Fréttablaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 82
26 30. mars 2008 SUNNUDAGUR SENDU SMS BTC SPV Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Enska Úrvalsdeildin BIRMINGHAM-MAN. CITY 3-1 1-0 Mauro Zárate (39.), 2-0 Mauro Zárate (54.), 2-1 Elano (58.), 2-1 Elano (59.), 3-1 Gary McSheffrey (76.). BOLTON-ARSENAL 2-3 1-0 Matthew Taylor (14.), 2-0 Matthew Taylor (43.), 2-1 William Gallas (63.), 2-2 Robin van Persie (68.), sjálfsmark (90.) DERBY-FULHAM 2-2 1-0 Emanuel Villa (10.), 1-1 Diomansy Kamará (24.), 1-2 Hameur Bouazza (79.), 2-2 Emanuel Villa (80.). MAN. UNITED-ASTON VILLA 4-0 1-0 Cristiano Ronaldo (17.), 2-0 Carlos Tevez (33.), 3-0 Wayne Rooney (53.), 4-0 Wayne Rooney (70.). PORTSMOUTH-WIGAN 2-0 1-0 Jermain Defoe (32.), 2-0 Jermain Defoe (95.). SUNDERLAND-WEST HAM 2-1 0-1 Fredrik Ljungberg (18.), 1-1 Kenwyne Jones (29.), 2-1 (90.) STAÐAN: Man. United 32 24 4 4 68-15 76 Arsenal 32 20 10 2 62-26 70 Chelsea 31 20 8 3 55-23 68 Liverpool 31 16 11 4 55-24 59 Everton 31 17 6 8 48-26 57 Portsmouth 32 15 8 9 46-33 53 Blackburn 32 13 11 8 42-38 50 Aston Villa 32 13 10 9 52-44 49 Man.City 32 13 10 9 37-37 49 West Ham 32 12 8 12 35-39 44 Tottenham 31 10 9 12 60-51 39 Middlesbrough 31 8 10 13 28-44 34 Sunderland 32 9 6 17 29-49 33 Reading 32 9 5 18 37-58 32 Newcastle 31 8 8 15 33-57 32 Wigan 32 8 7 17 28-47 31 Birmingham 32 7 9 16 38-49 30 Bolton 32 6 8 18 30-48 26 Fulham 32 4 12 16 29-53 24 Derby 32 1 8 23 16-67 11 ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Arsenal vann mikinn kar- aktersigur á Bolton, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær og er því enn með í baráttunni um enska titilinn en baráttan er búin hjá Derby sem varð fyrsta félagið í sögunni til þess að falla í marsmánuði. Arsenal hafði ekki unnið í síð- ustu sex leikjum og útlitið var ekki bjart í hálfleik því liðið var þá komið 0-2 undir og var þegar búið að spila manni færra í 14 mín- útur. Grétar Rafn Steinsson kom mikið við sögu í leik Bolton og Arsenal á Reebok-vellinum en hann lagði upp fyrsta mark liðsins og Abou Diaby var síðan rekinn útaf með rautt spjald eftir mjög ljóta tæklingu á Grétari. Arsenal skoraði hinsvegar þrjú mörk í seinni hálfleik og sigurmarkið var sjálfsmark hjá Jlloyd Samuel. Diaby fékk rautt spjald fyrir að tækla Grétar Rafn ekkert ósvipað og þegar Martin Taylor batt enda á leiktíðina hjá Eduardo. Sem betur fer náði Grétar að hoppa upp og forðast það að Diaby tækl- aði fótinn á meðan hann stóð á jörðinni. „Það var ekki ásetningur í þessu hjá honum en hann var með löppina of ofarlega þannig að við getum ekki mótmælt rauða spjaldinu. Mér finnst ekki hægt að bera þessar tæklingar saman því tækling Taylor var mikið hærri,” sagði Arsene Wenger, stjóri Ars- enal, en það var miklu frekar heppni sem forðaði Grétari frá því að stórslasast. „Við erum allir reiðir okkur sjálfum því við frömdum hreinlega sjálfsmorð inni á vellinum. Liðið féll algjörlega saman eftir 64 mín- útur. Við gáfum þeim fyrsta mark- ið og fórum síðan á taugum í lokin,” sagði Gary Megson, stjóri Bolton. „Ég er mjög stoltur af frammi- stöðu míns liðs. Við spiluðum ekki illa í fyrri hálfleik en það var allt á móti okkur. Þeir skora úr fyrsta skoti sínu, við missum mann af velli og þeir skora síðan rétt fyrir hálfleik,” sagði Arsene Wenger. „Við gáfumst ekki upp og það var mikið andlegt próf að vera manni og marki undir þegar klukkutími var eftir af leiknum. Við gáfum allt í það að vinna leikinn því jafn- tefli var ekki nóg, aðeins þrjú stig voru ásættanleg,” bætti Wenger við. Jermain Defoe skoraði tvö mörk í 2-0 sigri Portsmouth á Wigan og hefur nú skorað átta mörk í fyrstu sjö leikjum sínum með liðinu. Hermann Hreiðars- son var í byrjunarliði Port- smouth en þurfti að yfirgefa völlinn á 63. mínútu líklega vegna sömu meiðsla og sáu til þess að hann gat ekki spilað landsleikinn á móti Slóvakíu. Portsmouth er því enn í baráttu um Evrópusæti. Harry Redknapp var sérstak- lega ánægður með David James sem varði oft vel frá