Fréttablaðið - 30.03.2008, Side 81

Fréttablaðið - 30.03.2008, Side 81
SUNNUDAGUR 30. mars 2008 25 HANDBOLTI Topplið Hauka getur aftur náð átta stiga forskoti á Fram í N1-deild karla og nánast eytt um leið vonum Valsmanna um að verja Íslandsmeistaratitil- inn sinn frá því í fyrra. Leikurinn er klukkan 16 á Ásvöllum í Hafnarfirði. Valsmenn tryggðu sér titilinn á Ásvöllum í fyrra en tapi þeir leiknum í dag verða þeir níu stigum á eftir Haukum þegar aðeins tólf stig eru eftir í pottinum og raunhæfar vonir á að halda titlinum að engu orðnar. Haukar hafa reyndar ekki náð að vinna Valsmenn í tæpa sjö mánuði eða síðan þeir unnu þá 23- 20 í fyrstu umferð á Hlíðarenda 14. september. Síðan þá hafa liðin gert 22-22 jafntefli á Ásvöllum og Valsmenn hafa unnið Hauka tvisvar í Vodafone-höllinni, fyrst 23-22 í Eimskipsbikarnum og síðan 32-27 í síðasta deildarleik liðanna sem fram fór 1. febrúar síðastliðinn. Til þess að vinna Val þurfa Haukar að finna leið framhjá Ólafi Hauki Gíslasyni í markinu sem hefur varið 52 skot frá þeim í síðustu tveimur leikjum. Tveir aðrir leikir eru í deildinni í dag. Akureyri tekur á móti Aftureldingu í KA- húsinu klukkan 15 og Stjarnan fær síðan nágranna sína í HK í heimsókn í Mýrina klukkan 20. - óój Topplið Hauka í N1-deildinni: Ná þeir níu stiga forskoti á Val? DÝFINGAR Hið þrettán ára breska dýfingarundur Tom Daley segist ekki stefna á verðlaun á Ólympíu- leikunum í Peking. Stefnan hjá honum sé enn sett á að vinna til verðlauna á ÓL í London 2012 og Peking verði ferð inn á reynslu- bankann. Miklar væntingar eru gerðar til Daleys og verðlaun ekki talin fjarlægur möguleiki af sér- fræðingum. Daley varð nýlega Evrópu- meistari í dýfingum af tíu metra palli í flokki fullorðinna og er þegar talinn á meðal bestu dýfingamanna heims. - hbg Breska dýfingarundrið: Peking verður reynsluferð TOM DALEY Evrópumeistari í flokki full- orðinna í dýfingum af tíu metra palli. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES SKÍÐI Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri og Björgvin Björg- vinsson frá Dalvík tryggðu sér bæði gull í svigi í gær á Skíðamóti Íslands daginn eftir að þau höfðu bæði unnið öruggan sigur í stór- svigi. Dagný hefur átt erfitt uppdrátt- ar í vetur enda verið meira og minna meidd og var það því mjög sterkt hjá henni að vinna báðar þessar greinar. Í stórsviginu varð hin unga og efnilega Tinna Dag- bjartsdóttir önnur en hún kemur einnig frá Akureyri eins og systir Dagnýjar, Katrín, sem varð þriðja. Katrín gerði enn betur í gær og varð þá í öðru sæti á eftir systur sinni en Selma Benediktsdóttir úr Ármanni í Reykjavík hreppti þá bronsverðlaunin. Björgvin Björgvinsson vann báðar greinarnar með miklum yfirburðum en hann var rúm- lega þremur sekúndum á undan Árna Þorvaldssyni úr Ármanni í stórsviginu og varð síðan tæpum þremur sekúndum á undan Gísla Rafni Guðmundssyni úr Ármanni í sviginu. Gísli Rafn varð í þriðja sæti í stórsviginu en Akureyr- ingurinn Stefán Jón Sigurgeirs- son varð þriðji í sviginu í gær. Sólveig G. Guðmundsdóttir frá Ísafirði varð Íslandsmeistari í göngu með frjálsri aðferð en gengnir voru 5 km. Stella Hjalta- dóttir varð önnur en Silja Rán Guðmundsdóttir þriðja. Þær koma báðar frá Ísafirði líkt og Sólveig. Stella sigraði í 5 km hefðbundinni göngu í fyrradag. Sævar Birgisson frá Sauðár- króki varð Íslandsmeistari í göngu með frjálsri aðferð en hann var rúmum þremur sekúndum á undan Andra Steindórssyni frá Akureyri. Í þriðja sæti varð síðan Birkir Þór Stefánsson af Ströndum. Andri sigraði í 15 km hefðbundinni göngu í fyrradag en Sævar hafði unnið sprettgönguna á fyrsta degi. - óój Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson á Skíðamóti Íslands í gær: Bæði með gull tvo daga í röð BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON Tvö gull. FRÉTTBLAÐIÐ/GUÐMUNDUR Á FULLRI FERÐ Dagný Linda Kristjánsdóttir í sigurferð sinni í stórsvigi. ÍSHOKKÍ Íslenska kvennalandsliðið vann 3-0 sigur á Eistlandi í lokaleik sínum í 4. deild heims- meistarakeppninnar og endaði því með fullt hús og markatöluna 30-5 úr fimm leikjum sínum. Ísland vann sér þar með sæti í 3. deild í fyrsta sinn en þetta var í þriðja sinn sem kvennalandsliðið tók þátt í HM. Birna Baldurs- dóttir, Steinunn Sigurgeirsdóttir og Hanna Heimisdóttir skoruðu mörkin í lokaleiknum en Sólveig Smáradóttir var valin maður leiksins. Varnarmaðurinn Anna Sonja Ágústsdóttir var valin besti leikmaður Íslands á mótinu en hún var jafnframt sókndjarfasti varnarmaður keppninnar. -óój Kvennalandsliðið í íshokkí: Fengu fullt hús GAMAN Það var mikil stemning í íslenska liðinu í Rúmeníu. FRÉTTABLAÐIÐ/MARGRÉT LOKAR MARK- INU Ólafur Haukur Gíslason hefur varið 26 skot að meðaltali í síðustu tveimur sigurleikjum Vals á Haukum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.