Fréttablaðið - 30.03.2008, Page 11
SUNNUDAGUR 30. mars 2008 11
UMRÆÐAN
Skipulagsmál
Laugavegur er órjúfanlegur hluti af
miðborgarmyndinni. Þar á
að blómstra verslun í bland
við ýmsa þjónustu og
íbúabyggð. Því miður verð
ég að segja að Laugavegurinn
kemur mér nú dag fyrir
sjónir sem skemmdur
tanngarður.
Auðvitað eru falleg gömul og ný
hús við götuna en alltof mikið er af
niðurníddum og auðum húsum. Inni
á milli gapa við vegfarendum tómir
grunnar húsa sem flutt hafa verið
úr stað eða rifin. Stjórnvöld verða
að skoða hvort herða beri reglur um
skyldur eigenda húsa og
lóða og nýta tiltæk
viðurlög. Það er ekki hægt
að leyfa eigendum að
draga við sig eðlilegt
viðhald og uppbyggingu.
Borgaryfirvöld geta
heldur ekki dregið
eigendur á nauðsynlegum
framkvæmdaleyfum.
Veggjakrot bætir síðan
gráu ofan á svart. Reynt
hefur verið að sporna við
því en betur má ef duga skal. Auð
og niðurnídd hús bjóða heim
sóðaskap og borgaryfirvöld verða
að taka til hendinni. Það verður að
einhenda sér í aðgerðir með aðkomu
allra hagsmunaaðila. Það má engan
tíma missa því ástandið hefur aldrei
verið verra! Laugavegurinn hefur
ekki það aðdráttarafl sem áður var
og fyrr en við er litið hefur skapast
vítahringur sem erfitt verður að
brjótast út úr.
Á undanförnum áratugum höfum
við sveiflast á milli hugmynda um
framtíð miðborgarinnar. Það hafa
verið kynntar til sögunnar
hugmyndir um að breyta þeirri
götumynd sem við þekkjum í dag,
nýir straumar og stefnur í
húsagerðarlist fengið að leika um
svæðið og ný hús skotið rótum inn á
milli eldri húsa. Sitt sýnist hverjum
um hvernig til hafi tekist og um
ágæti þess að blanda saman
mismunandi stílbrigðum. Einnig
hafa verið uppi hugmyndir um að
varðveita og viðhalda að mestu
gömlu götumyndinni við Laugaveg.
Eigendur húseigna, lóðaeigendur,
verslunarrekendur, íbúar við
götuna og borgaryfirvöld hafa því
miður ekki alltaf gengið í takt.
Nægir þar að nefna mismunandi
hugmyndir um hæð húsa við götuna,
varðveislu eldri húsa og þéttleika
byggðarinnar.
Í raun komum við Reykvíkingar
okkur ekki saman um það hvernig
við viljum sjá Laugaveginn þróast.
Gildismatið er að breytast og sú
hugsun að eitthvað hafi
menningarlegt gildi vegur æ þyngra
í hugum fólks. Jafnvel sérfræðingar
á sviði húsafriðunar skipta nú um
skoðun og raska þar með áður
samþykktu skipulagi. Þar með erum
við aftur komin á byrjunarreit. En
þrátt fyrir mismunandi skoðanir
megum við ekki sætta okkur við
núverandi ástand.
Í mínum huga er ótalmargt hægt
að gera til að bæta ástandið. Það
kostar fé en núverandi meirihluti
í borginni hlýtur að vera tilbúinn
til framkvæmda og sýna í verki
raunverulegan áhuga og metnað
fyrir hönd svæðisins í heild sinni.
Mér finnst ekki sannfærandi að
greiða himinháa fjárhæð fyrir tvö
hús en leggja ekki fram í kjölfarið
heildstæða stefnu um varðveislu,
viðhald og uppbyggingu á öðrum
húsum við götuna. Það er ekki
hægt að eyrnamerkja allt þetta fé
tveimur húsum en láta afganginn
sigla sinn sjó.
Höfundur er varaformaður Kjör-
dæmasambands Framsóknar-
félaganna í Reykjavík.
