Fréttablaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 12
12 30. mars 2008 SUNNUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Nýlega komu út þrjár raðir nýrra frímerkja hjá Íslandspósti. Íslenskur útsaumur, þjóðsögulegir staðir og gömul landbúnaðartæki eru myndefnin en Íslandspóstur hefur í nokkur ár gefið út raðir frímerkja með myndum úr atvinnusögu þjóðarinnar. Hlynur Ólafsson, grafískur hönnuður, hannaði fjögur nýju merkjanna með myndum af landbúnaðarstörfum fyrri ára. „Ég hef verið að teikna fyrir Íslandspóst síðan 1993 og ætli ég sé ekki búinn að teikna yfir fimmtíu merki,“ segir Hlynur sem rekur teiknistofu í Hamraborg í Kópavogi. „Landbúnaðartækin urðu ofan á núna en ég vann merkin upp úr gömlum ljósmyndum frá landbúnaðarsafninu á Hvanneyri í samvinnu við Bjarna Guðmundsson safnstjóra. Öll tækin eiga sér sögu og Bjarni var mér innan handar svo allt væri rétt.“ Þúfnabani, Ferguson dráttarvél, plógur og jarðýta eru tækin sem prýða frímerkin en sex þúfnabanar komu til landsins á árunum 1921 til 27 og voru notaðir við túnsléttun. International Harvester jarðýtan var fyrsta beltavélin með ýtutönn sem reynd var við jarðvinnslu á Íslandi og árið 1949 kom fyrsta Ferguson-dráttarvélin til landsins og er sú mest selda hérlendis. Skoskur plógur kom svo fyrir tilstuðlan fyrsta búnaðarskólans, í Ólafsdal við Gilsfjörð, fyrir aldamótin 1900. Við vinnslu frímerkjanna studdist Hlynur við þá gömlu aðferð þegar svarthvítar ljósmyndir voru handlitaðar, til að ná fram birtu og frískleika. Frímerkin vinnur hann þó í tölvu og eru þau jafnvel samsett úr mörgum ljósmyndum til að gefa raunsanna mynd af bústörfum fyrri ára. „Þúfnabanann staðsetti ég til dæmis með Esjuna í baksýn því það er vitað til að samskonar tæki var notað uppi á Korpúlfsstöðum og þar í kring. Vinnan við frímerkin krefst mikils undirbúnings og rannsókna þannig að þetta er gríðarlega skemmtileg vinna og algjör forréttindi fyrir grafískan hönnuð,“ segir Hlynur. Sjálfur ólst hann upp í Vestmannaeyjum við sprang en var þó sendur í sveit sem strákur svo hann er ekki ókunnugur sveitastörfunum. „Ég var í sveit á Hornafirði á Volaseli í Lóni hjá Trausta Jónssyni, fór þangað tíu ára svo ég þekki aðeins til. „Frímerkin eru prentuð erlendis í öryggisprentsmiðjum eins og peningaseðlar en frímerki eru talin ígildi peninga og undirbúningsvinna og nákvæmni er mikil í frímerkjahönnun.“ Hlynur segir íslenska hönnuði framarlega hvað varðar tæknivinnu og þeir hafi ávallt staðið sig vel í þessum verkefnum. En á hann sér einhver uppáhaldsfrímerki? „Það er nú erfitt að gera upp á milli frímerkjanna því þetta er svo skemmti- leg vinna. Dagsdaglega á teiknistofunni hönnum við veltiskilti og vefsíður og í þannig verkefnum er alltaf verið að keppa við klukkuna og redda hlutum á síðustu stundu. Frímerkjavinnan er því hálfgert gæluverkefni sem ég er að grípa í marga mánuði og það er mikill metnaður í útgáfunni hjá Íslandspósti. Gríðarleg fjölbreytni í myndefnum og hlutirnir gerðir af fullri alvöru þannig að það er algjört draumaverkefni að fá að teikna frímerki.