leikmönn- um Wigan. „Þú verður að hafa toppmarkmann til þess að gera eitthvað og hann er sá besti í dag. Fyrir mér þá er hann Ron- aldo markvarðanna af því að hann gerir alltaf eitthvað sér- stakt,” sagði Redknapp eftir leik. Andy Reid tryggði Sunderland 2-1 sigur á West Ham með því að skora sigurmarkið á fimmtu mínútu í uppbótartíma. útlitið er því gott fyrir Roy Keane og læri- sveina hans með að halda sér upp í deildinni. „Ég var mjög ánægður með að fá markið í lokin og mér fannst við eiga sigurinn skilinn,” sagði Roy Keane, stjóri Sunderland eftir leikinn. Derby er fallið eftir aðeins 32 leiki en liðið hefur aðeins unnið einn leik og bara skorað 16 mörk. Það var ekki nóg að ná 2-2 jafn- tefli á móti Fulham. „Þetta er búið að vera langt og hræðilegt tímabil. Þar sem við erum fallnir þá getum við farið að hugsa um næsta tímabili. Þetta er frábær klúbbur og með rétta leikmenn og rétt hugarfar þá getum við komið aftur upp,” sagði Paul Jewell, stjóri Derby. Derby þarf að ná fimm stig út úr síðustu sex leikjunum til þess að sleppa við það að ná versta árangrinum í sögu ensku úrvals- deildarinnar. ooj@frettabladid.is Grétar slapp úr svakalegri tæklingu Bolton tapaði á heimavelli fyrir Arsenal þrátt fyrir að komast 2-0 yfir og vera manni fleira í 59 mínútur. Grétar Rafn Steinsson komið mikið við sögu í leiknum. Derby féll úr deildinni eftir jafntefli við Fulham. DÝRMÆTT Cesc Fabregas átti stóran þátt í sigurmarki Arsenal sem heldur titilvon- um Lundúnaliðsins lifandi. NORDICPHOTOS/GETTY ROSALEG TÆKLING Abou Diaby sést hér tækla Grétar Rafn Steinsson í leiknum í gær og eins og sjá má þá mátti ekki miklu muna að illa færi fyrir okkar manni. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Manchester United er á mikilli siglingu þessa dagana enda með portúgalska snillinginn Cristiano Ronaldo í sínu liði. Ronaldo skoraði fyrsta markið, í 4-0 sigri á Aston Villa í gær, með óvæntri en stórglæsilegri hæl- spyrnu og lagði síðan upp sitthvort markið fyrir félaga sína í United- sókninni; Carlos Tevez og Wayne Rooney. Áður en Rooney fékk þá stoðsendingu hafði hann sloppið í gegn og skorað sitt fimmtugasta mark fyrir félagið. United hefur þar með sex stiga forskot á Arsenal. United-liðið hefur nú unnið sex deildarleiki í röð „Mínir menn náði toppnum í síð- ustu viku og héldu sér þar í þessum leik. Okkur finnst við ekki vera komnir nærri titlinum en það fylg- ir því mikið sjálfstraust hvernig liðið er að spila og það er frábært að geta gert það á þessum tíma ársins. Það er bara kapphlaup framundan og þá er mikilvægt að ná upp stöðugleika og góðri ein- beitingu. Þetta var ein besta frammistaðan hjá liðinu á tímabil- inu,” sagði Sir Alex Ferguson eftir leikinn. Wayne Rooney var ekki búinn að skora í síðustu sex leikjum en setti tvö í gær. „Ef ég segi alveg eins og er þá hélt ég að hann myndi aldrei skora. En hann er svona framherji sem getur hrokkið í gang og skorað í sex til sjö leikjum í röð,” sagði Ferguson. „Það hefur verið pirrandi að ná ekki að skora undanfarnar vikur og ég fékk líka gott færi áður en ég skoraði í dag. Það var því mjög ánægjulegt að skora þessi tvö mörk. Við komust nær titlinum með hverjum leik en við verðum að halda áfram að spila á okkar styrk og vona að það dugi,” sagði Rooney eftir leikinn. Fyrsta markið í leiknum var snilldarlega útfærð hælspyrna frá Ronaldo úr miðjum teig en þetta var 35. markið sem hann skorar á tímabilinu. „Ég áttaði mig ekki á því hvað hann hafði gert fyrr en ég sá endursýning- una. Þetta var stórbrotin afgreiðsla,” sagði Sir Alex um markið hans Ronaldo. „Við eigum eftir sex leiki þar af fjóra þeirra á útivelli. En við erum að spila vel og erum búnir að laga markatöluna þannig að þetta lítur ágætlega út,” sagði Ferguson að lokum. - óój Manchester United er komið með sex stiga forskot eftir 4-0 sigur á Aston Villa: Sýning Ronaldo heldur áfram AUÐVELT Cristiano Ronaldo skoraði einstakt mark og fagnaði því á sérstakan hátt. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.