gengnir voru 5 km. Stella Hjalta- dóttir varð önnur en Silja Rán Guðmundsdóttir þriðja. Þær koma báðar frá Ísafirði líkt og Sólveig. Stella sigraði í 5 km hefðbundinni göngu í fyrradag. Sævar Birgisson frá Sauðár- króki varð Íslandsmeistari í göngu með frjálsri aðferð en hann var rúmum þremur sekúndum á undan Andra Steindórssyni frá Akureyri. Í þriðja sæti varð síðan Birkir Þór Stefánsson af Ströndum. Andri sigraði í 15 km hefðbundinni göngu í fyrradag en Sævar hafði unnið sprettgönguna á fyrsta degi. - óój Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson á Skíðamóti Íslands í gær: Bæði með gull tvo daga í röð BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON Tvö gull. FRÉTTBLAÐIÐ/GUÐMUNDUR Á FULLRI FERÐ Dagný Linda Kristjánsdóttir í sigurferð sinni í stórsvigi. ÍSHOKKÍ Íslenska kvennalandsliðið vann 3-0 sigur á Eistlandi í lokaleik sínum í 4. deild heims- meistarakeppninnar og endaði því með fullt hús og markatöluna 30-5 úr fimm leikjum sínum. Ísland vann sér þar með sæti í 3. deild í fyrsta sinn en þetta var í þriðja sinn sem kvennalandsliðið tók þátt í HM. Birna Baldurs- dóttir, Steinunn Sigurgeirsdóttir og Hanna Heimisdóttir skoruðu mörkin í lokaleiknum en Sólveig Smáradóttir var valin maður leiksins. Varnarmaðurinn Anna Sonja Ágústsdóttir var valin besti leikmaður Íslands á mótinu en hún var jafnframt sókndjarfasti varnarmaður keppninnar. -óój Kvennalandsliðið í íshokkí: Fengu fullt hús GAMAN Það var mikil stemning í íslenska liðinu í Rúmeníu. FRÉTTABLAÐIÐ/MARGRÉT LOKAR MARK- INU Ólafur Haukur Gíslason hefur varið 26 skot að meðaltali í síðustu tveimur sigurleikjum Vals á Haukum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.