Laugavegurinn er ljótur blettur á miðborginni
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Við hvetj um les end ur til að senda
okk ur línu og leggja orð í belg um
mál efni líð andi stund ar. Grein ar
og bréf skulu vera stutt og gagn-
orð. Ein göngu er tek ið á móti efni
sem sent er frá Skoð ana síð unni
á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein-
ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni
birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða
í báð um miðl un um að hluta eða
í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt-
inga og til að stytta efni.
FANNÝ
GUNNARSDÓTTIR
UMRÆÐAN
Fiskveiðistjórnun
Hún hefur
farið nokk-
uð hátt, sú
umræða
meðal Vest-
firðinga og
annarra
þeirra sem
er annt um
byggðina
að helsta
ráðið til að
snúa við byggðaþróuninni, eða rétt-
ara sagt byggðahnignuninni, sé að
stofna fríríki eða sjálfstjórnarhér-
að. Mér er mjög annt um byggðirn-
ar fyrir vestan og fannst á tíðum
ferðum mínum sárt að koma til
staða þar sem ég sá byggðunum
greinilega hnigna frá ári til árs.
Ég hef miklar efasemdir um að
það sé rétt eða árangursríkt fyrir þá
sem vilja breytingu að leiða talið að
einhverju sjálfstæði Vestfjarða og
leiða þá talið frá meginmeinsemd-
inni sem er fiskveiðióstjórnin. Þá
verður að segja eins og er að mikill
meirihluti þeirra stjórnmálamanna
sem hafa komið frá Vestfjörðum
hefur stutt kvótakerfið sem hefur
grafið undan byggðinni. Það hafa
þeir gert þrátt fyrir loforð um annað
fyrir kosningar og jafnvel eftir að
hafa gengið undir borða á fjölmenn-
um fundum þar sem á hefur verið
letrað að orð skuli standa.
Eitt síðasta voðaverk stjórnmála-
mannanna var að setja minnstu bát-
ana inn í alræmt kvótakerfi og það
var gert þrátt fyrir viðvaranir og
vissu um voveiflegar afleiðingar
þess fyrir vestfirskar byggðir. Mun
minna hefur heyrst frá bæjarstjórn-
inni á Ísafirði um að verða við áliti
mannréttindanefndar Sameinuðu
þjóðanna en að beita sér fyrir mögu-
legri byggingu olíuhreinsistöðvar
innan einhverra ára. Samt sem áður
liggur fyrir að íslensk stjórnvöld
þurfa að bregðast við áliti Samein-
uðu þjóðanna eftir örfáar vikur.
Skynsamleg breyting sem opnaði
leið Vestfirðinga til sjávarins á ný
yrði gríðarleg lyftistöng fyrir vest-
firskar byggðir. Þá ríður mikið á að
þeir sem óska Vestfjörðum og hinum
dreifðu byggðum bjartrar framtíð-
ar leggist á árar um breytingar í átt
að frelsi til fiskveiða á Íslandi.
Höfundur er líffræðingur.
Frjálsir
Vestfirðir
SIGURJÓN ÞÓRÐARSON
Ítarlegri og öruggari tjónask‡rslur
ÓKEYPIS A‹STO‹ VI‹
GER‹ TJÓNASK†RSLU
G
O
T
T
F
Ó
LK
Ví›tækari Vegavernd tryggir vi›skiptavinum Sjóvá ókeypis a›sto› vi› ger›
tjónask‡rslu, lendi fleir í umfer›aróhappi á höfu›borgarsvæ›inu.
Hringdu í síma 440 2222 og sérhæf›ir, en jafnframt hlutlausir starfsmenn
Aðstoðar og öryggis ehf. mæta á staðinn, taka ljósmyndir af vettvangi, skrá
nákvæma atvikal‡singu og senda sk‡rsluna a› lokum rafrænt til trygginga-
félagsins. fijónustan er í bo›i milli kl 7.00-18.30 alla virka daga.
VEGAVERND – ENN EINN KOSTUR fiESS A‹ VERA Í STOFNI
VÍ‹TÆKARI VEGAVERND