Fréttablaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 75
SUNNUDAGUR 30. mars 2008 19 30. mars - uppselt 3. april 4. april 10. april 11. april 17. april 18. april 23. april 24. april Í dag kl. 15 býður Borghildur Óskarsdóttir, annar höfundur myndlistarsýningarinnar sem nú stendur yfir í Listasafni Árnesinga, gestum upp á spjall um verk sitt og sýninguna. Þar gefst kærkomið tæki- færi til þess að ræða við listamanninn um tilurð, framsetningu og inntak þess sem til sýnis er. Myndlist og manneskjur, sögur úr sveitinni. Tveimur ólíkum listakonum, Borghildi og Sigríði Melrós Ólafsdóttur, er teflt saman á þessari sýningu og Hjálmar Sveinsson, hinn þekkti útvarpsmaður, er sýningarstjóri hennar. Myndlistarkonurnar vinna með samfélagstengt efni og verk þeirra eiga sérstaka skírskotun til svæðisins. Við fyrstu sýn virðast verk þeirra eiga fátt sameiginlegt enda eru þær hvor af sinni kynslóðinni og hafa unnið með ólík efni út frá ólíkum forsendum án þess að vita mikið hvor af annarri. En þegar verkum þeirra er teflt saman skapast óvæntir snertifletir og spenna. Borghildur nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1959-60, Listaháskólann í Edinborg, Skot- landi 1961-63 og síðar lauk hún einnig prófi frá kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Samhliða vinnu við eigin listsköpun kenndi hún myndlist í tíu ár, aðallega við Myndlistaskólann í Reykjavík. Borghildur hefur einkum fengist við þrívíð verk og efniviður hennar hefur verið af ýmsum toga sem hæfir viðfangsefninu. Á löngum ferli hefur hún sýnt víða innanlands og erlendis svo sem í New York, Kanada, Þýskalandi, Póllandi og á Norðurlöndunum. - pbb Heimsókn í Hveragerði Inga Jónsdóttir safnstjóri ásamt þeim stöllum og Hjálmari sýningarstjóra. Í dag verða tónleikar í Norræna húsinu á vegum 15:15. Þar frum- flytur Kristín Mjöll Jakobsdóttir tvö verk fyrir einleiksfagott eftir tónskáldin Önnu S. Þorvaldsdóttur og Atla Heimi Sveinsson. Hugleið- ingu samdi Anna S. Þorvaldsdótt- ur sérstaklega fyrir Kristínu Mjöll sem pantaði verkið hjá henni á síð- asta ári. Fönsun IV eftir Atla Heimi Sveinsson er samin 1968 fyrir tilstuðlan Sigurðar Markús- sonar fagottleikara en það hefur enn ekki verið flutt. Atli Heimir endurskoðaði verkið í upphafi árs 2008 fyrir Kristínu Mjöll sem flytur verkið í nýju útgáfunni. Auk verka Önnu og Atla Heimis flytur Kristín Mjöll nokkra kafla úr Sumarsólstöðum 1991 fyrir ein- leiksfagott eftir Jónas Tómasson. Verkið var samið í kjölfar fagottn- ámskeiðs sem haldið var á Ísafirði í júní 1991. Að lokum mun Kristín Mjöll ásamt Guðrúnu Óskardóttur semballeikara flytja tvö íslensk verk fyrir fagott og sembal, Úr rímum af Rollant eftir Þorkel Sig- urbjörnsson frá 1970 og Sónötu XII frá 1976 einnig eftir Jónas Tómasson. Kristín Mjöll Jakobsdóttir nam við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk Mastersprófi frá Yale School of Music vorið 1989. Enn- fremur stundaði hún nám við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam og í Cincinnati, Ohio. Veturinn 1991-92 starfaði Kristín með Fílharmóníuhljómsveitinni í Hong Kong og var búsett þar til 1998. Hún hefur síðan leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku óperunni og ýmsum kammerhópum. Hún hefur stofnað Blásaraoktettinn Hnúkaþey og Fagottkvartettinn Fagotterí. Kristín Mjöll starfar jafnframt við kennslu auk þess að stýra ýmsum verkefnum í íslensku tónlistarlífi. Guðrún Óskarsdóttir: Að loknu píanókennaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1986 nam Guðrún semballeik hjá Helgu Ing- ólfsdóttur. Framhaldsnám stund- aði hún hjá Anneke Uittenbosch við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam, hjá Jesper Böje Christensen við Scola Cantorum í Basel og hjá Francoise Langéllé í París. Guðrún hefur leikið inn á nokkra hljómdiska og komið fram sem einleikari, meðleikari eða sem þáttakandi í kammertónlist á fjölmörgum tónleikum á íslandi og víða í Evrópu. Hún hefur leikið með Bach-sveitinni í Skálholti, Caput-hópnum, Kammersveit Reykjavíkur og með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Guðrún hefur einnig unnið í Íslensku óperunni og með Íslenska dansflokknum. Guðrún hefur nýverið verið ráðin sem sembalkennari við Tónlistar- skóla Kópavogs. Tónleikarnir hefjast kl. 15:15. - pbb Ný verk fyrir fagott TÓNLIST Guðrún og Kristín Mjöll við æfingar. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ Í dag kl. 17 flytur tónlistarhópurinn Camerarctica, ásamt Mörtu Halldórsdóttur sópransöngkonu, tónleika í Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni „Sálmar og tónaljóð“. Það verður frumflutt nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, „Allir verði eitt“, sem samið er við sálm í þýðingu föður Þorkels, herra Sigurbjörns Einarssonar biskups. Önnur verk á efnisskránni eru „Sálmar á atómöld“ eftir Elinu Gunnlaugsdóttur sem samdi verkið fyrir Camerarctica árið 2004 við ljóð Matthíasar Johannessens og Klarinettukvintett orgelleikarans og tónskáldsins Max Regers. Kvintettinn sem er op.146 var síðasta verk Regers, samið árið 1916 og er kvintettinn oft borinn saman við klarinettukvintetta Mozarts og Brahms enda svipar honum til þeirra hvað varðar form og uppbyggingu. Tónlistarhópurinn Camerarct ica kemur nú í annað sinn fram á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju, en hópurinn flutti Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messiaen í Hallgríms- kirkju á afmælisári Listvina félagsins 2007. Camer arctica hefur starfað frá árinu 1992 um það leyti sem hljóðfæra leikararnir komu heim frá námi við tónlistar háskóla erlendis. Félagar hóps- ins hafa meðal annars leikið með Sinfóníu- hljóm sveit Íslands, kennt hljóðfæraleik við tónlistarskólana á höfuðborgarsvæðinu og komið víða fram sem einleikarar. Camer- arctica hefur sér- staklega vakið athygli og hlotið lofsamlega dóma fyrir flutning sinn á verkum Mozarts á árlegum kertaljósatónleikum í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og á strengjakvartettum Shostakovitch á tónleikum Kammermúsík- klúbbsins í Reykjavík. Hópurinn hefur leikið á Myrkum músík- dögum, Listahátíð í Reykjavík, Norrænum músíkdögum, Salis- bury-hátíðinni í Bretlandi og gefið út geisladisk með verkum eftir W. A. Mozart. Camerarctica var Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar árið 2005. - pbb Allir verði eitt TÓNLIST Nýtt verk eftir Þorkel er flutt í dag í Hallgrímskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.