“ heida@frettabladid.is HLYNUR ÓLAFSSON: TEIKNAR NÝ FRÍMERKI FYRIR ÍSLANDSPÓST Frímerkið er draumaverkefni Við sendum innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts elsku föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jens Péturssonar Grettisgötu 72, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks A6 Landspítala Fossvogi. Þröstur Jensson Hanna Kr. Hallgrímsdóttir Stefanía Jensdóttir Geir Garðarsson Gíslína Jensdóttir Sigurður Einarsson Svava Jensdóttir Kristófer Pálsson Höskuldur Jensson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður ömmu, langömmu og langalangömmu, Petreu Aðalheiðar Rögnvaldsdóttur Háaskála, Ólafsfirði. Ásta Axelsdóttir Valgeir Ásbjarnarson Sveinbjörn Axelsson Sæunn Axelsdóttir Ásgeir Ásgeirsson Lára Axelsdóttir Ómar Þórisson Hanna Brynja Axelsdóttir Jón Þór Björnsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær uppeldismóðir mín, tengdamóðir og amma, Jenný Clausen Ward andaðist á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 21. mars sl. Jarðarförin fer fram í Kristskirkju, Landakoti, mánudaginn 31. mars kl. 13.00. Eva Lísa Ward Crawford Peter Crawford Stefán Laurence Stefánsson Sigríður Jenný Svansdóttir Patrick Herbert Svansson og aðrir aðstandendur. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengda- faðir, Gunnar V. Arnkelsson fyrrv. kaupmaður, Hrafnistu, Reykjavík, lést föstudaginn 28. mars. Að ósk hans fer jarðarförin fram í kyrrþey. Sigríður Símonardóttir Valgerður K. Gunnarsdóttir Guðmundur S. Sveinsson Símon Á. Gunnarsson Guðrún M. Benediktsdóttir Kristján Gunnarsson Sjöfn Sigþórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega öllum þeim sem auð- sýndu okkur samúð og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegrar fósturmóður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Hólmfríðar Þóroddsdóttur Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Jafnframt sendum við starfsfólki 3. hæðar á Skjóli bestu þakkir fyrir umönnunina. Jóhanna Gunnþórsdóttir Brynjólfur Lárentsíusson Sveinmar Gunnþórsson Kristín Pálsdóttir Þórey Skúladóttir Jón V. Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Birnu Halldórsdóttur Dalalandi 1, Reykjavík. Laufey Vilhjálmsdóttir Samir Bustany Halldór Vilhjálmsson Bryndís Helgadóttir Sigríður Vilhjálmsdóttir Þórarinn Þórarinsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna and- láts ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, J. Sigurðar Gunnsteinssonar Vogatungu 45, Kópavogi, fyrrverandi starfsmanns Loftleiða/Flugleiða. Margrét Anna Jónsdóttir Gunnsteinn Sigurðsson Dýrleif Egilsdóttir Þorgerður Ester Sigurðardóttir Einar Ólafsson Jón Grétar Sigurðsson Sveinbjörg Eggertsdóttir Anna Sigríður Sigurðardóttir Guðni Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. ERIC CLAPTON TÓNLISTARMAÐUR 63 ÁRA. „Í skóla var maður bólugrafinn og enginn leit við manni. Svo byrjar maður í hljómsveit og þá þyrpast um mann þúsundir stúlkna.“ Eric Clapton, gítarleikari og söngvari, er einn farsælasti tónlistarmaður heims. Hann var meðal annars í hljómsveitinni Cream en á sér einnig langan sólóferil. Þann 30. mars 1949 brutust út óeirðir á Austurvelli en þennan dag samþykkti Alþingi inngöngu Íslands í Norður- Atlantshafsbandalagið. Andstæðingar samþykktarinnar og stuðningsmenn flykktust á Austurvöll og létu skoðanir sínar í ljós. Grjóti, eggjum og mold rigndi yfir Alþingishúsið og var varalið lögreglunnar kallað út. Mannfjöldanum var dreift með táragasi. Lögregluliðið var klætt hermannahjálmum og gekk fram með kylfum. Þessi átök milli andstæðinga tillögunnar og lögregluliðsins urðu mestu óeirðir sem orðið hafa á Íslandi. Áætlað er að á Austurvelli hafi þá verið milli 8 - 10 þúsund manns. Alls þurftu tólf manns að fara á Landspítalann eftir ryskingarnar og voru nokkrir alvarlega slasaðir. ÞETTA GERÐIST: 30 MARS 1949 Óeirðir á Austurvelli timamot@frettabladid.is HLYNUR ÓLAFSSON GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR segir algjör forréttindi að fá að teikna frímerki fyrir Íslandspóst. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.