Fréttablaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 18
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR ferðalög kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Frá Finnlandi, Getty Images Pennar Anna Margrét Björrnsson, Júlía Margrét Alexandersdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson Ljósmyndir Fréttablaðið, Áslaug Snorradóttir Auglýsingar Stefan P.Jones spj@frettabladid.is [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög APRÍL 2008 + SKRALLAÐ Í SKANDINAVÍU, HVÍTAR STRENDUR Á BARBADOS, VOR Í PARÍS, VALPARAÍSO Í CHILE OG DÁSEMDIR PROVENCE-HÉRAÐS FINNLAND UNDAN FELDINUM ÁSLAUG SNORRADÓTTIR MYNDAR VORGLEÐI Í HELSINKI DAGAR MEÐ LANDSLIÐS- MANNI Í KÖBEN VIGNIR SVAVARSSON SEGIR FRÁ UPPÁHALDSSTÖÐUNUM SÍNUM EYJALÍF Á EYSTRASALTI ÆVINTÝRAEYJUR Í ANDA ASTRID LINDGREN Á VEIÐUM Vefsíðan www.thecoolhunter.co.uk er algjör snilld fyrir forvitna ferðalanga sem hafa unun af fallegri hönnun, góð- um veitingastöðum. áhugaverðum sýningum og nýjum verslun- um um heim allan. Það er hægt að verða áskrifandi að frétta- bréfi nu með tölvupósti og ætti það að verða skyldulesning fyrir alla sem eru að leita að fegurð í heiminum. Ritstjóri vefsins, Bill Tikos, er svo að gefa út bók sem heitir The World‘s Coolest Hotel Rooms og er væntanleg með vorinu. O ft þarf nú ekki að leita langt yfir skammt þegar kemur að ferðalögum. Skandinavía er skammt undan og við gleymum oft að í henni búa ótal ferðamöguleikar. Norður- lönd eru ekki bara djammferð til Köben eða Stokk- hólms. Þessi frændlönd okkar búa yfir ótrúlegri nátt- úrufegurð, heitum sumrum (á okkar mælikvarða að minnsta kosti) og skemmtilegri afþreyingu. Sjálf fæddist ég í Stokkhólmi og man ekki eftir fyrstu árum ævi minnar þar nema í óljósri þoku þar sem bregður fyrir gulum húsum og stórum trjám. Á árun- um sem komu í kjölfarið upplifði ég Norðurlöndin, eins og mörg önnur börn, í gegnum ævintýraheim barnabókmenntanna. Ég týndist klukkustundum saman í skógum með Ronju, í fjöllum Nangijala, í dölum Múmínálfanna, á Sólbakka með Madditt og Betu og jafnvel í blokkum Óla Alexanders. Í heilan- um á mér geymdi ég ávallt þessa mynd af hinu exótíska norðri þar til ég loks byrjaði að sækja þessi lönd heim löngu síðar á ævinni. Ég varð síður en svo fyrir vonbrigðum. Það er ekkert skrýtið að hið und- ursamlega landslag, skógar, vötn, firðir og fljót, hafi veitt svo mörgum rithöfundum innblástur. Og bæirn- ir minna í raun og veru á Astrid Lindgren bók. Öll börn heillist af skógum. Það er ekkert nema ævintýri fyrir smáfólk að fá að fara í langar gönguferðir innan um ævaforn tré og finna lyktina af laufum og frjó- samri jörð. Í skógum búa allskyns dýr og líka vel hægt að ímynda sér að ýmislegt annað og dularfyllra leynist á milli greinanna. Í þessu tölublaði skoðum við Helsinki með augum Áslaugar Snorradóttur sem er mikil áhugakona um finnska menningu. Ég heim- sótti Helsinki í fyrsta sinn fyrir um fimm árum síðan. Sú borg kom mér mest á óvart af öllum norrænum borgum. Af einhverjum ástæðum var hún líka minnst „norræn“ af þeim öllum og eitthvað við stemninguna minnti mann á Ísland. En Finnar búa svo líka yfir einhverju allt öðru og mun exótískara: þessum slav- neska, melankólíska anda sem hefur gefið þeim stór- fenglega hönnun, kvikmyndir, bókmenntir og arki- tektúr... jú... og vodka! Hvernig væri því að sækja frændur heim í sumar. Leigja til dæmis lítið hús á eyju, fara í sánu, synda í stöðuvatni eða leyfa krökkunum að leika í endalaus- um skógum. Við þurfum ekki að ferðast langt til þess að finna ævintýrin. HIÐ EXÓTÍSKA NORÐUR Anna Margrét Björnsson skrifar NÝTT 2 FERÐALÖG E f þú vilt ferðast til hjarta Frakklands er Provence- héraðið dásamlegt fyrir öll skynfæri. Og hvað er betra en hótel sem matarmeistarinn Alain Ducasse hefur endurskapað og gætt stórfenglegri matargerð og fallegri hönnun? Hótelið Domaine des Andeols er í Luberon-hæðunum og er í raun sam- sett af níu gistihúsum sem hægt er að leigja og eru öll innréttuð á ólíkan hátt. Eitt heitir til að mynda listamannshúsið, annað elskendahúsið og hið þriðja eilífð- arhúsið. Öll eiga þau það sameginlegt að vera rúmgóð og einstaklega smekk- lega hönnuð og þar að auki hafa gestir aðgang að tveimur sameigin- legum húsum þar sem er að finna veitingastað og tyrkneskt baðhús. Í bað- húsinu er hægt að fara í sund, nudd og gufubað og njóta ýmissa fegrunarmeð- ferða en á veitingastaðnum ræður mats- eld Ducasse ríkjum. Þar blandar hann saman hinum dásamlegu kryddjurtum og hráefnum Provence-héraðsins eins og til dæmis tómötum, lambi, smjörbaun- um, ólífum, fíkjum og apríkósum úr garðinum. Að sumri til er að sjálfsögðu hægt að snæða utandyra við kertaljós en að vetri til er snætt í hituðu glerhýsi þar sem er samt sem áður hægt að njóta útsýnis yfir grænar hæðir héraðsins. Eitt það skemmtilegasta við Luberon er allur sá fjöldi markaða sem þar er að finna, meðal annars markað sem selur aðeins trufflur, annar sem selur einung- is lífrænar vörur og svo eru einnig for- vitnilegir antíkmarkaðir þar sem alltaf er hægt að grafa upp einhverja fjársjóði. Bókanir og fleiri upplýsingar er að finna á www.domaine-des-andeols.com -amb SÆLUDAGAR Í PROVENCE Matur og slökun í Luberon-hæðum Leiðsögn íslensks listfræðings um Parísarborg er sniðug lausn fyrir byrjendur í borginni. VOR OG HAUST Í PARÍS Séu farþegar Ice- landair staddir í París og langi að fá frekari innsýn í borgina býðst þeim aðstoð Laufeyjar Helgadóttur listfræðings við að kynnast borginni. Á tímabilinu mars til maí og frá sept- ember til desember skipuleggur hún kynnisferðir og af þeim má nefna sérstaka kynnisferð um París þar sem stoppað er á helstu merkis- stöðum borgarinnar, gönguferð um Mýrina - eitt af elstu hverfum París- arborgar - kvöldverður snæddur við Signu og sjálfir Versalir heimsóttir. Áhugasömum Parísarferðalöngum er bent á að bóka ferðir í gegnum tölvu- póstinn laufey@noos.fr BÓKAÐU NÚNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.